Ritað að morgni til:
Sólin kom aftur Danmerkur í fyrradag. Sumarið helst vonandi í þetta sinn og spá upp á 25 gráður um helgina er e.t.v. til merkis um það. Tívolí, dagdrykkja og leti í Kongens Have er á dagskránni.
Blaðagreinaskríbentar í Danmörku eru upp til hópa síkvartandi sósíalistar að heimta að aðrir greiði fyrir áhugamál sín, kröfur, þarfir eða gæluverkefni. Undantekningin birtist þó á miðvikudögum í einu blaðinu. Í morgun var actually verið að hvetja til einstaklingsábyrgðar og einstaklingsframtaks á því sem margir vilja kalla vandamál ríkisins eftir greiðslu skattanna, nefninlega í málefnum aldraðra. Margir vilja að háar skattgreiðslur eigi að tryggja að maður sé laus við gamla fólkið, aðrir ekki.
Skrifað um hádegisbilið og fyrri hluta dags:
Dönum er ekkert heilagt. Vinnufélagi verður frá á morgun til að fara með strákinn sinn á sjúkrahús. Einhver spyr hvers vegna. Svarið kom um hæl: "Hann er með skakkt typpi." Húrra fyrir þeim upplýsingum!
Fjólublár varð ég svo sannarlega. Vandræðalegt ástand allt saman.
Á morgun er hið æsispennandi hálfs-árs-lega spjall við stjóra um vonir og væntingar í starfi. Þetta eyðileggur auðvitað alveg fyrir manni fimmtudagsstemminguna sem oftar en ekki snýst um nokkra bjóra og örlitla föstudagsþynnku. Vil helst ekki vera með of mikinn vínanda í andadrættinum á morgun.
Skrifað síðdegis:
Skrifstofugreddan er mætt. Óþolandi. Einu sætu stelpurnar á hæðinni minni að spjalla og hlægja hinum megin við hilluna bak við mig. Ætli þær séu að kitla hvor annarri?
LÍN er ólíkur bönkunum hvað viðræðuhæfni varðar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment