Thursday, October 11, 2007

Alltof langt jólafrí staðfest

Ísland 11. des. til 30. des. er hér með ákveðið sem alltof löng dvöl mín á Íslandi yfir jólin í ár. Hér með gjört heyrinkunnugt.

Þeir sem vilja lána mér bíl á þessu tímabili eða útvega mér svarta vinnu sem jólasveinn í verslunarmiðstöð mega gjarnan láta í sér heyra. Tilboðum um ölvun og ósóma tek ég vitaskuld við með glöðu geði.

Tilkynningu lokið.

6 comments:

Jói Ben said...

Ég get reddað þér vinnu sem jólasveinn.

Anonymous said...

Ég get reddað þér ósóma og ölvun - já og bíl af og til (þá daga sem ég er á vöktunum).

Geir said...

Jói, svart?
Fjóla, ljómandi!

katrín.is said...

hrmf ég get ekki boðið þér neitt af þessu sem þú biður um!
en mig langar samt að hitta þig..

-Hawk- said...

Algjör snilld að ná djammi með þér á Íslandi áður en ég fer út til DK. Svo verður eitthvað brallað á gamlárs í Köben...

Geir said...

Katrín, þú þarft bara að bjóða upp á þitt bræðandi bros!
Haukur, ekki minnast á mig, þig og Daða á gamlárs í Köben - ég fæ hnút í magann af tilhlökkun og það er enn of snemmt!!!