Monday, May 30, 2005

Póstberi: Done

Þá er póstberaferli mínum hér með lokið (þ.e. ef ég verð ekki rekinn úr nýju vinnunni fljótlega). Hann hafði sína kosti og galla. Ég mundi hiklaust mæla með því að Íslendingurinn sem ætlar að koma sér fyrir í Danmörku til lengri eða skemmri tíma skelli sér beint í viðtal hjá póstinum. Vinnan borgar sæmilega miðað við margt annað og býður upp á ágætt svigrúm til að leita að annarri vinnu, t.d. því það er tiltölulega auðvelt að flytja vinnudaga til og frá. Vinnan er líka prýðileg æfing fyrir nýútskrifaðan og feitan námsmannaskrokk, og tungumálið lærist tvímælalaust ef viljinn og áhuginn er fyrir hendi.

Annars var ég leystur út með þremur vínflöskum. Mikið var það ágætt.

Helgin? Star Wars og Daði og vírus eru helstu minningarnar.

Ég fann hinn ágæta drykk Red Bull í 'grønhandler' í götunni minni. Drykkurinn er vitaskuld ólöglegur í Danmörku. Verðið var það sama og í ferjunni á milli Danmerkur og Þýskalands (12 DKK). Hressandi.

NKT Flexibles á miðvikudaginn. Já takk.

Pólitík dagsins:
Múrinn kemur Maó til bjargar eins og honum er einum lagið. Múrinn segir: Churchill og Maó voru báðir vondir því fólk dó undir stjórn beggja. Frábært.

Friday, May 27, 2005

Dj.. er heitt!

Hitinn úti er við að verða óbærilegur. Mikið verður gott að fara á djammið í stuttermabol.

Næstsíðasti póstvinnudagurinn í dag. Af hverju ekki þriðji síðasti því ég byrja ekki nýju vinnuna fyrr en á miðvikudaginn í næstu viku? Af því yfirmaðurinn vildi losna við mig degi fyrr (eða að ég átti inni frídag á launum sem pósturinn tímir ekki að greiða mér sem yfirvinnutíma).

Hróaskelda, kannski Slipknot, kannski System of a Down, hjólakaup, endurfjármögnun lána og flutningur þeirra milli landa, hugsanleg Íslandsför, húsnæðisskipti, vinnuskipti. Júnímánuður verður hressandi svo ekki sé meira sagt.

Pólitíkin tekur nú við og endist út færsluna. Þeir sem kæra sig ekki um slíkt mega byrja sinna öðru í lífinu:
Höndin uppfærð í boði breskra lækna. Gaman.

Monday, May 23, 2005

Tvískipt færsla

Þessi færsla verður tilraun með uppsetningu. Hún er skipt í tvo hluta - þann pólitíska og þann ópólitíska. Ef þessi breyting mælist vel fyrir er hugsanlegt að ég nenni að endurtaka hana - kannski!

Ópólitíski hlutinn:
Eiturhressandi partý á laugardaginn sem skildi eftir sig hálfgerða veikindaþynnku í gær og jafnvel í dag. Vonandi að gestgjafinn jafni sig eftir að ég setti (óvart) málningu á ferðavél hennar og hellti Jägermeister ofan í partýóða danska gesti hennar, m.a. með hjálp mjög ágætra reglna (auk viðbótarreglna).

Ellen, ef þú lest þetta - hentu svörtu bjórdósunum sem ég kom með. Smyglað áfengi frá Nørrebro er verðlaust í danska endurvinnslukerfinu.

Í dag er næstsíðasti mánudagur minn sem póstberi. Á morgun er síðasti þriðjudagur póstberaferils míns. Á miðvikudaginn í næstu viku verð ég kominn í skrifstofuvinnu verkfræðigeirans. Gott.

Bráðum þarf ég að fara huga að húsnæðisleit. Er það íbúð eða herbergi? Stúdíóíbúð hljómar vel í bili. Hvað með að flytja inn í kollektiv? Verst að ég hef ekki hugmynd um hvað ég mun fá útborgað í nýju vinnunni þótt ég viti nákvæmlega hvað ég er með í grunnlaun. Fljótt á litið og við frumstæðan útreikning: 2000 DKK meira útborgað sem verkfræðingur en sem póstberi. Átsj.

Pólitíski hlutinn:
Ósýnilega höndin er í boði mín í dag. Húrra.

Í kvöld er stefnt á hressandi "rökræðu"fund hjá SFU (Socialistisk Folkepartis Ungdom) sem ber yfirskriftina "Kyoto - hvað svo?". Vonin stendur til að fyllast af heilaþvætti úr sorptunnu sósíalista og taka samviskusamlega niður punkta sem síðar verða notaðir til að ráðast gegn vinstrimennsku á forsendum vinstrimennskunnar. Ég fékk svo mikið efni á síðasta sósíalistafundi sem ég fór á að ég veit ekki hvar ég á að byrja skrifa!

Pólitísk vika heldur svo áfram á morgun með fundi með frjálshyggjumönnum sem eru að stofna sinn eigin flokk í landi Bauna, og á miðvikudaginn er "einkakennsla" í samfélagsfræði, heimspeki og stjórnmálum (þar sem ég kenni vel á minnst). Nú vantar bara eitthvað á fimmtudaginn. Hjálp?

Friday, May 20, 2005

Nei, ekki helgi enn

Á morgun er síðasti vinnulaugardagur póstberaferils míns. Mikið verður gott að vera laus við hann. Mikið finnst mér einnar-daga-helgar vera stuttar miðað við þær tveggja daga, jafnvel meira en helmingi styttri.

Viðvörun: Næsta efnisgrein fjallar um stjórnmál. Óáhugasamir ættu að stökkva yfir hana og vinda sér í næstu efnisgrein á eftir:
Viltu lesa um alþjóðavæðingu? Smelltu þá hér og finndu færsluna "Erfið mótsögn".

Í gær gerðist ég óboðinn gestur á málfundi nokkura furðufugla í Danmörku með margar mjög skringilegar skoðanir. Greinaskrifainnblásturinn hefur sjaldan fengið jafnmikinn meðbyr!

Hressandi frétt um athyglisverða síðu. Hvað ætli mundi gerast ef Baugur opnaði vefsíðu sem gæti hjálpað fólki að rata um verslanir Bónuss og Hagkaupa? Myndi fólk ekki segja að Baugur ætti frekar að einbeita sér að því að einfalda uppbyggingu verslananna í stað þess að halda þeim í flóknu og óskiljanlegu ástandi og opna vefsíðu? Eingöngu ríkið kemst upp með svoleiðis nokkuð.

Þetta flókna skattkerfi Dana (sem þó er sýnt töluvert einfaldað) veldur því að enginn talar um laun sín, heldur alltaf um útborguð laun. Orðið 'løn' er næstum ekki til eitt og sér! Einungis í sambandinu 'løn udbetalt'. Enginn veit samhengið milli launa skv. launasamningi og launa við útborgun.

Ísland datt út og væmnissull Dananna kemst áfram. Jæja það var þó a.m.k. annað landið sem komst áfram. Á morgun er stefnt á ölvun á fyrrum tímabundnu umdeilingarsvæði mínu hjá póstinum.

Tuesday, May 17, 2005

Stuðið

Fjörið heldur áfram í Nørrebro. Nágranninn er ekki fyrr fluttur út vegna innbrota og skemmdarverka og sá nýi ekki fyrr fluttur inn þegar stofugluggi er brotinn og innbrotstilraun verið gerð gegnum svefnherbergið. Ég held að íbúðin við hliðina á minni sé undir álögum. Að þessu leyti verður alveg þrælfínt að flytja af jarðhæð í lok júní og finna sér eitthvað aðeins hærra uppi.

Sjálfselskan í mér þvingar mig til að vísa á lesefni eftir mig. Gaman.

Evróvisjón um næstu helgi veit á áfengi, glens og glaum. Hvenær kemur partýboðið?

Star Wars verður frumsýnd í Danmörku á fimmtudaginn og sögur herma að langar raðir Dana hafi þegar útrýmt öllum miðum á allar frumsýningar um óþekkt langa tíð. Kannski það muni samt ganga að kíkja á ræmuna fyrir mánaðarlok.

Talandi um að skella sér á eitthvað - eiturhressandi tónleikar nálgast nú óðfluga! Nei ég er ekki að tala um þessa hér heldur Slipknot, Papa Roach & Helmet þann 14. júní og ætli ég finni það í mér að koma mér á þá? Djöfulsins tónleikaleti búin að vera á mér í vetur. Svei'attan.

Á morgun eru nákvæmlega 2 vikur í miðvikudaginn 1. júní 2005 þegar ég mæti ferskur til leiks í nýja vinnu. Ég hlakka til.

Friday, May 13, 2005

Økonomi?

Nú velti ég því fyrir mér að taka eins og einn kúrs í hagfræði næsta haust. Hvernig hljómar það? Spurning bara hvaða kúrs ég ætti að velja.

Kannski eitthvað svínarí verði á dagskránni í kvöld en að minnsta kosti er stefnt á það á morgun. Ójá. Íslenskt brennivín nú til sölu í Netto - 70 cl, 38% styrkleiki, 59 DKK. Kannski ég grípi eina flösku á eftir.

Til umhugsunar:
"Reglur um opið bókhald gagnast þeim einum sem vilja minnka getu stjórnmálaflokka til að standa á eigin fótum, óháða hagsmunahópum, fjölmiðlum og stórfyrirtækjum. ... Því veikari sem flokkarnir eru, því fremur verða þeir að treysta hagsmunahópum og fjölmiðlum. Meðal annars vegna þessarar löngunar mun þessari baráttu haldið áfram. " (#)

Nú þarf ég að lesa mér aðeins til um Hobbes, Popper og fleiri góða menn því ég fann fórnarlamb í uppfræðslu í stjórnmálum. Húrra fyrir því.

Thursday, May 12, 2005

Breytingar

Þá hefur íbúðinni á Åboulevard meira og minna verið sagt upp og hún verður laus frá 1. júlí ef einhver hefur áhuga. Þetta eru svolitlar fréttir í sjálfu sér því líklega munum við Sanne ekki búa saman eftir að við flytjum út úr íbúðinni. Hugsunin er sú að búa í sitthvoru lagi án þess að breyta til hvað annað varðar milli okkar. Þetta hefur legið í loftinu í þónokkurn tíma núna en svo sem óþarfi að gera of mikið úr því.

Hróaskelduspurningin leitar á mig sem aldrei fyrr. Stefnan er að mæta galvaskur á föstudagssíðdegi og vera fram á sunnudag. Meira er ekki ákveðið. Á ég að taka að mér létt kokkastörf í skiptum fyrir gjaldfrjálsan aðgang og fá t.d. fæði og húsaskjól sem liggur ofar Hróaskeldustaðlinum, eða bara borga mig inn á blautt tjaldstæði og kaldar pulsur eins og venjulega? Nei jæja ég er bara að hugsa upphátt. Ég stefni á mætingu en hef ekki látið verkin tala enn sem komið er.

Um þessar mundir sitja frjálshyggjumenn í Danmörku sveittir og skrifa stefnuskrá nýs frjálshyggjuflokks í landinu. Stundum er gott að vinna með "heilalausum siðblindum kapítalistum" því menn eru ekki að deila um aðalatriði eins og vinstrið, heldur aukaatriði og framsetningu. Aðalatriðið er hámarkseinstaklingsfrelsi og lágmarksríkisafskipti. Leiðin að markmiðinu er umdeildari.

Tuesday, May 10, 2005

Heitur

Mikið er orðið vandræðalegt að finna "fyrirsagnir" á þessar færslur. Kannski ég taki upp eitthvað kerfi.

Hersteinn losnar í vikunni undan járnhamri lokaverkefnis síns, eða allt að því. Einhver skil hjá pilti á morgun eða hinn og því stefnt á hressandi djamm um næstu helgi.

Af hverju heimtar kvenfólk endalaust og sí og æ að maður eigi að ferðast? Ég hef alveg jafngaman af ferðalögum og næsti maður en þessi þráhyggja sem ég er að verða vitni að er að gera mig geðveikan.

Ónefndur prófessor við ónefnda deild í ónefndum háskóla er hér með úrskurðaður sá sem lofar mestu en framkvæmir minnst - SSLMEFM eða einfaldlega SLEF. Viðkomandi lætur í engu angra sig að honum berist símtöl og tölvupóstar í gríð og erg til áminningar og hvatningar og heldur áfram að segja að allt sé að gerast og biðin sé nú á enda. Þá vitum við það.

Hvað eiga Stalín, Hitler og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sameiginlegt? Ég veit það.

Annars er bara ágæt stemming og 21 dagur eftir af póstútburði. Sumarið verður heitt og gott ef fer sem horfir.

Monday, May 09, 2005

Blautur

Byrjum á að kíkja á þessa síðu í boði Ungra frjálshyggjumanna. Brosum síðan örlítið að uppátækinu og sjáum hvað er í raun fyndið að hið opinbera sé að vasast í neyslustýringu og hræðsluáróðri. Ríkið fer nú varla að setja viðvaranir á nammipokana eða hvað? Jú, kannski bara það! Íslenska stjórnmálamenn vantar ekki verkefnin á meðan þeir geta sótt innblástur til "þeirra ríkja sem við berum okkur helst saman við".

En svona úr því ég er á pólitísku nótunum þá vil ég nota tækifærið og skipta fólki upp í tvo hópa: Þeir sem líta á samfélagið sem viðskipti og samskipti frjálsra einstaklinga og fyrirtækja þeirra og vilja að ríkið skipti sér sem minnst af, og þeir sem líta á samfélagið sem ríkisvaldið sem í vissum tilvikum gefur einstaklingum og fyrirtækjum færi á að athafna sig án of mikilla ríkisafskipta. Er þetta ekki falleg lýsing á því sem yfirleitt kallast "hægri" og "vinstri"?

Post Danmark er búið að koma sér á hálan ís hvað starfsmannastefnu varðar. Fyrir nokkrum mánuðum fóru starfsmenn einnar dreifingarstöðvarinnar í verkfall og höfðu upp úr því nokkra afleysingastarfsmenn. Mér sýnist hið sama fara gerast í minni stöð fljótlega. Menn bíða og bíða eftir því að stéttafélagið geri eitthvað, og menn fá að bíða lengi. Stéttafélög draga allt sjálfstæði og frumkvæði úr fólki og reyndar fyrirtækjum líka. Svo mikið hef ég séð.

Hvað kostar að flytja eins og einn 0.4x0.20x0.8 m3 kassa frá Íslandi til Danmerkur? Umræddur kassi er fullur af bókum og eðlisþyngd þeirra þekki ég ekki svo vel, en kannski hann vegi um 15-20 kg. Hver er fróðleiksbrunnur í þessum málum?

Ungdomshuset - where anarchists bathe in the fruits of capitalism.

Mikið varð einn Daninn reiður þegar ég sagði þetta við hann. Sá er fastagestur á stað sem heitir Ungdomshuset og þar má sjá sterkefnuð ungmenni klædd tískuklæðnaði með merkjum ýmissa Ráðstjórnarríkja. Mér finnst alltaf fyndið að sjá svoleiðis nokkuð.

Sunday, May 08, 2005

Rólegt

Hér hefur verid rólegt upp á sídkastid og thad gæti skilist sem svo ad ekkert sé í fréttum. Sú ályktun væri alveg hárrétt.

