Allur dagurinn í dag hvarf í fund og fyrir vikið er ég alveg dauður í öllum æðum. Óvenjuþéttur vinnufótbolti í gær er líka að segja til sín.
Eigandi íbúðarinnar sem ég bý í núna, og stjórna öllu sem gengur á í, er að stinga upp á því að hittast 1. júlí til að fara í gegnum uppgjör af henni og endurgreiðslu fyrirframgreiðsla. Þetta er með eindæmum slæm dagsetning sem mundi t.d. hola Hróaskeldu fyrir mér. Svo eru alveg óendanlega mörg atriði sem þarf að ganga frá fyrir mánaðarmót. Ég held jafnvel að Hróaskeldu sé stefnt í voða hjá mér (fyrir utan smáatriðið að vera miðalaus). Gaman þegar boltarnir sem þarf að halda á lofti á sama tíma eru orðnir svona margir, ha!
Ég fékk að heyra í gær að ég væri þver og þrjóskur þegar kemur að því að ræða suma hluti. Hér með staðfesti ég þann stimpil: Ég neita að víkja þegar kemur að sumu. Hvað annað varðar er hins vegar sjálfsagt að vega og meta og dansa eins og laufblað í vindi stefnuleysis.
Snickers er prýðilegur forkvöldverður/síðdegissnarl.
Komnar 100 skráningar á sumarhátíð vinnustaðar míns sem verður haldin í byrjun september. Seinasta hátíð var snilld. Þessi verður það líka ef áfengismagnið verður ótakmarkað aftur.
Spurning dagsins er, "Er hún ólétt eða bara búin að bæta á sig svolitlum mallakúti?". Þessi spurning verður aldrei spurð upphátt.
Ég held að forfeður okkar hafi ekki rambað á neina tilviljun þegar þeir skírðu "samúð" og "sambúð" nánast sama nafni, þar eð hið seinna kallar oft á hið fyrra.
Einn vinnufélaginn er að gera mig brjálaðan þessa dagana. Hann er búinn að tala um sama fjárans vandamálið í rúmlega viku núna, og þetta fer að verða vandræðalegt fyrir hann.
Að skrifa nafnlaust á spjallvef með léttri stemmingu er bráðskemmtilegt. Á öðrum spjallvef er nafnleysið hins vegar oftar en ekki notað til að tala með rassgatinu. Þjóðmálaumræðan á spjallvefum almennt er í ruslatunnunni.
Hvað er málið með næturhitann? Varla sofandi lengur á nóttunni. Daghitinn er líka að gera vinnuna óbærilega á meðan stuttbuxurnar góðu eru í þvotti. Er samt ekki alveg kominn niður í berar tásur eins og sumir í kringum mig.
Dana-reynsla dagsins: Daninn segir, "ég hef ekki tíma", þegar hann hefur ekki 2 tíma aflögu fyrir 5-10 mínútna verkefni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Já þessi þrjóska verður rassskellt úr þér við tækifæri.....
Post a Comment