Sunday, October 07, 2007

Sólríkur á sunnudegi

Þá er internetið hérna heima tilbúið að hleypa mér að sér aftur. Netleysið er búið að valda því að ég hef farið snemma að sofa og vakna snemma marga daga í röð, og svo kom helgi og Hersteinn og síðan þá hefur áfengið fengið að fljóta í stríðum straumum í félagsskap Palla og Svein og annarra sem laðast að okkar fallegu og heillandi persónum.

Veikindi hafa verið hunsuð í nokkra daga núna. Létt aðsvifstilfinning, aumur háls, vondur hósti og stingur í bringunni er sennilega eitthvað sem ég þarf að fara losa við mig bráðum.

Núna þarf ég að leggjast niður. Later, folks!

2 comments:

Anonymous said...

Uss verður að ná heilsu áður en kem í borgina á fimmtudaginn. Hlakka til að sjá þig.

Geir said...

Að heilsu er stefnt!