Þá er póstberaferli mínum hér með lokið (þ.e. ef ég verð ekki rekinn úr nýju vinnunni fljótlega). Hann hafði sína kosti og galla. Ég mundi hiklaust mæla með því að Íslendingurinn sem ætlar að koma sér fyrir í Danmörku til lengri eða skemmri tíma skelli sér beint í viðtal hjá póstinum. Vinnan borgar sæmilega miðað við margt annað og býður upp á ágætt svigrúm til að leita að annarri vinnu, t.d. því það er tiltölulega auðvelt að flytja vinnudaga til og frá. Vinnan er líka prýðileg æfing fyrir nýútskrifaðan og feitan námsmannaskrokk, og tungumálið lærist tvímælalaust ef viljinn og áhuginn er fyrir hendi.
Annars var ég leystur út með þremur vínflöskum. Mikið var það ágætt.
Helgin? Star Wars og Daði og vírus eru helstu minningarnar.
Ég fann hinn ágæta drykk Red Bull í 'grønhandler' í götunni minni. Drykkurinn er vitaskuld ólöglegur í Danmörku. Verðið var það sama og í ferjunni á milli Danmerkur og Þýskalands (12 DKK). Hressandi.
NKT Flexibles á miðvikudaginn. Já takk.
Pólitík dagsins:
Múrinn kemur Maó til bjargar eins og honum er einum lagið. Múrinn segir: Churchill og Maó voru báðir vondir því fólk dó undir stjórn beggja. Frábært.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment