Sunday, June 11, 2006

Sól á sunnudegi

Heiðskýr himinn og rjúkandi heit sól í Kaupmannahöfn í dag. Ég hef nýtt daginn vel og legið inni og horft á svolítinn fótbolta og sjö Transformers-þætti á meðan aðrir hafa legið í sólinni.

Í vikunni koma væntanlega allrasíðustu pappírarnir frá bankanum sem staðfesta íbúðarkaup mín. Spennan er í hámarki. Þegar ég sé síðustu undirskriftina á seinasta pappírnum taka við miðakaup á Skelduna.

Þetta er dæmi um galla af því að hafa fyrirtæki í opinberri eigu. Núna á allt í einu að hugleiða samningssvik í nafni pólitísks þrýstings - eitthvað sem stjórnmálamenn komast einir upp með.

Skabbalútur er mikil snilldarsíða og tímaþjófur stór. Hver ætlar að giska á notandanafnið mitt?

Ísland 11. ágúst er dagsetning sem nálgast furðuhratt. Tveir mánuðir í það núna. Hver heldur partý fyrir menningarnótt?

1 comment:

Anonymous said...

Þarfagreinir
-dadi