Eftir u.þ.b. 20 mínútur lenda 5 þyrstir drengir á Kastrup og halda áfram drykkju sem líklega byrjaði fyrir flugtak í morgun. Ég berst við að losna við verkefni vikunnar í vinnunni og ætla smjaðra aðeins fyrir yfirmanninum á eftir og taka mér frí á morgun. Ofsinn ætti því að geta byrjað af minni hálfu einhvern tímann uppúr síðdegi.
Bless, bless heimur edrúmennsku og rökréttrar hugsunar. Sjáumst aftur á sunnudaginn! Eða mánudaginn.