Byrjum á að kíkja á þessa síðu í boði Ungra frjálshyggjumanna. Brosum síðan örlítið að uppátækinu og sjáum hvað er í raun fyndið að hið opinbera sé að vasast í neyslustýringu og hræðsluáróðri. Ríkið fer nú varla að setja viðvaranir á nammipokana eða hvað? Jú, kannski bara það! Íslenska stjórnmálamenn vantar ekki verkefnin á meðan þeir geta sótt innblástur til "þeirra ríkja sem við berum okkur helst saman við".
En svona úr því ég er á pólitísku nótunum þá vil ég nota tækifærið og skipta fólki upp í tvo hópa: Þeir sem líta á samfélagið sem viðskipti og samskipti frjálsra einstaklinga og fyrirtækja þeirra og vilja að ríkið skipti sér sem minnst af, og þeir sem líta á samfélagið sem ríkisvaldið sem í vissum tilvikum gefur einstaklingum og fyrirtækjum færi á að athafna sig án of mikilla ríkisafskipta. Er þetta ekki falleg lýsing á því sem yfirleitt kallast "hægri" og "vinstri"?
Post Danmark er búið að koma sér á hálan ís hvað starfsmannastefnu varðar. Fyrir nokkrum mánuðum fóru starfsmenn einnar dreifingarstöðvarinnar í verkfall og höfðu upp úr því nokkra afleysingastarfsmenn. Mér sýnist hið sama fara gerast í minni stöð fljótlega. Menn bíða og bíða eftir því að stéttafélagið geri eitthvað, og menn fá að bíða lengi. Stéttafélög draga allt sjálfstæði og frumkvæði úr fólki og reyndar fyrirtækjum líka. Svo mikið hef ég séð.
Hvað kostar að flytja eins og einn 0.4x0.20x0.8 m3 kassa frá Íslandi til Danmerkur? Umræddur kassi er fullur af bókum og eðlisþyngd þeirra þekki ég ekki svo vel, en kannski hann vegi um 15-20 kg. Hver er fróðleiksbrunnur í þessum málum?
Ungdomshuset - where anarchists bathe in the fruits of capitalism.
Mikið varð einn Daninn reiður þegar ég sagði þetta við hann. Sá er fastagestur á stað sem heitir Ungdomshuset og þar má sjá sterkefnuð ungmenni klædd tískuklæðnaði með merkjum ýmissa Ráðstjórnarríkja. Mér finnst alltaf fyndið að sjá svoleiðis nokkuð.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment