Litla systir átti 22 ára afmæli í gær. Hún er e.t.v. hætt að vera svo "lítil" lengur þótt ég muni seint hætta að meðhöndla hana eins og litlu litlu systur mína sem ég vil að fái allt sem hún biður um, hvort sem hún þarf á því að halda eða ekki, og hvort sem það er hollt og gott fyrir hana eða ekki.
Núna held ég að líkaminn sé að nálgast það að vera búinn að skola seinustu eiturefnunum úr líkamanum eftir seinustu helgi. Hægðirnar eru góðar og nokkrir vinnudagar komu hausnum í lag.
Djammleysi um þessa helgi er kærkomið en djamm með Hauki um næstu helgi verður það líka!
Haukur, það tekur u.þ.b. 20-30 sekúndur að hlaupa nakinn í kringum bygginguna mína. Hef ekki tekið tímann á því á manneskju í klæðum.
Köben tók sig til í dag og hellti roki og rigningu yfir íbúa sína. Veðurspá vikunnar virðist benda til svipaðs ástands í a.m.k. nokkra daga fram í tímann ef marka má danska veðurfræðinga sem eru e.t.v. þeir verstu í heimi miðað við fyrirsjáanleika lægða sem koma úr mikilli fjarlægð úr Vestur-Atlantshafi! Af hverju þarf ég t.d. að fara á veðursíðu mbl.is til að fá upp hæða- og lægðakort af Evrópu og spá sjálfur fyrir um líkur á úrkomu næstu daga? Það eina sem Daninn býður upp á er heilalausa líkindafræði sem er jafnlíkleg til að vera röng og hún er að vera rétt!
Svo ég haldi áfram að tala eins og veðurfræðingur þá sýnist mér að hæðin sem heldur rigningarlægðunum frá Íslandi sé að beina rigningarlægðum yfir Danmörku. Íslendingar, viljið þið ekki aflýsa hæðinni ykkar svo ég fái 35 stiga hitann og heiðskýran himininn aftur til Köben?!
Sennilega er ástæðan fyrir rigningu í Köben samt einfaldari en eitthvað með hæðir og lægðir. Kannski er hún fjarveru tveggja stúlkna frá Köben að kenna. Megi þær snúa aftur hið fyrsta!
Ég er kominn með slitsár eftir of mikla hægrihandarvinnu upp á síðkastið.
Það að einhver telji mig "vita ótrúlega lítið og misskilja flest" kemur sem betur fer ekki í veg fyrir að ég tjái mig (að mínu mati). Ef svipað álit mitt á öðrum mundi halda öðrum frá því að tjá sig þá væri lítið að gerast í dægurmálaumræðunni!
Væri of gróft af mér að láta fólk skrifa undir samning þess efnis að ef því er boðið í partý heima hjá mér - og mætir - þá lofar það að biðja ekki um bann við reykingum í heimahúsum næsta virka dag, t.d. sökum reykingalyktar í fötum og hári?
Sveigjanleiki vinnustaðar míns er alveg ljómandi. Á morgun stefni ég til dæmis á nokkra tíma á vinnustaðnum í skiptum fyrir nokkra tíma utan hans á skrifstofutíma í vikunni. Sveigjanleiki á vinnustað verður seint metinn til fjár (þótt auðvitað sé hann það þegar allt kemur til alls). Það eina sem ég bið um frá þeim sem hyggjast nýta vinnustaðar-sveigjanleika minn er fyrirvari og smá heppni með tegund verkefna og fundaálags á vinnustað mínum.
Ég sendi persónulegt sendibréf með gamla góða póstinum í dag. Það var skrýtin nostalgíu-tilfinning sem blandaðist örlítilli óvissu um hvort bréfið nái í gegnum hið danska póstkerfi eða ekki. Sjáum hvað setur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Slit, ekki gott!
Takk fyrir færsluna og gjöfina :)
búin að vera soldið busy þessa helgina með Dana í heimsókn og læti.
Hlakka til að fá þig hingað í sófan til okkar !
Slít gróa.
Systa, ég vona að gesturinn fari sáttur heim og að þú verðir áfram litla litla systir mín þótt þú sért orðin 22ja!
Ég hlakka til sófans :)
Post a Comment