Wednesday, June 14, 2006

30 stiga heitur vinnudagur

Næstum því ólíft úti í þessari viku fyrir hita. Get ekki einu sinni verið í peysu kl 23 á kvöldin, og alls ekki kl 8 á morgnana.

A-zone er góður staður að vera á, en ég efast ekki um að næsta opna svæði sé líka frábært.

Leikurinn í gærkvöldi var ofsi inn á þéttpökkuðum O'Leary. Ég ætla tvímælalaust að gera þann stað að öðru heimili mínu í júní.

Í gær heyrði ég varla í símanum allan daginn. Eftir klukkutíma fjarveru frá símanum á meðan á þriðjudags-vinnufótboltanum stóð voru komin 3 ubesvarede opkalds. Húrra fyrir hinu órannsakanlega kosmíska almætti.

Húrra fyrir óseðjandi kökulyst Danans.

Skrifstofugreddan byrjuð að trufla mig.

Eftirfarandi stendur í tölvupósti sem ég var að fá sendan:
"Lejligheden er din, jeg modtog den endelige accept fra mægler i går."
Nokkur tækniatriði bíða nú afgreiðslu og þá getur ekkert stoppað mig!

2 comments:

-Hawk- said...

Til hamingju. Hvenær færðu lyklavöldin?

Geir said...

Ef ef ef... þá strax á laugardaginn.