Þá kom að því að sunnudagurinn rann upp. Við það hef ég ekkert að athuga. Líkaminn er búinn að fá sinn skammt af áfengi í bili (litháenska parið er svo ljómandi félagsskapur á meðan Sam ber að forðast þegar Daði drepst áfengisdauða) og vinnuvikan mun verða gríðarhressandi. Hver veit, kannski skrepp ég til Parísar á miðvikudaginn?
Nú koma þrír molar úr mjög svo athyglisverðri skýrslu sem ég ætla troða ofan í kokið á öllum sem halda því fram að Norðurlöndin séu eitthvað sérstök, t.d. miðað við Bandaríkin, t.d. þegar kemur að lífskjörum fátækra:
"...Scandinavians are the poorest people in Western Europe once income is adjusted for taxes and the cost of living."
"If nations are being judged on the prosperity of their poorest citizens, then Nordic nations certainly are equal to the United States."
"...strong economic growth is better than income redistribution if the goal is to help the least fortunate in society."
Var ósvífið af mér að lauma pólitískum áróðri svona inn á þessa síðu? Já sennilega. Ljómandi.
Á þriðjudaginn kjósa Danir yfir sig nýjan ræningjahóp. Á því er hægt að hafa ýmsar skoðanir. Ein gæti til dæmis verið sú að það að kjósa sé þátttaka í ræningjasamfélaginu. Sjálfur er ég svo heppinn að hafa ekki kosningarétt til hins danska þings. Úr því ég fæ slæmt bragð í munninn af kosningaþátttöku á Íslandi þá hlýtur kosningaþátttaka í Danmörku að vera tungudrepandi upplifun!
Í gærkvöldi fór ég á ömurlega sýningu í Tívolí sem ég mæli ekki með að neinn eyði 3 klst af lífi sínu í. Hið eina góða var félagsskapurinn og það að komast að því að ég fer aldrei á kabarett-sýningu á ævinni aftur.
Í kvöld er NFL-kvöld, eða hvað?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hvaða hvaða - kabarett er brilliant. Össsss, Geir.
Það má vel vera en núna er ég brenndur af þessu sýningarformi!
Þú ert ótrúlegur.. sammála þér með þetta kabarett.. ojojojojojjj..samhryggist innilega þú hefðir getað verið á skype með mér í staðinn.. það tjón verður seint bætt!!:p
Post a Comment