Þessa færslu skrifa ég bara því ég er 100% viss um að ekki nokkur manneskja á vinnustaðnum geti lesið hana, og af því mér er eiginlega nokkuð sama hvað öðrum finnst um eftirfarandi upplýsingar:
Núna er klukkan að verða hálf fjögur. Síðan skömmu eftir hádegismat hef ég verið að dreeepast úr ákveðinni gremju, og hún hverfur varla fyrr en í kvöld þegar ég get gripið til nauðsynlegra ráðstafana. Svona hefur þetta verið í marga vinnudaga í röð og er voðalega skrýtið því það er ekkert, og nákvæmlega ekkert í umhverfi mínu sem réttlætir tilkomu þessarar gremju, og daglega þarf ég að upplifa hana koma yfir mig á miðjum vinnudegi þótt ég vinni hörðum hönd(um) að forvörnum vegna hennar á kvöldin.
Annars er hressandi að sjá að örpistillinn "Ekki hlusta á vinstrimenn" prýddi síðu 27 í DV í gær, þótt ég búist í sjálfu sér ekki við því að hámenntaða DV-lausa samfélagselítan sem les þetta blogg hafi tekið eftir því.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Þetta er þó ekki BRUNDFYLLISGREMJA??
er ekkert klósett í vinnunni?
Þetta er aðgerð sem ég vil að taki sinn tíma og í umhverfi sem ég stjórna, en stundum þarf maður jú að gera málamiðlanir
Útskýrðu hugtakið DV-laus samfélagselíta, takk.
Orðalag innblásið af þeim almenna skilningi að það eru bara þessir ómenntuðu verkamannaplebbar sem kaupa DV til að höfða til eigin lægstu hvata og hnýsni inn í einkalíf nágrannans.
Post a Comment