Ég held að ég hafi komist að niðurstöðu í kvöld: Af öllum sem þekkja mig þá finnst engum ég vera skemmtilegri en... ég sjálfur!
Þessa niðurstöðu má auðvitað túlka bæði jákvætt og neikvætt. Er ég svona leiðinlegur að mín skoðun á mér er hámark vinsælda minna? Eða, er ég svona sjálfmiðaður að mér finnst mitt álit á mér toppa álit allra annarra á mér? Eða, er ég með svo brenglað skynbragð á því sem er skemmtilegt að ég sé hámark skemmtilegheita minna í miklu bjartara ljósi en allir aðrir? Eða, er ég svo óöruggur að ég þarf einhverja gríðarlega staðfestingu á ágætum mínum með stanslausum loforðaflaumi annarra en fæ ekki? Eða, er ég svona leiðinlegur að minn eigin húmor og mínar eigin athugasemdir fá engar undirtektir nema frá sjálfum mér, en skemmta mér samt svona líka ágætlega?
Allar svona pælingar mega liggja á milli hluta. Niðurstaðan stendur! Mér finnst hún frábær.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Þú komst með svarið í færslunni.....heimspekilegar pælingar um sinn innri mann!!!
Post a Comment