Wednesday, September 20, 2006

Ísland komið á blað

Íslandsför jóla og áramóta hér með bókuð: Lending á miðnætti 21.des. og flogið út aftur sunnudaginn 7.jan. og þá veit alþjóð það.

Vinnan er að stríða mér svolítið þessar vikurnar. Verkefnishópurinn sem ég tilheyri situr fastur í vandamáli sem neitar að leysast sama hvað gert er (fyrir utan þá leiðinlegu staðreynd að kúnninn er franskur, sama hvað gert er). Fyrir vikið er hjakkast í því sama, aftur og aftur, fram og til baka, áfram og afturábak, og lausnin ekki enn byrjuð að stinga upp kollinum. Margir vinnudagar hafa farið í það sama og til lengdar verður það mjög þreytandi. Á móti kemur að stemmingin í sjálfu fólkinu í kringum mig er frábær - Danir kátir eftir (að mestu leyti) gott sumar og góða Sommerfest.

Einhæfnin veldur samt ákveðnu eirðarleysi að vinnudegi loknum og við þarf verð ég að berjast. Ég hef lofað sjálfum mér að taka stuttan vinnudag í næstu viku og græja löngu planaða IKEA ferð. Er reyndar lítið hrifinn af því að þurfa eyða peningum í annað en bjór en ég verð víst að gera það samt.

Í gær beið ég í rúman klukkutíma á aðallestarstöð Kaupmannahafnar eftir lest sem aldrei kom því merkjakerfi lestarkerfisins brotnaði saman. Stuð.

Hrós dagsins fer til tveggja skyldmenna (sjá mynd): Ingigerðar frænku fyrir að vera svo frámunalega ágæt stúlka og framtakssöm, og Ómars bróðurs fyrir að passa vel upp á systur okkar og almennt fyrir að vera gegnheil og pottþétt manneskja með óendanlega atorku (minnir að því leyti á ónefndan Hafnfirðing).

Vinnuumhverfið hefur sjaldan verið betra (og friðsælla) eftir að ég fann ekki snúru til að tengja vinnusímann með eftir seinustu innanhúsflutninga (hef ekki lagt mig fram við að leita heldur).

Ég rakaði mig í gær í annað sinn á innan við 4 vikum. Það hlýtur að teljast til tíðinda fyrir þá sem til þekkja.

Kaffi hættir að virka eftir sjötta bolla.

Svíþjóð er ekki alslæmt land þótt þar búi Svíar.

"Iceland is already experiencing clear signs of climate change, but also offers a good source of energy that has not yet been tapped, Olafur Ragnar Grimsson told an audience at the Washington Summit on Climate Stabilization on Tuesday."
Getur einhver sagt mér um hvað maðurinn er að tala? Mæli samt með fréttinni í heild því í lok hennar gefur hann maðurinn-er-að-eyðileggja-Jörðina-fólkinu væna sneið (kannski er Óli grís búinn að lesa svona lesefni).

Talandi um sneiðar, hérna er Íslandi í heild sinni gefin sneið.

Fjas búið í bili.

5 comments:

Anonymous said...

Jæja, ég er oftast sammála þér, en ekki hér.

Iceland is already experiencing clear signs of climate change...
:Já, hér er talað um hækkandi hitastig. Meðalhiti hefur hækkað ár eftir ár og jöklar eru á svipuðum slóðum og við siðaskipti (1500). Þetta er climate change - það er óumdeilanlegt. Það sem deila má um er hverjar séu ástæður þessa veðurfarsbreytinga, hvort unnt sé (eða þörf á) að sporna við þeim ofl..

Not yet tapped : Já, við eigum s.s. ennþá orkulindir, t.d. óvirkjaðar ár ofl. Það er ekki sama ástand þar víða í heiminum.

Þar sem þetta er nefnt án þess að minnast á (meint?) gróðurhúsaáhrif verður maður að vera sammála.

Ef að maður vill gera gys af ÓRG má til dæmis nefna lakkrísverksmiðju í Kína (það er ofsa fyndið) eða önnur dæmi.

Hvernig sem á málið er litið, þá eru orkulindir heimsins takmarkaðar, miðað við núverandi nýtingartækni. Þetta vandamál (þ.e. takmörkuð þekking eða tækni) gefur mjög mörgum vinnu - hvort sem er vegna meintra loftlagsbreytinga af óbreyttri hegðun eða annara valda.

Kannski ég skáli við þig í des.

Þrándur

Geir said...

Ósammála um að þú sért ósammála mér! Ég auglýsti bara eftir því hvað hann væri að meina. Hann veit eins og aðrir að Jökulsárslón hefur horfið með skriðjöklinum sem fæddi það og að bæði skordýr og farfuglar eru að byrja sjást á Íslandi í seinni tíð sem yfirleitt halda sig við hlýrri lönd.

Ólafur Ragnar nefnir heldur hvergi (í fréttinni amk) að maðurinn sé að valda einu né neinu. Hann er bara að lýsa fyrirbærum og endar (í fréttinni amk) á að nefna að loftslagið/náttúran breytist ekki af mannavöldum einum (sem ég efast sjálfur um).

Orkan er hins vegar auðleysanleg á meðan hún er verðlögð. Olía, ef í nægjanlegum skorti, mun verða nógu dýr til að gera aðra orkugjafa sambærilega. Kjarnorkuver eru td komin á planið í tuga og hundraðatali og Íslanda mjólkar peninga út á ódýrar (og endurnýjanlegar) orkulindir sínar - ætti amk að geta það.

Nóg um það. Skálum í des!

Balur said...

Ég skal skála við þig í september, miðvikudagsfyllerí eftir viku!

Ingigerður said...

Takk fyrir hrósið. ;)

Anonymous said...

Stefnir allt í gott partý síðdegis í Leifstöð 7. jan ... sjáumst á barnum. -mvb