Þægilega þreyttur mánudagur senn á enda. Afköst ágæt, verkefnaálag jafnt og þétt, andleg heilsa furðugóð miðað við það hve óreglulegur svefninn var um helgina.
Þorrablótið var vitaskuld gott rokk. Enginn vafi. Stutt hár virðist líka vera vænlegt til árangurs svo maður tali nú ekki um mottuna góðu.
Ég ætla reyna spara mig um næstu helgi og eiga tvöfalt inni um þá þarnæstu enda ekki lítil helgi þar á ferð.
Hauki þakka ég kærlega, og hér með opinbera, fyrir sendinguna. Hressleiki hennar er með gríðarlegur.
Nú er að klára eitthvert smáverkefnið og drulla sér síðan heim til að þvo stofugólfið. Maður er jú karlmaðurinn á heimilinu!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment