Kemst ekkert annað að hjá vinstrimönnum en peningar? Ég er farinn að halda ekki. Þegar einhver notar orðaparið "samræmd kjör" er hann í raun að segja: Enga fátæka útlendinga í mitt land, takk!
Má ég uppnefna alla ósammála mér í meginatriðum í stjórnmálum "vinstrimenn" si svona? Hvað með jafnaðarmenn eða sósíalista? Þarf ekki að aðskilja? Nei, ekki þegar ég vísa einungis til minnar eigin skilgreiningar, og er nógu mikill egóisti til að leyfa mér það. Kannski sumir heimspekinemar ættu að þýða færri ensk orð rangt og einbeita sér þess í stað að grundvallaratriðunum.
Hvað um það, 28 dagar eftir af póstinum. Jess.
Tilvitnun dagsins: No matter how many documents there are stating that access to water is a fundamental right, people drink neither paper nor rights, but water. (#)
Þessi frétt hefur ekkert með raunveruleikann að gera, því miður. Í Danmörku er enginn skortur á verkfræðimenntuðu fólki m.v. framboð starfa handa því. Hins vegar er skortur á hvata fyrir fólk að koma sér í gegnum langt og strangt verkfræðinám, því eftir námið tekur stór og mikill skattahnífur við sem eyðir upp öllum ávinning af náminu. Ég hækka t.d. ekki um nema 16.6% í grunnlaunum við að hætta vinnu sem ófaglærður póstberi og byrja vinnu sem fullmenntaður verkfræðingur. Ætli þetta hlutfall sé ekki tvöfalt stærra á Íslandi. Af hverju þessu lágu grunnlaun handa verkfræðingnum? Því fyrirtæki eyða svo stórum hluta verðmætanna sem starfsmaðurinn skapar í ýmis hlunnindi sem koma ekki fram á launaseðlinum beint. Þannig er t.d. til í dæminu að verkfræðingur fái fullgreidda sjúkra- og líftryggingu í launapakkanum, auk fullgreidds eftirlaunaframlags. Þetta er erfiðara fyrir skattkerfið að hrifsa af fólki, og í staðinn sættir fólk sig við lægri laun.
Annars kvarta ég ekki persónulega - ég hef engum að framfleyta nema mér og því eru jafnvel lægstu laun nægjanleg. Reynsluöflun er mitt fyrsta og fremsta markmið og þannig er það.
Annars eru Danir alveg prýðilegir í deild persónufrelsis m.v. Íslendinga, þótt Íslendingar státi af meira efnahagsfrelsi (sem hvort tveggja er tengt á ótal mismunandi vegu sem á endanum útjafnar forskot annars á hinn í heildarfrelsismælingunni). Danir leyfa t.d. auglýsingar á áfengi (ekki bara því veika), fjárhættuspilum (ekki bara lottó og bingó) og einhverjum lyfjum, auk þess sem einkaeignarréttur veitingahúseigenda er ennþá virtur og fólki sjálft treyst til að velja alvöruvinsæl reyk eða ferðamannavinsæl reyklaus kaffihús.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Geir, enn og aftur til hamingju með vinnunna en á að kíkja á Roskilde festival í sumar?
Vel orðað Gauti! Væri ekki alveg gráupplagt að fagna nýrri vinnu og bættum tryggingum á réttan hátt ??!
[Er ekki meiri hvati til að keyra eins og asni ef maður er kaskótryggður?]
Besser
Þessi færsla: sorp
síðasta færsla: fín
Post a Comment