Kaupmannahöfn er að kólna. Rigning og rok er orðið að rigningu og roki og kulda. Minnir óneitanlega á Ísland og ég kann ágætlega við það. Viðbjóðslegar flugur hætta að reyna komast inn, rakastigið fellur undir 90% og ég hætti að svitna við það eitt að standa kyrr.
Haustið ber líka fleira með sér. Daði flytur bráðlega út aftur. Uppáhaldshjónin mín verða í Köben yfir helgina. Einir tónleikar komnir á blað í nóvember. LÍN rukkar mig vitlaust en ætlar að leiðrétta það. Sommarfest í vinnunni á föstudaginn næsta. Hausthefti Þjóðmála dettur bráðum inn um lúguna (vonandi með einhverjum skrifum eftir mig). Árstíðarskipti að mínum smekk!
Hvað er svo að frétta af mér? Mjög lítið. Seinasta verksmiðjuvikan mín tekur við eftir helgi og eftir það tekur hefðbundin skrifstofuborðsvinna aftur. Ég er byrjaður að venjast því ágætlega að fara sofa fyrir kl 22 og vakna kl 5 á morgnana og vera kominn heim kl 19 eða þar um bil. Hin rútínan, að fara mjög seint að sofa og vakna eins seint og ég get og vera þreyttur allan daginn, er líka ágætt en e.t.v. verri fyrir skrokkinn.
Þeir sem eiga í erfiðleikum með að skilja hitt kynið ættu að horfa á Seinfeld í gríðarlegu óhófi.
Alltaf þegar ég sé pör tala saman, t.d. útí búð, þá þakka ég fyrir að vera ekki í sambandi. Minningar af öllu tagi hellast yfir mig. "Hvað eigum við að borða í kvöld?" er spurning sem hrjáir öll pör alla daga og krefst þess að málamiðlun sé náð. "Við borðum smá rúgbrauð þegar við komum heim og svo eldum við seinna í kvöld" var setning sem þurfti í raun og veru að segja í Netto um daginn. Aldrei, aldrei aftur!
Fólki sem vegnar vel í sósíalískum löndum ber ég miklu meiri virðingu fyrir en fólki sem vegnar vel í kapítalískum löndum. Ástæðan er sú að það er miklu erfiðara að vegna vel í sósíalísku landi, og krefst gríðarlegrar útsjónarsemi og jafnvel ósvífni og yfirgangs sem er engin þörf á í kapítalískum löndum þar sem stigann upp á við er mun auðveldara að klífa með einföldum dugnaði að vopni. Ríkir Frakkar og Danir eru sennilega mun útsjónarsamari og fjölhæfari en ríkir Bandaríkjamann (og Íslendingar, ef út í það er farið). Þannig fólk hlýt ég að virða mikils.
Ekki hefur tekist alltof vel að halda konudaginn hátíðlegan í dag. Hef bara náð að þvo og taka aðeins til. Skítt með það samt. Ég náði að sofa vel og græja nokkur mál og það er mikilvægara en ryklaus hilla þegar allt kemur til alls.
Mikið er skrýtið að mig langi ekki í áfengi núna. Vonandi læknast ég af þeirri skynvillu fljótlega!
Friday, August 31, 2007
Monday, August 27, 2007
Brandari dagsins (ekki fyrir teprur)
Fékk þetta upphaflega sent á dönsku, en ég þori ekki annað en þýða brandarann því annars á ég eitthvað svona á hættu!
Hvernig sést ef "perki" hefur laumast inn í himnaríki?
Nautinu, hrútnum, ljóninu og steingeitinni er búið að halel-slátra. Bogamanninn er búið að taka af lífi. Voginni er búið að stela. Meyjunni og tvíburunum er búið að nauðga og Karlvagninum vantar fjórar felgur!
Hvernig sést ef "perki" hefur laumast inn í himnaríki?
Nautinu, hrútnum, ljóninu og steingeitinni er búið að halel-slátra. Bogamanninn er búið að taka af lífi. Voginni er búið að stela. Meyjunni og tvíburunum er búið að nauðga og Karlvagninum vantar fjórar felgur!
Sátt sál í þreyttum skrokki
Ísland um helgina var hressandi ævintýri með stuttum aðdraganda. Tilgangurinn var vitaskuld sá að taka þátt í Ölympics og skemmti ég mér hið prýðilegasta þótt "daginn eftir"-lýsingar keppnis- og partýhaldara séu vægast sagt hrollvekjandi. Sem betur fer get ég útilokað mig sem ælupúka teitisins en minningar eru að öðru leyti mjög fáar og langt á milli.
Ragga og Önnu þakka ég fyrir að höndla óvinnandi verk eins og það hafi verið vinnanlegt.
Örvari þakka ég fyrir að hleypa mér inn á heimili sitt og bjóða sig fram í hlutverk bílstjóra. Fátt er betra en skotheldur vinur!
Daða þakka ég fyrir að gera helgi mína að Íslandi að veruleika með útsjónarsemi og hvetjandi orðum og aðgerðum!
Góðum gestum/klappstýrum þakka ég fyrir viðlitið á keppni laugardagsins. Í þeim hópi eru meðal annars Fjóla, mamma og litli bróðir og litla systir var að sjálfsögðu meðal keppenda. Lítið ættarmót í gangi þar! Arnari þakka ég hreinlega fyrir að vera hann sjálfur, alltaf!
Ég er með stíflað nef og líkaminn er ekki alveg kominn í gegnum afeitrun eftir alveg óbærilega mikla áfengisneyslu um helgina þar sem þynnku var mætt með bjór. Áfengi mun ekki snerta mínar varir aftur (innan næstu 48 tíma)!
Svei mér þá ef næsta helgi lítur ekki ágætlega út líka.
Núna eru öll skrifborð í kringum mig tæmd af fólki. Þreytan er að segja mér að drulla mér heim en ég hlýt nú að þrauka í klukkutíma í viðbót eins og kveðið er á um í verksmiðju-vinnu-skipulaginu.
LÍN er með stæla núna. Note to self: Ekki treysta á pappírspóstinn þegar mikið liggur við!
Nú er það síðasti labbitúr dagsins um verksmiðjuna og gláp á útskipun á stærsta verkefni vinnuveitanda míns nokkru sinni. Mjög margir verða mjög glaðir þegar því er lokið!
Ragga og Önnu þakka ég fyrir að höndla óvinnandi verk eins og það hafi verið vinnanlegt.
Örvari þakka ég fyrir að hleypa mér inn á heimili sitt og bjóða sig fram í hlutverk bílstjóra. Fátt er betra en skotheldur vinur!
Daða þakka ég fyrir að gera helgi mína að Íslandi að veruleika með útsjónarsemi og hvetjandi orðum og aðgerðum!
Góðum gestum/klappstýrum þakka ég fyrir viðlitið á keppni laugardagsins. Í þeim hópi eru meðal annars Fjóla, mamma og litli bróðir og litla systir var að sjálfsögðu meðal keppenda. Lítið ættarmót í gangi þar! Arnari þakka ég hreinlega fyrir að vera hann sjálfur, alltaf!
Ég er með stíflað nef og líkaminn er ekki alveg kominn í gegnum afeitrun eftir alveg óbærilega mikla áfengisneyslu um helgina þar sem þynnku var mætt með bjór. Áfengi mun ekki snerta mínar varir aftur (innan næstu 48 tíma)!
Svei mér þá ef næsta helgi lítur ekki ágætlega út líka.
Núna eru öll skrifborð í kringum mig tæmd af fólki. Þreytan er að segja mér að drulla mér heim en ég hlýt nú að þrauka í klukkutíma í viðbót eins og kveðið er á um í verksmiðju-vinnu-skipulaginu.
LÍN er með stæla núna. Note to self: Ekki treysta á pappírspóstinn þegar mikið liggur við!
Nú er það síðasti labbitúr dagsins um verksmiðjuna og gláp á útskipun á stærsta verkefni vinnuveitanda míns nokkru sinni. Mjög margir verða mjög glaðir þegar því er lokið!
Wednesday, August 22, 2007
Úfffffffffffffff
Mánudags- til miðvikudagssólarhringarnir mínir um þessar mundir eru alveg að fara með skrokkinn á mér. Í háttinn fyrir klukkan 22 og á fætur fyrir kl 5:30 og klukkutíma akstur í byrjun og lok vinnudags. Úff. Þetta hefst samt allt saman. Núna eru tvær vikur af fjórum á þessu prógrammi að baki og eftir það tekur hið gamla góða við - þynnka og/eða þreyta í 8-12 tíma á dag, sitjandi á rassgatinu á skrifstofustól.
Ekkert jafnast á við smávegis smurolíu og skít á puttana og vélar sem snúa fjórum 8 tonna járnvírsspólum 30 sinnum á mínútu. Það er lexía seinustu tveggja vikna. Sjáum hvað setur með næstu tvær.
Helgin nálgast óðfluga og hún verður gríðarlega hressandi! Þá er ekki of mikið sagt, geri ég ráð fyrir.
Ætli heimferð sé ekki góð hugmynd núna. Já, alveg rosalega. Yfir og út!
Saturday, August 18, 2007
Tuesday, August 14, 2007
Veinað frá verksmiðjunni
Þá er annar vinnudagur af þremur í þessari viku senn á enda. Ég er dauðþreyttur! Það tekur svolítið á að byrja daginn á klukkutíma akstri (kl 5:45), vera svo "on" í 10 tíma, og keyra svo aftur í klukkutíma. Ég er bara ekki sterkbyggðari en svo að þriggja daga verksmiðjuvinnuvikur eru alveg mátulega langar!
Já og svo París í tvo daga á eftir, en vonandi er það aðeins auðveldara verkefni!
Á morgun taka í gildi dönsk lög sem flytja yfirráðarétt húseigenda í Danmörku frá húseigendum til ríkisvaldsins. Reykingar verða nú bannaðar í því húsnæði sem ríkisvaldið sendir eftirlitssveitir sínar til. Ég orða bannið nákvæmlega svona því í verksmiðju míns atvinnuveitanda verður áfram reykt, þótt ég viti ekki alveg nákvæmlega hvernig því lögbroti verður hagað. Spennandi að sjá hvað setur!¨
"Þegar þeir ofsóttur mig, þá var enginn eftir til að segja neitt." (#)
- Feiti reykingafasisti nútímans sem bráðum verður skikkaður í ríkisrekna líkamsrækt
Rétt í þessu rauk seinasta dagsverkið frá mér og ekki annað að gera en heilsa mjög vel fúnkerandi hraðbrautarumferð Dana! (Já, þetta var ókaldhæðið hrós á einhverju dönsku því dönsk hraðbrautarumferð gengur eins og í sögu þegar það eru ekki alltof margir Danir í henni.)
Já og svo París í tvo daga á eftir, en vonandi er það aðeins auðveldara verkefni!
Á morgun taka í gildi dönsk lög sem flytja yfirráðarétt húseigenda í Danmörku frá húseigendum til ríkisvaldsins. Reykingar verða nú bannaðar í því húsnæði sem ríkisvaldið sendir eftirlitssveitir sínar til. Ég orða bannið nákvæmlega svona því í verksmiðju míns atvinnuveitanda verður áfram reykt, þótt ég viti ekki alveg nákvæmlega hvernig því lögbroti verður hagað. Spennandi að sjá hvað setur!¨
"Þegar þeir ofsóttur mig, þá var enginn eftir til að segja neitt." (#)
- Feiti reykingafasisti nútímans sem bráðum verður skikkaður í ríkisrekna líkamsrækt
Rétt í þessu rauk seinasta dagsverkið frá mér og ekki annað að gera en heilsa mjög vel fúnkerandi hraðbrautarumferð Dana! (Já, þetta var ókaldhæðið hrós á einhverju dönsku því dönsk hraðbrautarumferð gengur eins og í sögu þegar það eru ekki alltof margir Danir í henni.)
Thursday, August 09, 2007
Undarleg vika
Þessi vika er búin að vera fjölbreytt og að mörgu leyti undarleg. Heimsókn á mánudegi, bjórsötur, sól og vottur af þynnku og því að mæta aðeins of seint í vinnuna var ljómandi byrjun. Brennandi steikjandi heit sól og gríðarlegur raki í loftinu, auk vinsælda íbúðar minnar hjá stingandi kvikindum á nóttunni - allt hefur þetta haldið mér sæmilega svefnlausum og ekki alltof virkum það sem af er vikunnar.
Vinnan er líka í sérstökum gír. Ég þarf helst að vera búinn með stóran hluta af pappírsvinnuverkefnum mínum (skýrslur og annað eins) áður en mínar fjórar vinnuvikur í verksmiðjunni byrja á mánudaginn. Pappírsvinnan samanstendur aðallega af uppfærslum og því að svara athugasemdum viðskiptavinna og því hvorki mjög krefjandi né spennandi. Þarf samt að ljúka af og loka.
Til að kóróna allt þá kom það í ljós í dag að ég er EKKI á leið til Parísar á mánudaginn þrátt fyrir allt. Frakkarnir voru ekki tilbúnir fyrir áætlaðan fund og voru ekkert að hafa alltof hátt um það fyrr en í dag. Nú er alveg óvíst um hvort það er ég sem verð sendur af stað eða einhver annar. "Fleksibel arbejdsdag" hefur aldrei átt betur við!
Svefnleysi og óörvandi verkefni, steikjandi sól og stingandi kvikindi, og fundur í Frakklandi sem fellur niður. Sérstök vika.
Á móti kemur að ég hlakka mikið til næstu vinnuviku. Húrra fyrir verksmiðjunni!
Mig vantar öflugri vekjaraklukku - helst einhverja sem rafmagnsljóstrar mann á fætur! Hvar fæst svoleiðis?
Alltaf gaman að lesa um Ísland í erlendum blöðum. Alveg sérstaklega gaman þegar skrifin fjalla um hvað Danir eru ömurlegir miðað við Íslendinga! "... Island slår ... Danmark."
Eftirfarandi er alveg dæmigerð dansk-enska (denska?): "As there has not been performed a [...] at this stage ..." Rétt orðaröð sem lætur útsent efni líta fagmannlega út, það er bara pjatt!
Núna þarf tölvudeildin að gera eitthvað við netþjónana svo ég neyðist einfaldlega til að hætta vinnu í dag. Ójæja, yfir og út!
Uppfært: Ég er á leið til Parísar eftir allt saman, bara á fimmtudag-föstudag næstu viku í stað upphaflega áætlaðs mánudags-þriðjudags. Ljóóóómandi.
Vinnan er líka í sérstökum gír. Ég þarf helst að vera búinn með stóran hluta af pappírsvinnuverkefnum mínum (skýrslur og annað eins) áður en mínar fjórar vinnuvikur í verksmiðjunni byrja á mánudaginn. Pappírsvinnan samanstendur aðallega af uppfærslum og því að svara athugasemdum viðskiptavinna og því hvorki mjög krefjandi né spennandi. Þarf samt að ljúka af og loka.
Til að kóróna allt þá kom það í ljós í dag að ég er EKKI á leið til Parísar á mánudaginn þrátt fyrir allt. Frakkarnir voru ekki tilbúnir fyrir áætlaðan fund og voru ekkert að hafa alltof hátt um það fyrr en í dag. Nú er alveg óvíst um hvort það er ég sem verð sendur af stað eða einhver annar. "Fleksibel arbejdsdag" hefur aldrei átt betur við!
Svefnleysi og óörvandi verkefni, steikjandi sól og stingandi kvikindi, og fundur í Frakklandi sem fellur niður. Sérstök vika.
Á móti kemur að ég hlakka mikið til næstu vinnuviku. Húrra fyrir verksmiðjunni!
Mig vantar öflugri vekjaraklukku - helst einhverja sem rafmagnsljóstrar mann á fætur! Hvar fæst svoleiðis?
Alltaf gaman að lesa um Ísland í erlendum blöðum. Alveg sérstaklega gaman þegar skrifin fjalla um hvað Danir eru ömurlegir miðað við Íslendinga! "... Island slår ... Danmark."
Eftirfarandi er alveg dæmigerð dansk-enska (denska?): "As there has not been performed a [...] at this stage ..." Rétt orðaröð sem lætur útsent efni líta fagmannlega út, það er bara pjatt!
Núna þarf tölvudeildin að gera eitthvað við netþjónana svo ég neyðist einfaldlega til að hætta vinnu í dag. Ójæja, yfir og út!
Uppfært: Ég er á leið til Parísar eftir allt saman, bara á fimmtudag-föstudag næstu viku í stað upphaflega áætlaðs mánudags-þriðjudags. Ljóóóómandi.
Monday, August 06, 2007
Hasar!
Í dag er einn af þessum vinnudögum sem virkilega skipta máli. Svo mikið er alveg víst.
Mánudagur (og þriðjudagur) eftir viku verður annar af sama tagi. Þá verð ég í París á fundi með fólki frá hinu yfirleitt ágæta fyrirtæki Acergy. Vonandi að Frakkar haldi sig frá verkfalli og skýin haldi sig fjarri á meðan ég er í höfuðstað hins vestur-evrópska sósíalisma!
Í næstu viku hefst líka minn "túr" í verksmiðjunni okkar góðu og varir í fjórar vikur. Ég hlakka mikið til!
Öll verkfræði sem tengist "offshore" er sennilega einn stærsti vaxtarbroddur verkfræðigeirans þessi misserin. Hvergi er hægt að fá fólk með réttan bakgrunn fyrir "offshore" - ekki einu sinni í Frakklandi. Kannski er þetta aðeins of nördað fag til að draga nægilega marga að sér, en ekki er það leiðinlegt!
Þarna kláraðist enn ein reiknilykkjan og vissara að halda sér við efnið. Yfir og út!
Mánudagur (og þriðjudagur) eftir viku verður annar af sama tagi. Þá verð ég í París á fundi með fólki frá hinu yfirleitt ágæta fyrirtæki Acergy. Vonandi að Frakkar haldi sig frá verkfalli og skýin haldi sig fjarri á meðan ég er í höfuðstað hins vestur-evrópska sósíalisma!
Í næstu viku hefst líka minn "túr" í verksmiðjunni okkar góðu og varir í fjórar vikur. Ég hlakka mikið til!
Öll verkfræði sem tengist "offshore" er sennilega einn stærsti vaxtarbroddur verkfræðigeirans þessi misserin. Hvergi er hægt að fá fólk með réttan bakgrunn fyrir "offshore" - ekki einu sinni í Frakklandi. Kannski er þetta aðeins of nördað fag til að draga nægilega marga að sér, en ekki er það leiðinlegt!
Þarna kláraðist enn ein reiknilykkjan og vissara að halda sér við efnið. Yfir og út!
Sunday, August 05, 2007
Sunnudagshugvekjan
Skattayfirvöld eru staðráðin í að setja sjoppuna "mína" á hausinn. Mikið rosalega verð ég fúll ef það tekst. Það eru bara svo og svo mörg skipti sem skattayfirvöld geta gert lager upptækan (af því það vantaði límmiða á það sem var ekki komið upp í hillur) áður en rekstur fer á hausinn.
Ég fékk a.m.k. 7-8 flugnabit á bakið í nótt (opnar svalarhurðir og sofa á maganum er ekki frábær blanda). Anti-histamín eru að gera góða hluti. Hins vegar eru stórar bungur búnar að myndast á hverju einasta biti, og það er frekar óþægilegt. Gvuð blessi sogæðakerfið, sem nú er komið á fullt.
Fallegasta (og skemmtilegasta) veðurfréttakona Íslands þekkir mig. Húrra!
Reykingabannið... (texti fluttur hingað eftir örlitla umhugsun)
Seinfeld er hugmyndafræði sem ég get alveg mælt með!
Ég fékk a.m.k. 7-8 flugnabit á bakið í nótt (opnar svalarhurðir og sofa á maganum er ekki frábær blanda). Anti-histamín eru að gera góða hluti. Hins vegar eru stórar bungur búnar að myndast á hverju einasta biti, og það er frekar óþægilegt. Gvuð blessi sogæðakerfið, sem nú er komið á fullt.
Fallegasta (og skemmtilegasta) veðurfréttakona Íslands þekkir mig. Húrra!
Reykingabannið... (texti fluttur hingað eftir örlitla umhugsun)
Seinfeld er hugmyndafræði sem ég get alveg mælt með!
Wednesday, August 01, 2007
Rólegur fjörleiki
Seinustu dagar hafa verið í rólegri (óölvaðri) kantinum og það er hið besta mál. Nokkuð vel var tekið á því á vinnudjamminu á föstudaginn, og alveg hreint ljómandi laugardagur tók við með rölti út um allan bæ, kaffi- og ölsötri og flótta undan stöku rigningarsturtum. Óskadagur þunna mannsins. Ekki versnaði það um kvöldið með hitting með Daða og frú, víni, ostum og dýrum bjórum, auk hinna þyrstu Vanløse-bræðra.
Ég lærði það kvöld af yngri Vanløse-bróðurnum að ef maður svo mikið sem nefnir eitthvað sem maður hefur gert - gott eða slæmt, samviskulaust eða með samviskubiti - þá er það að "taka kredit fyrir". Athyglisverð nálgun svo ekki sé meira sagt.
Allt þetta þýddi vitaskuld að ég svaf til kl 18 á sunnudaginn, svaf 2 tíma nóttina eftir og var frekar þungur í vinnunni á mánudaginn og raunar í gær líka. Í dag var skrokkurinn hinsvegar í toppformi sem skilaði sér í 12 tíma vinnudegi, en ég hef ekki átt slíkan síðan á vormánuðum. Ekki veitti heldur af þegar hálft fyrirtækið og rúmlega það er í sumarfríi og verksmiðjan að keyra sem aldrei fyrr, auk margra verkefna. "Brandslukning" er þema vinnunnar um þessar mundir og það er hið besta mál.
Ein skemmtilegustu, ef ekki og nokkuð örugglega þau allraskemmtilegustu, hjón sem ég þekki hafa boðað komu sína til Köben í september. Skjalfest fagnaðarefni hér með.
Í gærkvöldi sá ég fótboltaleik með berum augum í fyrsta skipti í örugglega meira en áratug. Vanløse-bræður og Óli voru félagsskapurinn og leikurinn var vináttulandsleikur Brøndby og Chealse. Þetta var alveg prýðileg skemmtun, og um að gera að nýta tækifærið á meðan það er enn leyft að reykja og drekka undir berum himni í fótboltastúku og horfa á fulla Dani öskra úr sér lungun handan vallarins.
Einhver óformleg plön voru nefnd í gærkvöldi um að halda Ölympíuleika í Danmörku ÞÓTT það yrði án guðfaðirs leikanna, Hauks. Við sjáum til með hvernig það þróast, en að drekka og sprikla utandyra er alltaf góð hugmynd segi ég!
Nú þegar hafa ég og Óli ákveðið að skella okkur til Englands í vetur og heimsækja hinn mikla snilling Gauta. Alveg gríðarlega gott plan segi ég, og plan sem verður mjög ólíklega látið fjara út í tímanna rás. Ég meina, hversu oft fær hálf-giftur maður eins og Óli tækifæri til að skreppa í fyllerísferð til útlanda? Þótt það væri ekki af annarri ástæðu held ég að skreppingurinn sé algjört möst!
Sólin hefur boðað komu sína til Danmerkur um helgina með heiðskýran himinn og steikjandi hita. Svalirnar verða rýmdar af tómum áfengisílátum, og náttborðslesningin flutt út í sólina.
Daði, ég held að danskur fréttaflutningur sé jafnvel enn mótsagnakenndari en sá hjá Fox-fréttastofunni í Bandaríkjunum (eins og þú lýstir honum). Dæmisagan sem þú sagðir mér getur endurtekist daglega eftir lestur hvers einasta dagblaðs Danmerkur, daglega! Ég skal reyna vera meðvitaður um þetta fljótlega og vísa í góð dæmi.
Atlas Shrugged (varúð! spoiler!) hefur nú heilaþvegið enn eina sálina (mín er það fyrir löngu). Ljómandi gott að fá slíkt staðfest skriflega frá hinni heilaþvegnu. Ég vona bara að áhrifin endist!
Eins og sést á skrifunum í þessari færslu þá er ekkert sérstakt að "frétta" hjá mér. "Engar fréttir eru góðar fréttir" eru svo sannarlega viðeigandi orðatiltæki fyrir mig!
Ég lærði það kvöld af yngri Vanløse-bróðurnum að ef maður svo mikið sem nefnir eitthvað sem maður hefur gert - gott eða slæmt, samviskulaust eða með samviskubiti - þá er það að "taka kredit fyrir". Athyglisverð nálgun svo ekki sé meira sagt.
Allt þetta þýddi vitaskuld að ég svaf til kl 18 á sunnudaginn, svaf 2 tíma nóttina eftir og var frekar þungur í vinnunni á mánudaginn og raunar í gær líka. Í dag var skrokkurinn hinsvegar í toppformi sem skilaði sér í 12 tíma vinnudegi, en ég hef ekki átt slíkan síðan á vormánuðum. Ekki veitti heldur af þegar hálft fyrirtækið og rúmlega það er í sumarfríi og verksmiðjan að keyra sem aldrei fyrr, auk margra verkefna. "Brandslukning" er þema vinnunnar um þessar mundir og það er hið besta mál.
Ein skemmtilegustu, ef ekki og nokkuð örugglega þau allraskemmtilegustu, hjón sem ég þekki hafa boðað komu sína til Köben í september. Skjalfest fagnaðarefni hér með.
Í gærkvöldi sá ég fótboltaleik með berum augum í fyrsta skipti í örugglega meira en áratug. Vanløse-bræður og Óli voru félagsskapurinn og leikurinn var vináttulandsleikur Brøndby og Chealse. Þetta var alveg prýðileg skemmtun, og um að gera að nýta tækifærið á meðan það er enn leyft að reykja og drekka undir berum himni í fótboltastúku og horfa á fulla Dani öskra úr sér lungun handan vallarins.
Einhver óformleg plön voru nefnd í gærkvöldi um að halda Ölympíuleika í Danmörku ÞÓTT það yrði án guðfaðirs leikanna, Hauks. Við sjáum til með hvernig það þróast, en að drekka og sprikla utandyra er alltaf góð hugmynd segi ég!
Nú þegar hafa ég og Óli ákveðið að skella okkur til Englands í vetur og heimsækja hinn mikla snilling Gauta. Alveg gríðarlega gott plan segi ég, og plan sem verður mjög ólíklega látið fjara út í tímanna rás. Ég meina, hversu oft fær hálf-giftur maður eins og Óli tækifæri til að skreppa í fyllerísferð til útlanda? Þótt það væri ekki af annarri ástæðu held ég að skreppingurinn sé algjört möst!
Sólin hefur boðað komu sína til Danmerkur um helgina með heiðskýran himinn og steikjandi hita. Svalirnar verða rýmdar af tómum áfengisílátum, og náttborðslesningin flutt út í sólina.
Daði, ég held að danskur fréttaflutningur sé jafnvel enn mótsagnakenndari en sá hjá Fox-fréttastofunni í Bandaríkjunum (eins og þú lýstir honum). Dæmisagan sem þú sagðir mér getur endurtekist daglega eftir lestur hvers einasta dagblaðs Danmerkur, daglega! Ég skal reyna vera meðvitaður um þetta fljótlega og vísa í góð dæmi.
Atlas Shrugged (varúð! spoiler!) hefur nú heilaþvegið enn eina sálina (mín er það fyrir löngu). Ljómandi gott að fá slíkt staðfest skriflega frá hinni heilaþvegnu. Ég vona bara að áhrifin endist!
Eins og sést á skrifunum í þessari færslu þá er ekkert sérstakt að "frétta" hjá mér. "Engar fréttir eru góðar fréttir" eru svo sannarlega viðeigandi orðatiltæki fyrir mig!
Plögg
Næstu tvær vikur býðst öllum þeim sem panta bækur úr Bóksölu Andríkis eins árs ókeypis kynningaráskrift að hinu ómissandi tímariti, Þjóðmálum.
Sem áskrifandi tímaritsins get ég bara mælt með bókakaupum á bóksölunni!
Annars er það helst í fréttum að ég gæti hugleitt að hugsanlega henda inn örlítið persónulegri færslu inn á þessa síðu í mjög náinni framtíð.
Sem áskrifandi tímaritsins get ég bara mælt með bókakaupum á bóksölunni!
Annars er það helst í fréttum að ég gæti hugleitt að hugsanlega henda inn örlítið persónulegri færslu inn á þessa síðu í mjög náinni framtíð.
Subscribe to:
Posts (Atom)