Wednesday, February 01, 2006

Handahófskenndar hugleiðingar

Verðskuldað fyrsta sæti hjá minni stúlku. Annað verður ekki sagt.

Mentor-hlutverkið var léttara en ég hélt í byrjun. Á morgun vandast málið samt því hinn nýi maður fær, ólíkt mér á sínum tíma, ekki rólega viku til að kynna sér nokkur hundruð blaðsíður af allskyns stöðlum, vinnureglum og ferlum, kynnast fólkinu á vinnustaðnum og læra á hvað er hvar. Hinn nýi maður þarf, á morgun, að komast af stað með mjög áríðandi verkefni. Ojæja, lærir maður nokkuð nema stinga sér í djúpa endann á lauginni fyrst?

Vonandi er djamm á morgun. Fimmtudagsdjömm rúla.

Er einhver áhugi fyrir örlitlu Excel-skjali sem sýnir Ingibjörgu Sólrúnu og fleirum af hverju vaxandi laun og aukin velmegun eru að valda hækkandi skattprósentum á annars vaxandi launaávísum, og af hverju flatur, persónuafsláttarlaus tekjuskattur myndi kippa því í lag ef áhugi er virkilega fyrir því að berjast við hlutföllin sem slík?

2 comments:

Anonymous said...

Ég vil benda þér á nafna minn hann Lobba; www.hi.is/~lobbi

Hann hefur sýnt fram á slíkt á skeleggan hátt.

Anonymous said...

Umræddur Lobbi fór einmitt í samfylkinguna (var í sjálfstæðisflokk) til þess eins að styðja ISG

Þrándur