Monday, September 25, 2006

Til íþróttaálfanna

Eftirfarandi hugleiðing er stolin af konungi grínþáttanna, Jerry Seinfeld:

Af hverju er fólk að æfa? Eins og ég sé það þá er fólk fyrst og fremst að æfa til að komast í gegnum næstu æfingu. Með því að æfa sig verður væntanlega auðveldara að gera það og til að komast í gegnum þarnæstu er um að gera að mæta á næstu.

Eða þetta voru mín 2 cent.

En núna fæðast spin-off hugsanir: Af hverju reykir fólk? Fólk reykir af því það fann nikótínþörf vegna seinustu sígarettu og þá þarf að reykja til að byggja upp nikótínþörf fyrir næstu sígarettu.

Eru þá íþróttaæfingar og sígarettureykingar ekki bara sitthvor hliðin á sömu vitleysunni - þörfinni til að gera eitthvað svo hringurinn geti haldið áfram?

Nei svo djúpur er ég ekki að geta steypt saman íþróttaiðkun og reykingum en það má alveg eins henda þessu þvaðri út og losna við hugsunina.

10 comments:

Anonymous said...

Ein önnur skemmtileg lýsing, er lýsing á sundi.
Tilhvers að synda yfir að þessum bakka, þarna hinum megin? Jú til þess eins að geta synt tilbaka að þeim bakka sem þú ert nú þegar við.
(Endurtekið eftir þörfum).

Ein samviskuspurning varðandi reykingar: geturðu hætt?

Þrándur

Geir said...

Nei ætli það.

Anonymous said...

hvað agalega minnimáttarkennd er þetta í verkfræðingum úr H.Í. að vera alltaf að segja mér að ég sé ekki verkfræðingur?

ég myndi segja að M.Sc. í computer systems engineering væri verkfræðigráða..?

og hættu að vera svona fáránlega niðurlæjgandi, það sá aldrei neinn í verkfræðingafélaginu mig, ég skilaði inn pappírunum til einhverrar konu í iðnaðarráðuneytinu.

Anonymous said...

ps ég veðja ég er með hærri laun en þú;)

Geir said...

Katrín mín, það eru nákvæmlega viðbrögð eins og þessi sem valda því að ég mun óhikað halda áfram að kalla tölvunafræðinga (með nokkra verkfræðikúrsa á bakinu) tölvunarfræðinga og verkfræðinga (með nokkra tölvunarfræðikúrsa) verkfræðinga. Ég sé a.m.k. ekki enn ástæðu til að hætta því.

Geir said...

Ég veit ekki um neinn útskrifaðan raunvís/verkfr á Íslandi sem er með lægri laun en ég en ég bæti úr því með því að eyða mun hærra hlutfalli launanna í varning sem er hlutfallslega miklu ódýrari í DK en á IS, húrra fyrir því

Anonymous said...

málið er samt að hinir 50 sem eru í bs námi í verkfræði og eru að ræða þetta við vini mína útí bæ eru ekki einu sinni að grínast

man bara þegar allir formenn nemendafélagann í verkfræðideild fengu að sitja á háborði með borgarstjóra á árshátíðinni nema tölvunarfræði formaðurinn..

hver er asnalegur í þessu máli eiginlega? tölvunarfræðinemarnir sem geta ekki að því gert að deildin þeirra er í verkfræðideild.. eða bigshot verkfræðinemarnir..?

Geir said...

Þetta á auðvitað bara að vera friendly rivarly milli tveggja (í einhverjum skilningi) jafningja (MR-ví, Verkfræði+raunvísindi versus "hinum megin við Suðurgötuna", HÍ-hr, Rvk-landsbyggð, osfrv).

Skil frústratjón þína en ég bauna samt á þig í nafni friendly rivarly og held því sennilega áfram alla tíð.

-Geir Ágústsson, ekki löggilt titlað verkfræðingur

Anonymous said...

jájá friendly rivarly er annað en að vinir mínir þurfi að vera að ræða þetta við mongólíta útí bæ..

Burkni said...

Mitt eina innlegg í þessa umræðu (ég þori ekki að dæma um það hvort tölvunarfræðingar sem ljúka meistaranámi eiga að kallast verkfræðingar) er það að 'engineer'-heitið á ensku er MUN víðtækara en verkfræðingsheitið nokkurn tímann. Það getur átt við verkfræðinga, tæknifræðinga og fleira, meira að segja þeir sem ljúka 5 vikna námskeiðum frá Microsoft mega titla sig e.k. engineer.