Thursday, May 12, 2005

Breytingar

Þá hefur íbúðinni á Åboulevard meira og minna verið sagt upp og hún verður laus frá 1. júlí ef einhver hefur áhuga. Þetta eru svolitlar fréttir í sjálfu sér því líklega munum við Sanne ekki búa saman eftir að við flytjum út úr íbúðinni. Hugsunin er sú að búa í sitthvoru lagi án þess að breyta til hvað annað varðar milli okkar. Þetta hefur legið í loftinu í þónokkurn tíma núna en svo sem óþarfi að gera of mikið úr því.

Hróaskelduspurningin leitar á mig sem aldrei fyrr. Stefnan er að mæta galvaskur á föstudagssíðdegi og vera fram á sunnudag. Meira er ekki ákveðið. Á ég að taka að mér létt kokkastörf í skiptum fyrir gjaldfrjálsan aðgang og fá t.d. fæði og húsaskjól sem liggur ofar Hróaskeldustaðlinum, eða bara borga mig inn á blautt tjaldstæði og kaldar pulsur eins og venjulega? Nei jæja ég er bara að hugsa upphátt. Ég stefni á mætingu en hef ekki látið verkin tala enn sem komið er.

Um þessar mundir sitja frjálshyggjumenn í Danmörku sveittir og skrifa stefnuskrá nýs frjálshyggjuflokks í landinu. Stundum er gott að vinna með "heilalausum siðblindum kapítalistum" því menn eru ekki að deila um aðalatriði eins og vinstrið, heldur aukaatriði og framsetningu. Aðalatriðið er hámarkseinstaklingsfrelsi og lágmarksríkisafskipti. Leiðin að markmiðinu er umdeildari.

1 comment:

Gauti said...

Gaman að heyra að stefnan sé sett á Roskilde. Leiðinlegt að heyra þetta af ykkur Sanne.