Ég held ég hafi slegið tala-í-símann-tímametið mitt í dag. Þrjú löng símtöl plús nokkur smærri og mér líður eins og heilinn á mér hafi verið soginn út með símtóli.
Strax kominn fimmtudagur! Þetta er ótrúlegt. Það gæti alveg eins verið þriðjudagur miðað við stemminguna í kroppnum. Í seinustu viku leið mér strax á mánudegi eins og eftir langa vinnuviku. Þessi vika er varla byrjuð áður en hún endar. Svona er þessu nú misskipt.
DV-skrýmslið fóðrað. Aðdáendur Vinstri-grænna ættu að hafa augun opin.
Enn einir flutningarnir á vinnustaðnum í næstu viku. Þessir eru reyndar bara tímabundnir svo iðnaðarmenn komist að. Engu að síður þreytandi og þegar ég er aftur fluttur á minn stað hef ég flutt alls fjórum sinnum síðan ég hóf störf hér 1. júní 2005. Kosturinn er sá að maður tekur aðeins til, endurskipuleggur og hendir út í flutningum.
Systir mín á von á pakka bráðum. Það finnst henni örugglega gaman. Voðalega praktískt, en á "the cool way" (ekki borvél eða nál- og tvinnasett, en samt praktískt).
Ég held ég sé orðinn aðeins of góður í að skrifa skýrslur í vinnunni, sem veldur því að þeir sem eru að "checka" eru farnir að slappa af í yfirferðinni, sem þýðir að villur eiga auðveldara með að sleppa í gegn, sem þýðir að ég þarf að vanda mig meira! Eða minna? Tricky.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment