Afskaplega sjálfhverf færsla núna.
Útflutningar taka sinn toll, þótt ekki sé nema á andlega sviðinu. Eftirfarandi liggur fyrir:
- Þrif (frí frá vinnu á föstudaginn til að taka á því báðum höndum).
- Smáviðgerðir í íbúðinni.
- Tilkynna flutning til rafmagns- og gasveitunnar.
- Taka saman depositum-fjárhæðir hvers og eins (mismunandi eftir fólki, og misstórir hlutir depositum-upphæðar hvers og eins á annars vegar reikning í minni umsjá og hins vegar reikning sem eigandi íbúðarinnar hefur).
- Millifæra depositum-upphæðir á 5 mismunandi bankareikninga (suma sem ég veit ekki um reikningsnúmerið á ennþá), fyrir utan minn eigin.
- Ganga frá uppsögn internet-þjónustunnar.
- Borga (næsta?)seinasta rafmagns- og gasreikninginn sem er hægt núna eftir að minn vitlausi fyrrverandi viðskiptabanki lokaði netbankaaðgengi mínu en hefur nú opnað á aftur.
- Díla við eigandann um smáatriði flutninga á laugardaginn (Svíinn þarf aukatíma, Daninn sömuleiðis, og ég þarf að standa vaktina).
- Hitta eigandann (stefnir því miður í að það verði á sunnudaginn sem gæti skekkt Hróaskeldu-planið) og fara í gegnum íbúðina og tryggja að hann dragi engin ósköp frá fyrir eitthvað sem er ekki hægt að hengja neinn á.
- Flytja það sem eftir er af mínu drasli (stór leigubíll eða lítill flutningabíll dugir í það).
Ég fæ í magann við tilhugsunina. Líklega er það ástæðan fyrir því að ég er alveg orku- og eirðarlaus og nánast kærulaus yfir þessu í bili enda verður stressið nóg sama hvenær ég byrja að taka á. Plúsinn er samt sá að ég verð þeim mun fegnari að vera fluttur þegar það loksins gerist.
"Bofællesskab" er skemmtileg lífsreynsla þrátt fyrir allt. Ég mun sakna sumra hliða búsetuformsins (hresst fólk úr öllum áttum, oft líf og fjör í íbúðinni), en tvímælalaust ekki allra (díla við semí-þveran eiganda, endalausar áhyggjur af því að allir hafi greitt leiguna, reikningagreiðslur). Næsti kafli tekur nú við. Húrra fyrir því!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Ó nei... ekki segja mér að þú komir ekki með til Keldu...
Ég ætla heldur ekki að segja neitt slíkt!
Post a Comment