Í gær kíkti ég á ørlitla samkomu manna sem stódu fyrir utan thinghús Dananna og mótmæltu løgbanni á kannabisefnum. Hressandi samkoma fólks. Sumir drukku øl, og adrir reyktu. Løgreglan stód og horfdi á enda var ekki um neitt ofbeldi ad ræda.

Frjálshyggjumenn eru their einu sem geta mótmælt løgbanni á kannabisefnum (og ødrum neysluvarningi) af hugmyndafrædiástædum. Vinstriklíkan í Danmørku gerir thad thví henni finnst svo kúl og hippalegt ad reykja. Mótmæli eins og thau í gær henta mér thví ágætlega.

Nú finnst mér eins og tíminn fljúgi áfram og brádum styttist mjøg í nýju vinnuna - 1. júni 2005 kl. 09:00. Ég hugsa um thad daglega. Hressandi ferdalag.

Einn kostur vid ad búa í landi Bauna er sá ad mér finnst ég ekki eins kúgadur af smæd samfélags eins og mér fannst oft á Íslandi. Tøkum sem dæmi ýmsar myndir sem finnast á heimasídu ákvedinnar stúlku sem ég vísadi í á thessari sídu eftir sídustu helgi. Mér kæmi ekki á óvart ef einhver segdi mér ad ýmsar tenglasídur hefdu vísad í ýmsar myndanna, og jafnvel látid nafn mitt flakka med. Ég thekki nú aldeilis slíka uppákomu og fannst hún frekar óthægileg. Núna lifi ég hins vegar í gvudsblessadri 'ignorance' og líkar thad mjøg vel. Baktal og smásnakk sem truflar eda gæti truflad mig: Horfid.

Reyndar hurfu vinir og fjølskylda med í leidinni en thví get ég alltaf kippt í lidinn med einum eda ødrum hætti. Rétt?

Tuesday, May 03, 2005

Tíningur

Kemst ekkert annað að hjá vinstrimönnum en peningar? Ég er farinn að halda ekki. Þegar einhver notar orðaparið "samræmd kjör" er hann í raun að segja: Enga fátæka útlendinga í mitt land, takk!

Má ég uppnefna alla ósammála mér í meginatriðum í stjórnmálum "vinstrimenn" si svona? Hvað með jafnaðarmenn eða sósíalista? Þarf ekki að aðskilja? Nei, ekki þegar ég vísa einungis til minnar eigin skilgreiningar, og er nógu mikill egóisti til að leyfa mér það. Kannski sumir heimspekinemar ættu að þýða færri ensk orð rangt og einbeita sér þess í stað að grundvallaratriðunum.

Hvað um það, 28 dagar eftir af póstinum. Jess.

Tilvitnun dagsins: No matter how many documents there are stating that access to water is a fundamental right, people drink neither paper nor rights, but water. (#)

Þessi frétt hefur ekkert með raunveruleikann að gera, því miður. Í Danmörku er enginn skortur á verkfræðimenntuðu fólki m.v. framboð starfa handa því. Hins vegar er skortur á hvata fyrir fólk að koma sér í gegnum langt og strangt verkfræðinám, því eftir námið tekur stór og mikill skattahnífur við sem eyðir upp öllum ávinning af náminu. Ég hækka t.d. ekki um nema 16.6% í grunnlaunum við að hætta vinnu sem ófaglærður póstberi og byrja vinnu sem fullmenntaður verkfræðingur. Ætli þetta hlutfall sé ekki tvöfalt stærra á Íslandi. Af hverju þessu lágu grunnlaun handa verkfræðingnum? Því fyrirtæki eyða svo stórum hluta verðmætanna sem starfsmaðurinn skapar í ýmis hlunnindi sem koma ekki fram á launaseðlinum beint. Þannig er t.d. til í dæminu að verkfræðingur fái fullgreidda sjúkra- og líftryggingu í launapakkanum, auk fullgreidds eftirlaunaframlags. Þetta er erfiðara fyrir skattkerfið að hrifsa af fólki, og í staðinn sættir fólk sig við lægri laun.

Annars kvarta ég ekki persónulega - ég hef engum að framfleyta nema mér og því eru jafnvel lægstu laun nægjanleg. Reynsluöflun er mitt fyrsta og fremsta markmið og þannig er það.

Annars eru Danir alveg prýðilegir í deild persónufrelsis m.v. Íslendinga, þótt Íslendingar státi af meira efnahagsfrelsi (sem hvort tveggja er tengt á ótal mismunandi vegu sem á endanum útjafnar forskot annars á hinn í heildarfrelsismælingunni). Danir leyfa t.d. auglýsingar á áfengi (ekki bara því veika), fjárhættuspilum (ekki bara lottó og bingó) og einhverjum lyfjum, auk þess sem einkaeignarréttur veitingahúseigenda er ennþá virtur og fólki sjálft treyst til að velja alvöruvinsæl reyk eða ferðamannavinsæl reyklaus kaffihús.

Monday, May 02, 2005

The Riverdales

Kannski ég taki saman örlítinn lista yfir þá sem ég var með í bekk yfir flest grunnskólaár mín og eru núna eigendur mistíttuppfærðra heimasíðna:
Sverrir
Ágúst Arnar
Ingi Björn
Þá er listinn tæmdur. Annaðhvort er ég hrikalega illa að mér um hagi fyrrum skólasystkyna, eða að fyrrum skólasystkyni eru ennþá að skrifa pappírspósta sín á milli.

Hefur einhver heyrt um (vinsælt) dægurlag sem fjallar um dásemdir sameignar, miðstýringar og "öflugs ríkisvalds"? Fjalla þessi lög ekki yfirleitt um ágæti frelsins ef þau fjalla yfirleitt um eitthvað sem er nefnt í stjórnmálaumræðunni?

Hvar er nú þessi bévítans Dani með uppkastið sitt sem ég átti að fá í gær?

..og hvar ætli sé best fyrir eignalausan aumingja eins og mig að fá lán í Danaveldi? Tilgangur auðvitað sá að greiða upp dýrt íslenskt lán með ódýru dönsku láni. Gvuð blessi hræðilega hæfileika jafnaðarmanna til að lífga upp á hagkerfi og neyða þar með bankakerfið til að fella vexti niður í nánast ekki neitt.

Hvenær ætli henti best að skjótast til Íslands í sumar? Kannski það fari eftir verðandi atvinnuveitanda. To be continued.

Sunday, May 01, 2005

Loftlaus dagur

Helstu fréttir: 30 dagar eftir af póstinum. Gott. Hell-week framundan thar med grídarstressandi útkeyrslum og hørdum tímafrestum. Mikid verdur gott ad fá næsta føstudag.

Kvenfólk á thad til ad hugsa svolítid órøkrétt thegar kemur ad mannlegum samskiptum, en væri nokkud gaman ad lifa ef bædi kyn hugsudu røkrétt? Já, rétt, ég er ad tala med "fordómafulla" hluta mínum núna.

Í dag er Dagur Vinstrihreyfingarinnar í Danmørku med tilheyrandi baráttu merkjavaraklæddra vinstrimanna á atvinnuleysisbótum gegn kapítalíska kerfinu sem adskilur rík lønd frá fátækum. Ég hefdi haft gaman af thví ad mæta med stór skilti í mótmælagøngur sem segja ad althjódavæding sé gód og ad kapítalismi sé frábær en ég thori ekki. Hér í Kaupmannahøfn eru nefninlega svokalladar grasrótarhreyfingar mjøg virkar, og thær spilla eignum og ógna fólki. Ég thori einfaldlega ekki ad øgra theim.

Bjørk á stundum góda punkta: "i thought i could organise freedom, how Scandinavian of me ..."