Monday, May 02, 2005

The Riverdales

Kannski ég taki saman örlítinn lista yfir þá sem ég var með í bekk yfir flest grunnskólaár mín og eru núna eigendur mistíttuppfærðra heimasíðna:
Sverrir
Ágúst Arnar
Ingi Björn
Þá er listinn tæmdur. Annaðhvort er ég hrikalega illa að mér um hagi fyrrum skólasystkyna, eða að fyrrum skólasystkyni eru ennþá að skrifa pappírspósta sín á milli.

Hefur einhver heyrt um (vinsælt) dægurlag sem fjallar um dásemdir sameignar, miðstýringar og "öflugs ríkisvalds"? Fjalla þessi lög ekki yfirleitt um ágæti frelsins ef þau fjalla yfirleitt um eitthvað sem er nefnt í stjórnmálaumræðunni?

Hvar er nú þessi bévítans Dani með uppkastið sitt sem ég átti að fá í gær?

..og hvar ætli sé best fyrir eignalausan aumingja eins og mig að fá lán í Danaveldi? Tilgangur auðvitað sá að greiða upp dýrt íslenskt lán með ódýru dönsku láni. Gvuð blessi hræðilega hæfileika jafnaðarmanna til að lífga upp á hagkerfi og neyða þar með bankakerfið til að fella vexti niður í nánast ekki neitt.

Hvenær ætli henti best að skjótast til Íslands í sumar? Kannski það fari eftir verðandi atvinnuveitanda. To be continued.

No comments: