Á morgun er síðasti vinnulaugardagur póstberaferils míns. Mikið verður gott að vera laus við hann. Mikið finnst mér einnar-daga-helgar vera stuttar miðað við þær tveggja daga, jafnvel meira en helmingi styttri.
Viðvörun: Næsta efnisgrein fjallar um stjórnmál. Óáhugasamir ættu að stökkva yfir hana og vinda sér í næstu efnisgrein á eftir:
Viltu lesa um alþjóðavæðingu? Smelltu þá hér og finndu færsluna "Erfið mótsögn".
Í gær gerðist ég óboðinn gestur á málfundi nokkura furðufugla í Danmörku með margar mjög skringilegar skoðanir. Greinaskrifainnblásturinn hefur sjaldan fengið jafnmikinn meðbyr!
Hressandi frétt um athyglisverða síðu. Hvað ætli mundi gerast ef Baugur opnaði vefsíðu sem gæti hjálpað fólki að rata um verslanir Bónuss og Hagkaupa? Myndi fólk ekki segja að Baugur ætti frekar að einbeita sér að því að einfalda uppbyggingu verslananna í stað þess að halda þeim í flóknu og óskiljanlegu ástandi og opna vefsíðu? Eingöngu ríkið kemst upp með svoleiðis nokkuð.
Þetta flókna skattkerfi Dana (sem þó er sýnt töluvert einfaldað) veldur því að enginn talar um laun sín, heldur alltaf um útborguð laun. Orðið 'løn' er næstum ekki til eitt og sér! Einungis í sambandinu 'løn udbetalt'. Enginn veit samhengið milli launa skv. launasamningi og launa við útborgun.
Ísland datt út og væmnissull Dananna kemst áfram. Jæja það var þó a.m.k. annað landið sem komst áfram. Á morgun er stefnt á ölvun á fyrrum tímabundnu umdeilingarsvæði mínu hjá póstinum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment