Monday, July 17, 2006

2. í þynnku

Svo sannarlega annar í þynnku hjá mér í dag. Skreið heim eftir rétt rúma 8 vinnutíma alveg eins og lúbarinn harðfiskur. Einstaklega léleg meðferð á skrokknum um helgina þar sem ég át bara tvisvar (kebab á laugardaginn og hamborgara í gær), drakk ótæpilegt magn áfengis (sem raunar byrjaði á fimmtudagskvöldið) og svaf á þveröfugum tímum sólarhringsins og lítið sem ekkert í nótt. Maður þarf að passa sig á þessum efri árum.

Ég er búinn að skipta um uppáhalds-glápa-á-samstarfs-kvenmann. Efnislítill sumarfatnaður olli því.

Vinstrimennirnir hjá Morgunblaðinu voru svo vænir að birta eftir mig grein í dag. Hver ætlar að skanna inn og senda á g-mailið mitt (sjálfhverfan sjáið til)? Fyrirfram þakkir!

Hvaða vítamínskortur veldur þreytu og syfju?

Hvað veldur því að Frakkar eru hrifnir af endurtekningum, flúri og skrauti, ákvarðanafælni og því að gera hlutina flóknari og erfiðari en þeir þyrftu annars að vera (t.d. með óendanlegu skrifræði)? Er það rauðvínið? Sósíalisminn? Sjálfselskan? Tortryggni á aðra? Mér er spurn.

Gríðarlegur vinnufriður í vinnunni í þessum sumarleyfum. Á móti kemur aðeins meira álag á mann - orðinn einn af þeim "gömlu" á vinnustaðnum (sem hefur tvöfaldast í starfsmannafjölda á tæpum 2 árum) og spurningar því tíðari en þegar fleiri "gamlir" eru á svæðinu.

Færeyingar eru svo hresst fólk.

Múrinn er orðinn langöflugasta málgagn Vinstri-grænna. Greinum um kosningasvindl vondu hægrimannanna í Afríku og Suður-Ameríku fer fækkandi á meðan greinum um ágæti VG og óágæti hinna flokkanna fer fjölgandi. Persónulega sakna ég hins fyrra forms en ef þetta virkar fyrir þá þá gott og vel. Þeir þurfa jú að finna sig á frjálsu, anarkísku ríkisafskiptalausu og óskattlögðu markaðstorgi vefritanna eins og aðrir.

Ég "eldaði" í fyrsta sinn í nýju holunni minni áðan (hef þó notað örbylgjuofninn tvisvar). Þrjár brauðsneiðar með majonesi, tómatsósu, skinku og osti í ofninn í 10 mín. Húrra fyrir mér!

Já og vaskaði upp og náði í þvottinn. Mikið er maður heimilislegur.

Hugmynd sem varðar Bláa lónið og kynæðisleika er orðin að tilhlökkunarefni sumarsins.

Mig langar í svarta vinnu (úbbs, ég meina verktakavinnu á lélegu kaupi) sem ég get unnið við að heiman með einfalda tölvu að vopni og tekur innan við 10 tíma á viku (og vel það) og greiðist frá Íslandi á íslenskan reikning. Lesendur, græja!

6 comments:

Valli said...

Það er s.s. járnskortur veldur þreytu og syfju...

Geir said...

Athyglisvert. Greinilega ekki mikið járn í mötuneytismatnum, kebabkjöti og pizzum. Fæ mér þykka steik við tækifæri.

Burkni said...

Ekki bara þykka steik, heldur lifur, brokkóli, og GUINNESS!

Varðandi Frakkana: Held að aðalvandamálið sé stöðnun í hugsanagangi, hver sem sá hugsanagangur er eiginlega. Þeir halda ss. að árið sé ennþá 1960, og miða allt við það.

Varðandi Moggann: Vantar þig ennþá?

Geir said...

Frábærar uppástungur (sé aðeins til með brokkolíið samt)!

Já vantar enn.

Balur said...

Járn í Guinness segiði...alltaf gaman að fá nýjar afsakanir til að fara á fyllerí :)

Geir said...

Leiðrétting: Vantar ekki Moggann.

Balur: Segðu! Getur líka sagt sjálfum þér að bjór sé ekkert annað en uppleyst korn og þar með jafnhollur og korn á föstu formi (brauð).