Wednesday, September 13, 2006

Sumarið kom aftur!

Sólin er aftur sest að í Kaupmannahöfn og ekki verið líft í jakka eða öðrum skjólfatnaði í að verða viku núna. Húrra fyrir því!

Fótboltapartý hjá Daða og Svenna (og Freyju þessa dagana) eru hressandi þótt tilheyrandi skerðing á svefni sé síður hressandi daginn eftir. Niðurstaða gærkvöldsins: Leðurhausar kunna ekki að spila fótbolta ef þeir standa þá yfirleitt í lappirnar.

Litla systir ekki fyrr komin með ferðatölvu fyrr en hún lætur sjá sig á MSN í kennslustund. Skammast'ín stúlka, þótt glósurnar séu á netinu þá er ekkert sem segir að MSN megi vera í gangi.

Vinnufélagi minn var rétt í þessu að játa því að hann kysi Enhedslisten sem er í stuttu máli gamli góði sósíalisminn pakkaður inn í nýtt nafn. Ástæða? Hann vill ekki þetta "þeir sterkustu lifa af" hugarfar. Sá mun nú aldeilis fá endurmenntun í boði mín á næstu vikum því ef eitthvað er frumskógarlögmálið í stjórnmálum þá er það að þeir háværustu fá leyfi til að traðka aðra niður ef bara meirihluti hóps sem kallast stjórnmálamenn sannfærist um að það sé góð hugmynd. Urgh!

Hverjum dettur annars í hug að fyrirbæri eins og samhjálp, aðstoð, metnaður, velvilji, góðsemi og framtakssemi fæðist inn á skrifstofum manna og kvenna í þinghúsum heimsins? Sjálfsagt einhverjum.

Hvað um það, fótboltapartý á döfinni í kvöld. Bæjarlið Köben, FC København, komst á dularfullan hátt inn í Meistaradeildina og mætir Benfica í kvöld. Væntingar eru miklar og vonir sömuleiðis og því verður enn skemmtilegra að grínast í Dönunum á morgun þegar tapið er skjalfest.

Staðreynd: Lögbundin lágmarkslaun valda atvinnuleysi. Margsannað með bæði rökum og reynslu.
Tilgáta: Aukið magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu veldur hækkun á hitastigi þess.
Af hverju eru þeir sem kyngja umdeildri tilgátu hrárri svona tregir til að sætta sig við staðreyndina? Mér dettur í hug eitt orð: Veruleikaflótti. Annað orð: Staðfestuskortur.

Hinn árlegi Heimdallsrússibani er farinn af stað. Enn á ný takast á hugsjónir og Samfylkingarfólk í dulargervi. Vonandi verður spenna í þessu (sérstaklega fyrir áhorfandann í fjarska sem fær hvorki símtöl né hvatningu um að mæta á kjörstað). Hugsjónarkandídatinn er óneitanlega myndarlegri. Í Háskóla Íslands var slíkt nægjanlegt til að viðkomandi fengi mitt atkvæði.

Það er nú meira hvað er mikið líf á MSN á hápunkti íslensks vinnutíma. Hressandi en athyglisvert. (Segir hver, bloggandi og linkandi út um allt? Já skamm bara!)

Ég ríf hausinn af einhverjum ef ég er ekki nettengdur heima innan 2ja vikna.

Yfir og út.

6 comments:

Burkni said...

Ekki að ég sé í neinni aðstöðu til að taka upp aðstöðu fyrir danska tæknimenn en ég hef heyrt af 3-4 vikna bið eftir interneti á Íslandi, Bretlandi og Frakklandi þar að auki.

Anonymous said...

Veistu Geir að Erla Ósk er langt frá því að vera Samfylkingarmanneskja í dulargervi.

Ég kynntist Erlu á fyrstu dögunum mínum í stjórnmálafræðinni og höfum við verið ágætis vinkonur síðan. Ég hef staðið við hliðina á henni í ýmsum baráttumálum (og kosningum) og get lofað þér því að hugsjónir hennar eiga enga samleið með hugsjónum Samfylkingarinnar.

Geir said...

Burkni ég einfaldaði frásögnina aðeins; veit að ég er búinn að haga mér eins og maðurinn í Hagkaup sem stekkur á milli raðanna í von um að flýta fyrir sér en er í raun búinn að byrja frá byrjun aftur og aftur.

Fjóla, ljómandi gott að heyra. Hef bara ekki séð að hópurinn sem hún stendur fyrir almennt sé að uppfylla hið fornfræga hlutverk Heimdallar, Samviska Flokksins. Hún er eflaust hin ágætasta.

Burkni said...

Úps ... þetta átti að sjálfsögðu að vera taka upp hanskann en ekki aðstöðu ... svona er að reykja svona mikið kannabis.

Anonymous said...

Burkni, þetta tekur tvo daga hjá Hæv (en þeir gefa upp 5 til að hafa slaka).
...jámm og þetta tekur ekki lengri tíma í Bandaríkjunum.

Hvað er málið með það að hafa ekki service-oriented business? Vantar samkeppni eða hvað?

Btw. var ekki blátt þarna eitthvað dót sem að Tómas Hafliða var í??

Þrándur

Geir said...

Þrándur, mikið rétt. Blátt=Deiglan=Vaka=Tómas Hafliða.

Danir eru góðir í að auglýsa lág verð, mikinn hraða standa yfirleitt við orð sín hvað það varðar. En kundeservice er á algjörri steinöld í DK og fólkið sem sér um að skrá í og sérstaklega úr einhverju eru þorskhausar #1.