Fólk sem virðir ekki eignarréttinn fer alveg óstjórnlega í taugarnar á mér! Ég er ekki bara að tala um þá sem setja lög sem takmarka eignarréttinn heldur þá sem beinlínis stela (ólöglega) eigum og hlutum annarra!
Á seinustu 8 dögum hef ég nú orðið vitni að eða veit um eftirfarandi:
- Tösku rænt af félaga mínum meðan hann sat með mér og nokkrum öðrum á bekk í almenningsgarði (grunuð er konan sem var að safna flöskum enda ekki margt annað fólk á stjá í okkar umhverfi)
- Bankakortum og síma rænt úr tösku samstarfskonu minnar á vinnudjammi á föstudaginn á meðan hún skrapp í stutta stund frá og á meðan stór hópur okkar fólks sat á borðinu við hliðina (grunaðir eru þrír menn sem einhver þóttist hafa séð til í nágrenni okkar)
- Litla systir rænd af tösku sinni á Sólon "skítastað" á Íslandi
Sjálfur tek ég aldrei meira en bankakort, lykla og strætókort með þegar einhver hætta er á örlitlu rænu- eða athyglisleysi en það er ofsóknaræði sem ég óska engum að hafa.
Hvað er lögreglan að gera á meðan öll þess rán fara fram? Hún er að eltast við fólk með nokkur grömm af vímuefnum í vasanum, passa upp á að fólk kveiki sér ekki í sígarettu á vitlausum stöðum (nú, ásamt dyravörðum og barþjónum skemmtistaða), lesa blaðagreinar til að athuga hvort einhver sé að skrifa jákvætt um tóbaksneyslu, ráðast inn á vinnustaði til að lesa tölvupósta stjórnenda til að sjá hvort þeir séu að stunda samráð við aðra stjórnendur, athuga hvort fólk hafi beltin spennt, byrjar bráðum að reikna út hlutfall kynfæra í stjórnum fyrirtækja sem bjóða upp á þægileg skrifstofustörf, og svona má lengi telja.
Á sama tíma treystir fólk á lögregluna til að koma í veg fyrir þjófnaði og ofbeldisglæpi. Það traust má rýra með hverjum þeim ofbeldislausa "glæp" sem lögreglunni er sagt að hafa afskipti af.
Urgh og svei og þótt ég óski engum þess að taka upp ofsóknaræði mitt þá vona ég samt að flestir finni það með sjálfum sér að taka það upp!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
9 comments:
Það er rétt bróðir !
Fólk þarf ekkert að vera á þessum skemmtistöðum. Það hefur val um að vera einhvers staðar annars staðar, t.d. heima hjá sér.
Svo hættu að væla þetta.
Vanvirðing fyrir eignarréttindum er að breiðast út svo á það endar á því já, að maður hreiðri bara um sig heima hjá sér, setji upp stálhurð með sterkum lásum og búi sig undir lokaárás eignarréttar svívirðara sem vilja ræna hlutum manns og skipta sér af hegðun manns.
Hef að vísu tekið skref til að verja sjálfan mig en hver veit nema fleiri en ég verði ofsóknaróðir líka með tímanum.
Ég hef gert það sama þegar ég fer á djammið... Skil allt eftir sem ég þarf ekki... eins og lykla af vinnustað, bíllykla, strætókort, debet og kreditkort sem ég nota sjaldan.
Það er eiginlega bara fernt sem ég tek með. Bjór, húslyklar, eitt kreditkort og síminn.
Annars held ég að kenna megi öðru um en lögreglunni. Að fólk skuli stela frá öðrum er vanvirðing við annað fólk. Löggan breytir því viðhorfi tæpast.
Því fleiri ofbeldislausir glæpir sem eru settir á herðar gæslumanna og lögreglu, því fleiri ofbeldisglæpir og þjófnaðir munu fæðast. Því meiri pening sem er eytt í að eltast við saklaust fólk að skemmta sér og öðrum, því meira er ráðrúm þjófa og ofbeldismanna til að athafna sig í.
Annars er gott frá því að segja að taska systur skilaði sér með öllu nema myndavél og sígarettum. Húrra fyrir því!
Rosalega eru menn haseteraðir!
Minn helsti veikleiki á djamminu er að ég týni jökkunum mínum, maður ætti að kenna þjófóttu pakki um það en ekki eigin kæruleysi.....
Kenndu þjófum hiklaust um jakkahvörf, ég hef sjálfur lent í því, reyndar fyrir töluvert löngu síðan en þá einmitt hvarf jakkinn með öllu því sem ég hafði meðferðis. Geymdi síma, lykla, veski og allt draslið í honum og allt fannst eftir helgina hjá lögreglunni, þ.e.a.s. allt nema síminn. Þessir þjófóttu aular grípa allt sem þeir ná í og henda svo bara því frá sér sem þeim þykir verðlaust.
Ég týni oftast vitinu á djamminu.
Ég týni oft sjálfum mér á djamminu.
Post a Comment