Íslandsför staðfest. Tímabil: Föstudagseftirmiðdegi 31. mars til mánudagsmorguns 3. apríl. Lengra þarf það ekki að vera að þessu sinni.
Næsta Íslandsför áætluð í kringum miðjan ágústmánuð.
Tuesday, February 28, 2006
Monday, February 27, 2006
Ísland
Ég þakka góðum drengjum og einhverjum stúlkum fyrir ljómandi góða helgi og rúmlega það! Tónleikarnir voru æði, þið eruð æði, þynnkan var erfið, mánudagurinn er strembinn. Öll einkenni góðrar helgi.
Ég verð á Klakanum í langri helgarferð fljótlega. Meira um það síðar.
Ég verð á Klakanum í langri helgarferð fljótlega. Meira um það síðar.
Thursday, February 23, 2006
Ofsinn nálgast
Eftir u.þ.b. 20 mínútur lenda 5 þyrstir drengir á Kastrup og halda áfram drykkju sem líklega byrjaði fyrir flugtak í morgun. Ég berst við að losna við verkefni vikunnar í vinnunni og ætla smjaðra aðeins fyrir yfirmanninum á eftir og taka mér frí á morgun. Ofsinn ætti því að geta byrjað af minni hálfu einhvern tímann uppúr síðdegi.
Bless, bless heimur edrúmennsku og rökréttrar hugsunar. Sjáumst aftur á sunnudaginn! Eða mánudaginn.
Bless, bless heimur edrúmennsku og rökréttrar hugsunar. Sjáumst aftur á sunnudaginn! Eða mánudaginn.
Tuesday, February 21, 2006
Sjálfhverf færsla dagsins: Hvað geri ég eiginlega?
Hvað geri ég í vinnunni? Ég "hanna rör" er hið gríðarlega óspennandi, ósexý svar. Mest fyrir sjálfan mig en einnig fyrir hugsanlega forvitna ætla ég nú að linka á nokkrar myndir sem sýna hvað olía- og gasvinnsla í sjó snýst um þegar kíkt er undir yfirborð sjávar:
Þekki þetta verkefni ekki en myndin er flott.
Heilmikil vinnsla hér.
Eitt af nýlegri verkefnum atvinnuveitandans. Mig grunar að ég dragist inn í það fyrr en síðar.
Góður tengill fyrir mig að skoða betur.
Það er heilmikið mál að mergsjúga jarðskorpuna af olíu og gasi. Sérstaklega á meðan olíuverð er í himinhæðum.
Þekki þetta verkefni ekki en myndin er flott.
Heilmikil vinnsla hér.
Eitt af nýlegri verkefnum atvinnuveitandans. Mig grunar að ég dragist inn í það fyrr en síðar.
Góður tengill fyrir mig að skoða betur.
Það er heilmikið mál að mergsjúga jarðskorpuna af olíu og gasi. Sérstaklega á meðan olíuverð er í himinhæðum.
Sunday, February 19, 2006
Tvennt
Tvennu þarf að koma á framfæri:
Ég held ég sé kolfallinn fyrir Silvíu Nótt sem einhvers konar gyðju. Já Eurovision-frammistaðan var auðvitað frábær en hún er að kitla fleiri taugar en tóneyrað get ég sagt ykkur.
Spurning til Danmerkur-fara: Upplýsingar um lendingardaga og -tíma og húsnæðisþörf eða -óþörf má gjarnan MSNast eða meilast á mig (netfang til hægri á þessari síðu), jafnvel SMSast. Látið vita!
Ég held ég sé kolfallinn fyrir Silvíu Nótt sem einhvers konar gyðju. Já Eurovision-frammistaðan var auðvitað frábær en hún er að kitla fleiri taugar en tóneyrað get ég sagt ykkur.
Spurning til Danmerkur-fara: Upplýsingar um lendingardaga og -tíma og húsnæðisþörf eða -óþörf má gjarnan MSNast eða meilast á mig (netfang til hægri á þessari síðu), jafnvel SMSast. Látið vita!
Saturday, February 18, 2006
Ingigerður frænka, blessi hana, klukkaði mig og ég tek kallinu enda verð ég að vinna svolítið harðar að því að gera þessa síðu sjálfhverfari en hún er í dag.
Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:
- Byggingaverkamaður
- Eftirlitsmaður
- Aðstoðarmaður á hjúkrunarheimili
- Verkfræðingur
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Árbæjarhverfið góða
- Rauðarárstíg, rétt hjá Hlemmi
- Kaupmannahöfn
- Kópavogur, fyrsta mánuð ævi minnar
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- American Dad
- Family Guy
- Frasier
- Seinfeld
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Malasía/Singapore/Bali
- Benidorm
- New York
- Ísland
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
- Vefþjóðviljinn
- Spjall og blogg félagsins góða
- Mises.org
- News.google.com
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
- Allt af hinni íslensku sauðkind
- Allt úr eldhúsi ömmu+mömmu
- Allt sem heitir skyndifæði
- Allt með mikilli sósu
Fjórar bækur sem ég [held uppá]:
- Atlas Shrugged
- Íslendingasögurnar
- Góði dátinn Sveijk
- Hobbit+LOTR
Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
- Einum meter aftar í rúminu mínu
- Vinnunni í miklum hasar
- Góðu teiti
- Í heitum pott án klæða en með bjór
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
- Siggi
- Palli
- Stína
- Lísa
Fjögur störf sem ég hef unnið yfir ævina:
- Byggingaverkamaður
- Eftirlitsmaður
- Aðstoðarmaður á hjúkrunarheimili
- Verkfræðingur
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
- Árbæjarhverfið góða
- Rauðarárstíg, rétt hjá Hlemmi
- Kaupmannahöfn
- Kópavogur, fyrsta mánuð ævi minnar
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
- American Dad
- Family Guy
- Frasier
- Seinfeld
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
- Malasía/Singapore/Bali
- Benidorm
- New York
- Ísland
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
- Vefþjóðviljinn
- Spjall og blogg félagsins góða
- Mises.org
- News.google.com
Fernt matarkyns sem ég held uppá:
- Allt af hinni íslensku sauðkind
- Allt úr eldhúsi ömmu+mömmu
- Allt sem heitir skyndifæði
- Allt með mikilli sósu
Fjórar bækur sem ég [held uppá]:
- Atlas Shrugged
- Íslendingasögurnar
- Góði dátinn Sveijk
- Hobbit+LOTR
Fjórir staðir sem ég vildi vera á núna:
- Einum meter aftar í rúminu mínu
- Vinnunni í miklum hasar
- Góðu teiti
- Í heitum pott án klæða en með bjór
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
- Siggi
- Palli
- Stína
- Lísa
Friday, February 17, 2006
Helgi?
Já strax komin helgi ótrúlegt en satt. Svefn hefur víst lítið með afköst að gera. Svefn, eða skortur á honum réttara sagt, er almennt séð lítið annað en nothæf afsökun til að halla sér að þegar annað er ekki alveg upp á sitt besta. Þetta er félagsfræðileg niðurstaða vikunnar.
Aldrei þessu vant var frétt um eitthvað sem tengist Íslandi í blaði í dag: Dagsbrún vill yfirfæra Fréttablaðs-hugmyndina á danskan markað, þ.e. að dreifa dagblaði endurgjaldslaust í heimahús. Ókeypis blöðin hérna fást yfirleitt bara á lestarstöðvum og í strætó og þau eru mest lesnu blöðin. Nú ætlar íslenska viðskiptamafían að storma inn með ókeypis heimadreifð blöð. Gott hjá þeim! Og já, Illum gengur víst frábærlega undir íslenskri stjórn. Danir kunna ekki að reka fyrirtæki, sýnilega.
Næ ég að hrista af mér slenið og drulla mér í lest? Næsti klukkutími leiðir það í ljós.
Aldrei þessu vant var frétt um eitthvað sem tengist Íslandi í blaði í dag: Dagsbrún vill yfirfæra Fréttablaðs-hugmyndina á danskan markað, þ.e. að dreifa dagblaði endurgjaldslaust í heimahús. Ókeypis blöðin hérna fást yfirleitt bara á lestarstöðvum og í strætó og þau eru mest lesnu blöðin. Nú ætlar íslenska viðskiptamafían að storma inn með ókeypis heimadreifð blöð. Gott hjá þeim! Og já, Illum gengur víst frábærlega undir íslenskri stjórn. Danir kunna ekki að reka fyrirtæki, sýnilega.
Næ ég að hrista af mér slenið og drulla mér í lest? Næsti klukkutími leiðir það í ljós.
Thursday, February 16, 2006
Eilíft eitthvað
Ég held ég hafi slegið tala-í-símann-tímametið mitt í dag. Þrjú löng símtöl plús nokkur smærri og mér líður eins og heilinn á mér hafi verið soginn út með símtóli.
Strax kominn fimmtudagur! Þetta er ótrúlegt. Það gæti alveg eins verið þriðjudagur miðað við stemminguna í kroppnum. Í seinustu viku leið mér strax á mánudegi eins og eftir langa vinnuviku. Þessi vika er varla byrjuð áður en hún endar. Svona er þessu nú misskipt.
DV-skrýmslið fóðrað. Aðdáendur Vinstri-grænna ættu að hafa augun opin.
Enn einir flutningarnir á vinnustaðnum í næstu viku. Þessir eru reyndar bara tímabundnir svo iðnaðarmenn komist að. Engu að síður þreytandi og þegar ég er aftur fluttur á minn stað hef ég flutt alls fjórum sinnum síðan ég hóf störf hér 1. júní 2005. Kosturinn er sá að maður tekur aðeins til, endurskipuleggur og hendir út í flutningum.
Systir mín á von á pakka bráðum. Það finnst henni örugglega gaman. Voðalega praktískt, en á "the cool way" (ekki borvél eða nál- og tvinnasett, en samt praktískt).
Ég held ég sé orðinn aðeins of góður í að skrifa skýrslur í vinnunni, sem veldur því að þeir sem eru að "checka" eru farnir að slappa af í yfirferðinni, sem þýðir að villur eiga auðveldara með að sleppa í gegn, sem þýðir að ég þarf að vanda mig meira! Eða minna? Tricky.
Strax kominn fimmtudagur! Þetta er ótrúlegt. Það gæti alveg eins verið þriðjudagur miðað við stemminguna í kroppnum. Í seinustu viku leið mér strax á mánudegi eins og eftir langa vinnuviku. Þessi vika er varla byrjuð áður en hún endar. Svona er þessu nú misskipt.
DV-skrýmslið fóðrað. Aðdáendur Vinstri-grænna ættu að hafa augun opin.
Enn einir flutningarnir á vinnustaðnum í næstu viku. Þessir eru reyndar bara tímabundnir svo iðnaðarmenn komist að. Engu að síður þreytandi og þegar ég er aftur fluttur á minn stað hef ég flutt alls fjórum sinnum síðan ég hóf störf hér 1. júní 2005. Kosturinn er sá að maður tekur aðeins til, endurskipuleggur og hendir út í flutningum.
Systir mín á von á pakka bráðum. Það finnst henni örugglega gaman. Voðalega praktískt, en á "the cool way" (ekki borvél eða nál- og tvinnasett, en samt praktískt).
Ég held ég sé orðinn aðeins of góður í að skrifa skýrslur í vinnunni, sem veldur því að þeir sem eru að "checka" eru farnir að slappa af í yfirferðinni, sem þýðir að villur eiga auðveldara með að sleppa í gegn, sem þýðir að ég þarf að vanda mig meira! Eða minna? Tricky.
Tuesday, February 14, 2006
Fyrir háttinn
Miðað við hvað fótboltaleiksáhorf á sveittum bar er mikil and-hössl-hátíð karlkynsins þá er alveg ótrúlega mikil gredda á svæðinu. Ætli móðir náttúra hafi haft "karlakvöld" í huga með þessu? Sumsé að gefa karlmönnum eðlislæga þörf til að hittast með eigin kyni, stunda einhverja algjörlega ókynlífstengda athöfn saman til þess eins að geta sent logandi graða karlmennina aftur endurnærða út í kvenkynsblandað samfélagið?
Ég sá einhverja æðislegustu auglýsingu í heimi í kvöld. Fallegt kvenfólk að slást, kyssast og svo slást aðeins meira. Hvað er "French connection" eiginlega?
Svenni er strax orðinn helgar-þyrstur. Ætli rólega helgin sé þá ekki á bak og brott hér með?
Ég sá einhverja æðislegustu auglýsingu í heimi í kvöld. Fallegt kvenfólk að slást, kyssast og svo slást aðeins meira. Hvað er "French connection" eiginlega?
Svenni er strax orðinn helgar-þyrstur. Ætli rólega helgin sé þá ekki á bak og brott hér með?
Í sjálfvirkum
Ég má til með að hrósa mér fyrir afköst og yfirferð í vinnunni í dag og í gær. Þetta kemur umheiminum að vísu lítið við, en þar sem þessi heimasíða er svolítil brú á milli minna einkahugsana og umheimsins þá læt ég bara flakka.
Nú er ég búinn að losa mig við hinn viðbjóðslega vafra Firefox og kominn í Operuna mína aftur eftir langt hlé. Í einstaka neyðartilfellum (t.d. tilfelli Gmail) er það svo gamli góði Internet Explorer sem fær að ráða. Ég skil ekki þessa einlægu ást á Firefox þótt ég sjái auðvitað marga kosti við þann vafra umfram hinn steinrunna IE.
Ég þyrfti eiginlega að skrifa grein sem tengist sveitastjórnarmálum á einhvern hátt. Þetta er vandasamt verk enda um yfirmátaleiðinlegt viðfangsefni að ræða. Mér finnst sveitafélög vera jafnnauðsynlegur hluti af samfélaginu og háskólastofnun sem sérhæfir sig í kynjafræðum og slík stofnun verður seint efni í grein hjá mér. En kannski einhver geti veitt sveitafélagstengdan innblástur? Það væri ekki verra.
Ég var víst búinn að lofa (í fjarveru áhuga nokkurs á slíku) fyrir- og eftir-klippingu myndum af mér. Það kemur.
Nú er ég búinn að losa mig við hinn viðbjóðslega vafra Firefox og kominn í Operuna mína aftur eftir langt hlé. Í einstaka neyðartilfellum (t.d. tilfelli Gmail) er það svo gamli góði Internet Explorer sem fær að ráða. Ég skil ekki þessa einlægu ást á Firefox þótt ég sjái auðvitað marga kosti við þann vafra umfram hinn steinrunna IE.
Ég þyrfti eiginlega að skrifa grein sem tengist sveitastjórnarmálum á einhvern hátt. Þetta er vandasamt verk enda um yfirmátaleiðinlegt viðfangsefni að ræða. Mér finnst sveitafélög vera jafnnauðsynlegur hluti af samfélaginu og háskólastofnun sem sérhæfir sig í kynjafræðum og slík stofnun verður seint efni í grein hjá mér. En kannski einhver geti veitt sveitafélagstengdan innblástur? Það væri ekki verra.
Ég var víst búinn að lofa (í fjarveru áhuga nokkurs á slíku) fyrir- og eftir-klippingu myndum af mér. Það kemur.
Monday, February 13, 2006
Þægileg þreyta
Þægilega þreyttur mánudagur senn á enda. Afköst ágæt, verkefnaálag jafnt og þétt, andleg heilsa furðugóð miðað við það hve óreglulegur svefninn var um helgina.
Þorrablótið var vitaskuld gott rokk. Enginn vafi. Stutt hár virðist líka vera vænlegt til árangurs svo maður tali nú ekki um mottuna góðu.
Ég ætla reyna spara mig um næstu helgi og eiga tvöfalt inni um þá þarnæstu enda ekki lítil helgi þar á ferð.
Hauki þakka ég kærlega, og hér með opinbera, fyrir sendinguna. Hressleiki hennar er með gríðarlegur.
Nú er að klára eitthvert smáverkefnið og drulla sér síðan heim til að þvo stofugólfið. Maður er jú karlmaðurinn á heimilinu!
Þorrablótið var vitaskuld gott rokk. Enginn vafi. Stutt hár virðist líka vera vænlegt til árangurs svo maður tali nú ekki um mottuna góðu.
Ég ætla reyna spara mig um næstu helgi og eiga tvöfalt inni um þá þarnæstu enda ekki lítil helgi þar á ferð.
Hauki þakka ég kærlega, og hér með opinbera, fyrir sendinguna. Hressleiki hennar er með gríðarlegur.
Nú er að klára eitthvert smáverkefnið og drulla sér síðan heim til að þvo stofugólfið. Maður er jú karlmaðurinn á heimilinu!
Saturday, February 11, 2006
Færsla 2/2 (blaður): Þorrablótsdagur
Heima, stíflaður af hori, frekar myglaður satt að segja. Í kvöld er þorrablót Íslendingafélagsins eftir örlítið kofafyllerí heima hjá mér með góðu fólki. Ég er að velta fyrir mér hvort ég nenni að skreppa til tyrkjans míns og láta klippa lubbann. En það er erfitt að hugsa sér til hreyfings þegar maður hefur það ágætt á náttbuxunum heima og vorkennir sér í ofan á lagt örlítið fyrir veikindi.
Fréttablaðið er dularfullur pappír um þessar mundir. Ég er að skrifa greinar fyrir þá eins og venjulega, og þeir eru að standa við sínar skuldbindingar á móti, en ég er alveg hættur að sjá nokkuð birtast. Mér var reyndar bent á það af góðum pilti að ég er farinn að skrifa sífellt harðorðari greinar og nota ógeðþekk orð eins og "ránsfengur" og "þýfi" um skattpeninga og uppnefna alla sósíalista "sósíalista" í stað þess að nota nútímalegu orðin (jafnaðarmaður, félagshyggjumaður, jafnvel vinstrimaður en það er meira að segja út líka). Þessu ætla ég að breyta. Maður verður jú að vera geðþekkur þótt ég telji að t.d. heimtufrekja sé engu geðþekkari en að kalla fólk sínum - að mínu mati - réttu nöfnum.
En já ég held ég láti klippa lubbann. Fyrir og eftir myndir sjálfsögð bloggfærsla í framhaldinu.
Fréttablaðið er dularfullur pappír um þessar mundir. Ég er að skrifa greinar fyrir þá eins og venjulega, og þeir eru að standa við sínar skuldbindingar á móti, en ég er alveg hættur að sjá nokkuð birtast. Mér var reyndar bent á það af góðum pilti að ég er farinn að skrifa sífellt harðorðari greinar og nota ógeðþekk orð eins og "ránsfengur" og "þýfi" um skattpeninga og uppnefna alla sósíalista "sósíalista" í stað þess að nota nútímalegu orðin (jafnaðarmaður, félagshyggjumaður, jafnvel vinstrimaður en það er meira að segja út líka). Þessu ætla ég að breyta. Maður verður jú að vera geðþekkur þótt ég telji að t.d. heimtufrekja sé engu geðþekkari en að kalla fólk sínum - að mínu mati - réttu nöfnum.
En já ég held ég láti klippa lubbann. Fyrir og eftir myndir sjálfsögð bloggfærsla í framhaldinu.
Færsla 1/2 (pólitík): Naglinn á höfðinu
Gaui held ég að hafi alveg hitt naglann á höfðuðið í hinu að-því-er-virðist stórpólitíska máli í kringum Múhammaðes-myndirnar:
Það er eins og þetta fólk hafi ekkert betra að gera en að vera reitt.Þetta er að stóru leyti kórrétt. Í þessum löndum er svimandi hátt atvinnuleysi og enginn hagvöxtur (líklega nær hinu dáða "jafnvægi" sem Múrinn óskar eftir). Múslímar drekka heldur ekki sem er allajafna meðal evrópskra atvinnuleysingja til að halda sér frá stjórnlausu eirðarleysi. En fyrst og fremst ertu með stóra hópa atvinnuleysingja sem er hægt að mana upp í nánast hvað sem er með réttri taktík, og galdurinn er einnig sá að beina athyglinni svolítið til annarra landa en þeirra sem eru rót vandamálanna - heimalanda múslímanna sjálfra.
Friday, February 10, 2006
Til hamingju Burkni!
Ég læt þig vita um leið og ég átta mig á tímasetningum versus öllu öðru, en dauðans dauðlangar!
Tvö ný orð
Á síðustu tveimur dögum hef ég lært tvö ný og sniðug orð sem segja ótrúlega mikið en eru samt ekki lengri en orð eru allajafna.
automagically
Að framkvæma einhverja aðgerð er svo auðvelt að eftir að hafa framkvæmt eina litla upphafsaðgerð þá tekur sjálfvirknin við og allt sem er eftir er að fylgjast með hlutunum klárast og framkvæmast af sjálfu sér, svona eins og fyrir töfra. Automagic!
guestimate
Ákveðin leið eða aðferð til að giska á eitthvað fremur en að meta það, t.d. tölu eða efniseiginleika eða hvað sem er.
automagically
Að framkvæma einhverja aðgerð er svo auðvelt að eftir að hafa framkvæmt eina litla upphafsaðgerð þá tekur sjálfvirknin við og allt sem er eftir er að fylgjast með hlutunum klárast og framkvæmast af sjálfu sér, svona eins og fyrir töfra. Automagic!
guestimate
Ákveðin leið eða aðferð til að giska á eitthvað fremur en að meta það, t.d. tölu eða efniseiginleika eða hvað sem er.
Thursday, February 09, 2006
Kvikindið í manni
Ég þarf að labba eftir u.þ.b. 20 metra gangi til að ná í kaffi. Á leiðinni mætir maður yfirleitt einhverjum að labba í gagnstæða átt (með kaffibolla í hönd auðvitað). Stundum getur þessi hittingur orðið svolítið vandræðalegur þegar menn keppast sín á milli um að horfa mátulega mikið í augun á manni og mátulega mikið framhjá. Menn hafa að öllu jöfnu auðvitað ekkert að segja hvorn við annan enda ekkert sérstakt tilefni annað en kaffiþorsti sem hvatti til hittingsins. Samt mætast þeir.
Kvikindið í mér hefur verið að gera nokkrar samfélagslegar tilraunir með í þessum aðstæðum. Ein er sú að horfa grafalvarlegur - jafnvel reiður - á þann sem labbar á móti. Yfirleitt fæ ég furðulegan svip á móti; einhverja tilraun til að taka hinu illa augnaráði með léttri lund, brosa jafnvel.
Önnur tilraun felst í því að virka voðalega glaður, segja "go' morgen" á morgnana með bros á vör og labba rösklega framhjá. Engin spenna, aldrei spurning um hvert á að horfa, og yfirleitt brosað á móti og svarað í sama dúr til baka.
Þriðja tilraunin er að vera þvílíkt ofvirkur og jafnvel stressaður, labba mjög hratt, stefna beint í kaffið, hunsa allt sem er í vegi mínum. Þetta vekur yfirleitt jákvæð viðbrögð ef einhver því umhyggjusamir samstarfsmenn spurja mann hvort maður hafi mikið að gera og segja að "det er jo bare arbejde" til að fá mann til að róa sig.
En þetta var sumsé samfélagstilraun mín.
Kvikindið í mér hefur verið að gera nokkrar samfélagslegar tilraunir með í þessum aðstæðum. Ein er sú að horfa grafalvarlegur - jafnvel reiður - á þann sem labbar á móti. Yfirleitt fæ ég furðulegan svip á móti; einhverja tilraun til að taka hinu illa augnaráði með léttri lund, brosa jafnvel.
Önnur tilraun felst í því að virka voðalega glaður, segja "go' morgen" á morgnana með bros á vör og labba rösklega framhjá. Engin spenna, aldrei spurning um hvert á að horfa, og yfirleitt brosað á móti og svarað í sama dúr til baka.
Þriðja tilraunin er að vera þvílíkt ofvirkur og jafnvel stressaður, labba mjög hratt, stefna beint í kaffið, hunsa allt sem er í vegi mínum. Þetta vekur yfirleitt jákvæð viðbrögð ef einhver því umhyggjusamir samstarfsmenn spurja mann hvort maður hafi mikið að gera og segja að "det er jo bare arbejde" til að fá mann til að róa sig.
En þetta var sumsé samfélagstilraun mín.
Wednesday, February 08, 2006
Sniðugur múslimi
Reuters -frétt af framtakssömum kaupmanni: "When entrepreneur Ahmed Abu Dayya first heard that Danish caricatures of the Prophet Mohammad were being reprinted across Europe, he knew exactly what his customers in Gaza would want: flags to burn.
Abu Dayya ordered 100 hard-to-find Danish and Norwegian flags for his Gaza City shop and has been doing a swift trade."
Spurning um að eiga lager af bleikum bolum tilbúna næst þegar einhver er ráðin í einhverja djúsí stöðu, og er ekki kvenmaður úr innsta kjarna ákveðins títt-mótmælandi hóps sem þó var í hópi umsækjenda?
Abu Dayya ordered 100 hard-to-find Danish and Norwegian flags for his Gaza City shop and has been doing a swift trade."
Spurning um að eiga lager af bleikum bolum tilbúna næst þegar einhver er ráðin í einhverja djúsí stöðu, og er ekki kvenmaður úr innsta kjarna ákveðins títt-mótmælandi hóps sem þó var í hópi umsækjenda?
Gremja á skrifstofunni
Þessa færslu skrifa ég bara því ég er 100% viss um að ekki nokkur manneskja á vinnustaðnum geti lesið hana, og af því mér er eiginlega nokkuð sama hvað öðrum finnst um eftirfarandi upplýsingar:
Núna er klukkan að verða hálf fjögur. Síðan skömmu eftir hádegismat hef ég verið að dreeepast úr ákveðinni gremju, og hún hverfur varla fyrr en í kvöld þegar ég get gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Svona hefur þetta verið í marga vinnudaga í röð og er voðalega skrýtið því það er ekkert, og nákvæmlega ekkert í umhverfi mínu sem réttlætir tilkomu þessarar gremju, og daglega þarf ég að upplifa hana koma yfir mig á miðjum vinnudegi þótt ég vinni hörðum hönd(um) að forvörnum vegna hennar á kvöldin.
Annars er hressandi að sjá að örpistillinn "Ekki hlusta á vinstrimenn" prýddi síðu 27 í DV í gær, þótt ég búist í sjálfu sér ekki við því að hámenntaða DV-lausa samfélagselítan sem les þetta blogg hafi tekið eftir því.
Núna er klukkan að verða hálf fjögur. Síðan skömmu eftir hádegismat hef ég verið að dreeepast úr ákveðinni gremju, og hún hverfur varla fyrr en í kvöld þegar ég get gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Svona hefur þetta verið í marga vinnudaga í röð og er voðalega skrýtið því það er ekkert, og nákvæmlega ekkert í umhverfi mínu sem réttlætir tilkomu þessarar gremju, og daglega þarf ég að upplifa hana koma yfir mig á miðjum vinnudegi þótt ég vinni hörðum hönd(um) að forvörnum vegna hennar á kvöldin.
Annars er hressandi að sjá að örpistillinn "Ekki hlusta á vinstrimenn" prýddi síðu 27 í DV í gær, þótt ég búist í sjálfu sér ekki við því að hámenntaða DV-lausa samfélagselítan sem les þetta blogg hafi tekið eftir því.
Monday, February 06, 2006
Gaurarnir
Örlítill listi til varðveislu minninga:
ExxonMobil
BP
Total
Statoil
Nú er bara að fá Shell á þennan lista, og e.t.v. er fólk með einhverjar hugmyndir og þekkt nöfn sem vantar?
ExxonMobil
BP
Total
Statoil
Nú er bara að fá Shell á þennan lista, og e.t.v. er fólk með einhverjar hugmyndir og þekkt nöfn sem vantar?
Múhameðsmálið
There are no legal limits to free speech, but there are civic limits. In any society, there is a civic understanding that free speech should be used wisely so not as to provoke sensitivities, particularly in hybrid, multicultural societies we see in the world today. It is a matter of civic responsibility and wisdom, not a question of legality or rights. In that context, I think it was unwise to publish these cartoons because it is the wrong way to start a debate about integration. Such a move inflames emotions; it does not court reason. It is a useless provocation. (#)Mikið er hressandi að sjá einhvern höfða til skynsemi, kurteisi og yfirvegunar í stað þess að tala endalaust um hvort löggjafinn eða framkvæmdavaldið eigi að grípa til einhverra aðgerða. Málfrelsi á nefninlega ekki að setja nein lagaleg takmörk. Guðlast, hommaníð, blökkumannabrandarar, reðurdjókar, barmstærð eða -smæð, klæðaburður, léleg sjón, kynjafordómar, óhróður og hvaðeina - ekkert er hægt að réttlæta löggjöf á nema sætta sig við að sumum megi fórna á bál annarra. Hins vegar er auðvitað til ókurteisi og eitthvað sem er óviðeigandi. Það er önnur saga.
Múslíma-múhameðsmálið kemur hinum venjulega múslíma lítið við. Miðausturlensk hryðjuverkasamtök og/eða bókstarfstrúar-múslímasamtök eru potturinn og pannan á bak við alls þessa rugls sem hefur fylgt fjögurra mánaða gömlum teiknimyndum, sem þar að auki eru í besta falli sæmilega fyndnar og vöktu eflaust enga athygli fyrstu lesenda. Besta ráðið væri líklega að hunsa mótmæli og hróp og köll og fylgjast með óeirðabylgjunni logna útaf í athyglisleysi.
Umfram allt er að vona að löggjafinn haldi að sér höndum. Þótt sumir geti illa mótmælt því að vera fórnað á bál samfélagslegrar kröfu um frið og ró þá þýðir það ekki að slíkt sé réttlætanlegt.
Sunday, February 05, 2006
Helgarpistillinn
Þriggja daga helgi nú að baki og eftir situr þynnka og haugur af góðum minningum. Kristín er alveg einstaklega góður félagsskapur og Jenný er með eindæmum hress, og Gunnar og Gunna eru snilldarpar. En svona fyrir eigin varðveislu minninga kemur nú stikkorðablogg:
LA bar - trefill - sívali turninn - Christiania - Fields (já þá hefur maður heimsótt það marmaravíti) - Lux - franskt partý í furðulegu húsi - Dóri alltaf hress - Ingimar verð ég að hitta oftar.
Ein hressandi mynd fær að fylgja,
Næst á dagskrá er þéttskipuð vinnuvika og þorrablótsball um næstu helgi. En fyrst er að glápa á Sin City.
LA bar - trefill - sívali turninn - Christiania - Fields (já þá hefur maður heimsótt það marmaravíti) - Lux - franskt partý í furðulegu húsi - Dóri alltaf hress - Ingimar verð ég að hitta oftar.
Ein hressandi mynd fær að fylgja,
Næst á dagskrá er þéttskipuð vinnuvika og þorrablótsball um næstu helgi. En fyrst er að glápa á Sin City.
Thursday, February 02, 2006
Dópistalúkkið
Wednesday, February 01, 2006
Handahófskenndar hugleiðingar
Verðskuldað fyrsta sæti hjá minni stúlku. Annað verður ekki sagt.
Mentor-hlutverkið var léttara en ég hélt í byrjun. Á morgun vandast málið samt því hinn nýi maður fær, ólíkt mér á sínum tíma, ekki rólega viku til að kynna sér nokkur hundruð blaðsíður af allskyns stöðlum, vinnureglum og ferlum, kynnast fólkinu á vinnustaðnum og læra á hvað er hvar. Hinn nýi maður þarf, á morgun, að komast af stað með mjög áríðandi verkefni. Ojæja, lærir maður nokkuð nema stinga sér í djúpa endann á lauginni fyrst?
Vonandi er djamm á morgun. Fimmtudagsdjömm rúla.
Er einhver áhugi fyrir örlitlu Excel-skjali sem sýnir Ingibjörgu Sólrúnu og fleirum af hverju vaxandi laun og aukin velmegun eru að valda hækkandi skattprósentum á annars vaxandi launaávísum, og af hverju flatur, persónuafsláttarlaus tekjuskattur myndi kippa því í lag ef áhugi er virkilega fyrir því að berjast við hlutföllin sem slík?
Mentor-hlutverkið var léttara en ég hélt í byrjun. Á morgun vandast málið samt því hinn nýi maður fær, ólíkt mér á sínum tíma, ekki rólega viku til að kynna sér nokkur hundruð blaðsíður af allskyns stöðlum, vinnureglum og ferlum, kynnast fólkinu á vinnustaðnum og læra á hvað er hvar. Hinn nýi maður þarf, á morgun, að komast af stað með mjög áríðandi verkefni. Ojæja, lærir maður nokkuð nema stinga sér í djúpa endann á lauginni fyrst?
Vonandi er djamm á morgun. Fimmtudagsdjömm rúla.
Er einhver áhugi fyrir örlitlu Excel-skjali sem sýnir Ingibjörgu Sólrúnu og fleirum af hverju vaxandi laun og aukin velmegun eru að valda hækkandi skattprósentum á annars vaxandi launaávísum, og af hverju flatur, persónuafsláttarlaus tekjuskattur myndi kippa því í lag ef áhugi er virkilega fyrir því að berjast við hlutföllin sem slík?
Subscribe to:
Posts (Atom)