Hausinn er þreyttur og líkaminn vill komast undir sæng en einhver tjáningarþörf er samt í mér. Málamiðlunin er því blogg á punktaformi.
Skrapp í smá kaffihúsa-bjórsötur-labbitúr í gær og kom sjálfum mér á óvart með mikilli þekkingu á túristalausum stöðum borgarinnar.
Bolti og bjór með góðum piltum var gott mál á sunnudaginn. Því oftar því betra!
Hvar á ég að horfa á boxið á laugardagsnótt?
Á föstudaginn verður gaman. Ég sé hreinlega ekki hvernig það getur klikkað!
Vinnan er í rólegri kantinum þessa dagana á meðan verkefnunum fjölgar sífellt sem fara á húrrandi fullt á svipuðum tíma á næstu vikum. Danir eru mikið fyrir að plana en þegar allt kemur til alls er eins og teningum hafi verið kastað til að finna dagsetningar!
Hefur þú einhvern tímann hugsað, "ég verð að hafa þessa ákveðnu skoðun á þessu máli, því þannig er stemming pólitískrar rétthugsunar núna"? Þá eru allar líkur á að þú hafir rangt fyrir þér. Tíu litlir negrastrákar geta vottað fyrir það.
Enn einu sinni talar vinnustaðurinn ekki um annað en stress. Aumingjavæðing Danmerkur er á fullri ferð! Er Ísland næst?
Yfir og út!
Wednesday, October 31, 2007
Thursday, October 25, 2007
Monday, October 22, 2007
Mánudagur til mikilla afreka!
Mikill afreksdagur í dag senn að verða að kvöldi. Mér er næstum því að takast að klára yfirferð á nokkrum tölum og hef eytt öllum deginum í það. Ljómandi það. Sumt er einfaldlega tímafrekt og sérstaklega þegar hausinn er ekki alveg í toppformi eftir sötur og hangs með Daða og frú í gærkvöldi.
Mér tókst loksins að halda upp á konudaginn í gær eftir frestun í margar vikur. Nú er gólfið ryksugað og búið að þurrka af öllu sem ég fann auk þess sem föt eru þvegin.
Á fimmtudaginn tek ég formlega við verkefninu "Westmanna Island" og hlakka til að berja pappírsvinnuna í gegn og sjá hvort einhver viðbrögð komi frá heimaeyjunni (þó ekki Heimaey). Að vísu er haustið alveg rækilega bókað hvað vinnuna varðar en skítt með það. Hvað er eitt verkefni enn sosem?
Gríðarlega freistandi tilboð heldur áfram að stríða hausnum á mér. Mikið rosalega þarf ég að fara græja ákvörðun um það sem allrafyrst!
Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti koltvísýringi.
Svei núna lenti ég á svolitlu sem krefst heilastarfsemi og klukkan er orðin margt og ekki enn búið að sækja mat fyrir vinna-seint-fólkið. Á ég að gefast upp eða berjast? Ég segi berjast!
"Projections" í ESPN NFL Fantay League eru á við stjörnuspár í áreiðanleika. En talandi um spár þá er vissara að hafa það skjalfest að orðin "..en ég var með þrjá menn í b.." munu verða sögð.
Súpa gærkvöldsins er svo sannarlega búin að hreinsa til og ég er eins og nýr maður.
Ég elska nýja símann minn.
Helvítis horandskoti byrjaður að stífla nef mitt. GLÆTAN að ég sé að verða veikur þótt ég sitji heima í ískaldri íbúð með galopnar svaladyr öll kvöld.
Ég þarf að redda mér máfrásegjanlegri kvennafarssögu en þó ekki með hvaða söguhetju sem er auðvitað. Birna, áttu ekki leið um Köben bráðlega?
Rétt í þessu kom vinnuandinn yfir mig af fullu afli og endar hér með þessi færsla!
Mér tókst loksins að halda upp á konudaginn í gær eftir frestun í margar vikur. Nú er gólfið ryksugað og búið að þurrka af öllu sem ég fann auk þess sem föt eru þvegin.
Á fimmtudaginn tek ég formlega við verkefninu "Westmanna Island" og hlakka til að berja pappírsvinnuna í gegn og sjá hvort einhver viðbrögð komi frá heimaeyjunni (þó ekki Heimaey). Að vísu er haustið alveg rækilega bókað hvað vinnuna varðar en skítt með það. Hvað er eitt verkefni enn sosem?
Gríðarlega freistandi tilboð heldur áfram að stríða hausnum á mér. Mikið rosalega þarf ég að fara græja ákvörðun um það sem allrafyrst!
Ég skil ekki hvað fólk hefur á móti koltvísýringi.
Svei núna lenti ég á svolitlu sem krefst heilastarfsemi og klukkan er orðin margt og ekki enn búið að sækja mat fyrir vinna-seint-fólkið. Á ég að gefast upp eða berjast? Ég segi berjast!
"Projections" í ESPN NFL Fantay League eru á við stjörnuspár í áreiðanleika. En talandi um spár þá er vissara að hafa það skjalfest að orðin "..en ég var með þrjá menn í b.." munu verða sögð.
Súpa gærkvöldsins er svo sannarlega búin að hreinsa til og ég er eins og nýr maður.
Ég elska nýja símann minn.
Helvítis horandskoti byrjaður að stífla nef mitt. GLÆTAN að ég sé að verða veikur þótt ég sitji heima í ískaldri íbúð með galopnar svaladyr öll kvöld.
Ég þarf að redda mér máfrásegjanlegri kvennafarssögu en þó ekki með hvaða söguhetju sem er auðvitað. Birna, áttu ekki leið um Köben bráðlega?
Rétt í þessu kom vinnuandinn yfir mig af fullu afli og endar hér með þessi færsla!
Friday, October 19, 2007
Auð helgi er ágæt helgi
Þá gerðist það sem endar allar góðar vinnuvikur - það kom helgi! Hollur mötuneytismatur verður að óhollu skyndifæði, reglulegur svefn að óreglulegum og koffínörvun verður að áfengisölvun.
Ég veit ekki til þess að það sé neitt sérstakt á döfinni og hef því lofað rúmi mínu mikilli nærveru og augum mínum glápi auk þess sem ég ætla mér að skrifa smá. Ég er hættur að setja þrif og hreingerningar á helgarplanið. Það virkar ekki. Nú er að sjá hvort einhver óplönuð heimilisstörf verði afleiðingin!
Nú er það víst orðið formlegt að Hitaveita Suðurnesja hefur skrifað undir samning upp á kaup á nýrri vatnslögn til Vestmannaeyja af NKT Flexibles og það eru ljómandi tíðindi. Getiði nú hver verður "pipe designer" verkefnisins? Hver veit nema það feli í sér skrepping til Íslands en ég verð nú samt alveg að sjá til með það. Slíkt er fjarri því alltaf raunin, og sérstaklega ekki í "standard" verkefnum eins og þessu.
Miklar umræður eru nú hafnar á vinnustaðnum vegna komandi J-dags (Julebryg-dag) í Danmörku þann 2. nóvember. Staðarval er enn óljóst en ætti að skýrast fljótlega. Mig vantar myndarlegan kvenmann til að taka með mér - helst íslenskan en það er engin krafa. Þeim finnst svo gaman að fá ferskt kjöt til að spjalla við þessum Dönum. Sjálfboðaliðar gefi sig fram!
Tímabundið (einka)símaleysi vikunnar hefur nú verið stöðvað og í hendur mínar kominn hinn laglegasti Nokia-sími. Einfaldari grip er varla hægt að hugsa sér og þannig vil ég hafa það! Símanúmer vitaskuld hið sama og áður.
En hvað segið þið svo gott?
Ég veit ekki til þess að það sé neitt sérstakt á döfinni og hef því lofað rúmi mínu mikilli nærveru og augum mínum glápi auk þess sem ég ætla mér að skrifa smá. Ég er hættur að setja þrif og hreingerningar á helgarplanið. Það virkar ekki. Nú er að sjá hvort einhver óplönuð heimilisstörf verði afleiðingin!
Nú er það víst orðið formlegt að Hitaveita Suðurnesja hefur skrifað undir samning upp á kaup á nýrri vatnslögn til Vestmannaeyja af NKT Flexibles og það eru ljómandi tíðindi. Getiði nú hver verður "pipe designer" verkefnisins? Hver veit nema það feli í sér skrepping til Íslands en ég verð nú samt alveg að sjá til með það. Slíkt er fjarri því alltaf raunin, og sérstaklega ekki í "standard" verkefnum eins og þessu.
Miklar umræður eru nú hafnar á vinnustaðnum vegna komandi J-dags (Julebryg-dag) í Danmörku þann 2. nóvember. Staðarval er enn óljóst en ætti að skýrast fljótlega. Mig vantar myndarlegan kvenmann til að taka með mér - helst íslenskan en það er engin krafa. Þeim finnst svo gaman að fá ferskt kjöt til að spjalla við þessum Dönum. Sjálfboðaliðar gefi sig fram!
Tímabundið (einka)símaleysi vikunnar hefur nú verið stöðvað og í hendur mínar kominn hinn laglegasti Nokia-sími. Einfaldari grip er varla hægt að hugsa sér og þannig vil ég hafa það! Símanúmer vitaskuld hið sama og áður.
En hvað segið þið svo gott?
Monday, October 15, 2007
Áunnin veikindi
Í dag er mánudagur og klukkan er vel gengin í eitt eftir hádegi. Ég er heima. Sem sagt, ekki í vinnunni. Það var viðbúin afleiðing þess að horfa á NFL heima hjá Daða til kl 4 í nótt, sjá hann sofna á eigin stofugólfi á meðan ljóshærður kvenmannskollur var sofnaður í sófanum við hliðina á mér.
Frí á virkum degi sem er ekki föstudagur er sjaldgæft fyrir mér. Búðir eru opnar, fólk er á ferðinni og strætó gengur með örri tíðni og mátulegum farþegafjölda. Ég þarf að gera tvennt og vona að það hafist (svaf svolítið slitrótt á hóteli hér í borg sem skilur hvorki næði né "nei takk" við ræstingum):
1) Kaupa síma í staðinn fyrir símann minn sem rann úr vasa mínum í metro um helgina
2) Kaupa peysur fyrir ekki-mig
Metnaðarfull dagskrá sem ég vona að ég fái fylgd í!
Mér barst beiðni um að fjölga fyllerís- og kvennafarssögunum á þessari síðu. Fylleríssögurnar eru til staðar en hinar ekki og þykir mér það vera hið besta mál. Ég skal þó hafa beiðni lesenda minna í huga. Þeim þarf jú að sinna líka!
En já, ég var víst með metnaðarfulla dagskrá fyrir daginn í dag. Vonandi get ég hoggið skarð í hana án mikilla líkamlegra óþæginda!
Frí á virkum degi sem er ekki föstudagur er sjaldgæft fyrir mér. Búðir eru opnar, fólk er á ferðinni og strætó gengur með örri tíðni og mátulegum farþegafjölda. Ég þarf að gera tvennt og vona að það hafist (svaf svolítið slitrótt á hóteli hér í borg sem skilur hvorki næði né "nei takk" við ræstingum):
1) Kaupa síma í staðinn fyrir símann minn sem rann úr vasa mínum í metro um helgina
2) Kaupa peysur fyrir ekki-mig
Metnaðarfull dagskrá sem ég vona að ég fái fylgd í!
Mér barst beiðni um að fjölga fyllerís- og kvennafarssögunum á þessari síðu. Fylleríssögurnar eru til staðar en hinar ekki og þykir mér það vera hið besta mál. Ég skal þó hafa beiðni lesenda minna í huga. Þeim þarf jú að sinna líka!
En já, ég var víst með metnaðarfulla dagskrá fyrir daginn í dag. Vonandi get ég hoggið skarð í hana án mikilla líkamlegra óþæginda!
Thursday, October 11, 2007
Alltof langt jólafrí staðfest
Ísland 11. des. til 30. des. er hér með ákveðið sem alltof löng dvöl mín á Íslandi yfir jólin í ár. Hér með gjört heyrinkunnugt.
Þeir sem vilja lána mér bíl á þessu tímabili eða útvega mér svarta vinnu sem jólasveinn í verslunarmiðstöð mega gjarnan láta í sér heyra. Tilboðum um ölvun og ósóma tek ég vitaskuld við með glöðu geði.
Tilkynningu lokið.
Þeir sem vilja lána mér bíl á þessu tímabili eða útvega mér svarta vinnu sem jólasveinn í verslunarmiðstöð mega gjarnan láta í sér heyra. Tilboðum um ölvun og ósóma tek ég vitaskuld við með glöðu geði.
Tilkynningu lokið.
Wednesday, October 10, 2007
Er að koma helgi?
Þá held ég loksins að hálsbólgu-slím-ógeðið sé svo gott sem horfið úr líkamanum. Einstaka hósti er orðinn slímlaus og langur vinnudagur var líkamlega auðveldur. Gott mál og ekki seinna vænna því helgin er handan við hornið og einhverjar flökkukindur verða á ferðinni auk þess sem innfæddir (Íslendingar) verða sumir hverjir hressir. Gott mál í alla staði. Sakna þó skráningu Örvars á Hótel Geir og vona að hún sé enn á döfinni!
Sjoppumaðurinn minn var að segja mér það áðan að með áframhaldandi getuleysi lögreglu til að stöðva innbrot og áframhaldandi ofsóknum skattayfirvalda þá geti hann varla haldið áfram að reka fyrirtækið sitt og neyðist til að loka. Mikil sorgartíðindi ef svo fer. Ég er farinn að skilja ágætlega hvernig Danir komast hjá því að mælast gjörspilltir í öllum alþjóðlegum mælingum. Ástæðan er sú að hérna mega opinberir embættismenn gera hvað sem þeir vilja - löglega og á fullum og eflaust ágætum launum!
Ef það verður sett í íslenska stjórnarskrá að "íslenska er þjóðartunga Íslands" þá mun ég aldrei framar mæla íslenskt orð á íslenskri grund! Vitaskuld ýki ég núna og veit satt að segja ekki hvernig ég ætti að brjóta á því ákvæði en eitthvað hlýt ég samt að gera ef af verður. Hver segir svo að Íslendingar séu umburðarlyndir englar sem umbera allt og alla? Ekki er ég það og játa það fullum fetum. Margir segja það samt en vilja engu að síður teikna sviðshöfuð á forsíðu stjórnarskrár-plaggsins til að minna á gamla tíð þegar internetið hét alnetið og menn keyrðu um á sjálfrennireiðum. Þeir um það!
Á morgun neyðist ég til að taka stuttan og venjulegan vinnudag. Ástæðan er ekki flóknari en sú að ég þarf að treysta á einn Dana til að fylgja mér að í núverandi verkefnum og þar að auki Dana sem á krakka svo viðkomandi nær varla 6 tíma vinnudegi og eyðir helmingnum af honum í blaður um allt og ekkert við hvern einasta einstakling sem yrðir á hann. Stuttur vinnudagur verður það víst að vera.
Núna er það hins vegar svefninn. Eða bráðum. Yfir og út!
Sjoppumaðurinn minn var að segja mér það áðan að með áframhaldandi getuleysi lögreglu til að stöðva innbrot og áframhaldandi ofsóknum skattayfirvalda þá geti hann varla haldið áfram að reka fyrirtækið sitt og neyðist til að loka. Mikil sorgartíðindi ef svo fer. Ég er farinn að skilja ágætlega hvernig Danir komast hjá því að mælast gjörspilltir í öllum alþjóðlegum mælingum. Ástæðan er sú að hérna mega opinberir embættismenn gera hvað sem þeir vilja - löglega og á fullum og eflaust ágætum launum!
Ef það verður sett í íslenska stjórnarskrá að "íslenska er þjóðartunga Íslands" þá mun ég aldrei framar mæla íslenskt orð á íslenskri grund! Vitaskuld ýki ég núna og veit satt að segja ekki hvernig ég ætti að brjóta á því ákvæði en eitthvað hlýt ég samt að gera ef af verður. Hver segir svo að Íslendingar séu umburðarlyndir englar sem umbera allt og alla? Ekki er ég það og játa það fullum fetum. Margir segja það samt en vilja engu að síður teikna sviðshöfuð á forsíðu stjórnarskrár-plaggsins til að minna á gamla tíð þegar internetið hét alnetið og menn keyrðu um á sjálfrennireiðum. Þeir um það!
Á morgun neyðist ég til að taka stuttan og venjulegan vinnudag. Ástæðan er ekki flóknari en sú að ég þarf að treysta á einn Dana til að fylgja mér að í núverandi verkefnum og þar að auki Dana sem á krakka svo viðkomandi nær varla 6 tíma vinnudegi og eyðir helmingnum af honum í blaður um allt og ekkert við hvern einasta einstakling sem yrðir á hann. Stuttur vinnudagur verður það víst að vera.
Núna er það hins vegar svefninn. Eða bráðum. Yfir og út!
Monday, October 08, 2007
Heilsan í lagi (eða svona næstum)
Gríðarlega mikill svefn var svo sannarlega það sem veikur skrokkurinn þurfti á að halda. Ég vaknaði allt að því hress í morgun og hef verið allt að því óveikur í dag (fyrir utan slímugan hósta og tímabundinn slappleika í kringum hádegið). Gott mál allt saman og á morgun mun ekkert stöðva mig!
Langir vinnudagar eru alveg hreint frábærir. Ró og næði, Danaleysi nær algjört, nóg að gera og hausinn ennþá í lagi.
Þegar haustið byrjaði þá var það nokkurn veginn galopið hjá mér hvað varðar áætlunargerð og önnur skemmtilegheit. Sú tíð er nú liðin á þessari árstíð virðist vera.
Hálsinn gerir nú vart við sig sem segir mér tvennt:
1) Ég er orðinn þreyttur og á að drulla mér heim.
2) Ég þarf að fara út og fá mér sígarettu (sem drepur ekki bara góða gerla heldur þá vondu líka, sagði mér læknanemi!).
Sem sagt: Út vil ek!
Langir vinnudagar eru alveg hreint frábærir. Ró og næði, Danaleysi nær algjört, nóg að gera og hausinn ennþá í lagi.
Þegar haustið byrjaði þá var það nokkurn veginn galopið hjá mér hvað varðar áætlunargerð og önnur skemmtilegheit. Sú tíð er nú liðin á þessari árstíð virðist vera.
Hálsinn gerir nú vart við sig sem segir mér tvennt:
1) Ég er orðinn þreyttur og á að drulla mér heim.
2) Ég þarf að fara út og fá mér sígarettu (sem drepur ekki bara góða gerla heldur þá vondu líka, sagði mér læknanemi!).
Sem sagt: Út vil ek!
Sunday, October 07, 2007
Sólríkur á sunnudegi
Þá er internetið hérna heima tilbúið að hleypa mér að sér aftur. Netleysið er búið að valda því að ég hef farið snemma að sofa og vakna snemma marga daga í röð, og svo kom helgi og Hersteinn og síðan þá hefur áfengið fengið að fljóta í stríðum straumum í félagsskap Palla og Svein og annarra sem laðast að okkar fallegu og heillandi persónum.
Veikindi hafa verið hunsuð í nokkra daga núna. Létt aðsvifstilfinning, aumur háls, vondur hósti og stingur í bringunni er sennilega eitthvað sem ég þarf að fara losa við mig bráðum.
Núna þarf ég að leggjast niður. Later, folks!
Veikindi hafa verið hunsuð í nokkra daga núna. Létt aðsvifstilfinning, aumur háls, vondur hósti og stingur í bringunni er sennilega eitthvað sem ég þarf að fara losa við mig bráðum.
Núna þarf ég að leggjast niður. Later, folks!
Monday, October 01, 2007
Noregur kallar
Hressleiki á mánudagsmorgni með eindæmum mikill þrátt fyrir misnotkun á líkama og sál um helgina. Mútta verður kvödd á eftir og Noregi heilsað skömmu síðar, en þar verður haldinn fundur á morgun. Svolítið þétt vikuplan til að byrja með sem vonandi leysist upp í "bara vinna" þegar á líður.
Takk fyrir helgina eftirfarandi fólk og staðir:
Mamma, Begga & Addi, Daði og Halldóra, flugfreyjurnar, Hjalti, Þrándur & bro, Óli fyrir teitið, Tattúveraða ekkjan, Hong Kong, og sennilega einhverjir fleiri!
"How much?" er ekki vænleg húkk-lína í Kaupmannahöfn. Kvenfólk bregst samt misvel við sem skýrist sennilega af misgóðri þekkingu á Borat-persónunni.
Tíminn hleypur frá mér. Út vil ek!
Takk fyrir helgina eftirfarandi fólk og staðir:
Mamma, Begga & Addi, Daði og Halldóra, flugfreyjurnar, Hjalti, Þrándur & bro, Óli fyrir teitið, Tattúveraða ekkjan, Hong Kong, og sennilega einhverjir fleiri!
"How much?" er ekki vænleg húkk-lína í Kaupmannahöfn. Kvenfólk bregst samt misvel við sem skýrist sennilega af misgóðri þekkingu á Borat-persónunni.
Tíminn hleypur frá mér. Út vil ek!
Subscribe to:
Posts (Atom)