Varúð! Þessi færsla er LÖNG og þurr! Hún er fyrst og fremst ætluð mér til skráfestingar, og innblásin af síendurtekningum spurningum innfæddra um hvað í fjáranum ég sé nú að gera í Danmörku.
Haust 2002- vor 2003: Fór til Danmerkur sem skiptinemi við DTU. Mikið djamm og djús. Komst að því að danskt skólafyrirkomulag hópvinnu og náms sem gaf ekki upp námsefnið nema maður mætti í tíma (helst þá alla saman) hentaði mér frekar illa. Kynntist hinni dönsku Sanne. Hróaskelda sumarið 2003 og svo til Íslands.
Sumar 2003 - sumar 2004: Lokaverkefni við HÍ auk nokkura námskeiða. Held sambandi við þá dönsku (öfugt öllu heldur). Hún flytur til Íslands í febrúar 2004 og vinnur á meðan ég klára námið.
Sumar 2004: Flyt með þeirri dönsku til Danmerkur. Ég finn vinnu (hreingerningar sept.-nóv., póstberi des.-maí, verkfræðingur júní-...). Hún fer í skóla. Leigjum saman litla íbúð í Nörrabro.
Vor/sumar 2005: Ég og sú danska ákveðum að flytja í sitthvort húsnæðið. Ekkert ósætti með það. Þetta var alveg fullkomlega eðlileg ákvörðun sem hafði legið í loftinu í einhvern tíma.
Júlí 2005: Er enn í sambandi með þeirri dönsku og nýbyrjaður í þessari frábæru vinnu. Hættum formlega saman um einhvern tímann í þessum mánuði. Vorum í raun hætt saman fyrr.
Ágúst 2005: Sýgst sífellt dýpra inn í vinnuna og fíla mig í tætlur. Nú orðinn einhleypur maður. Engin dönsk stelpa til að halda manni í landinu, en vinnan er miklu þyngra akkeri en það.
Vetur 2005 - vor 2006: Leigi herbergi í íbúð sem hýsir 5 aðra einstaklinga. Stjórna öllu sem er mikilvægt: Reikningshaldi, inn- og útflutningum, samskiptum við eiganda og húsfélag, osfrv. Ekkert sem heldur vöku fyrir manni en verður þreytt til lengdar. Eigandi ákveður að selja og húsnæðismál komast á dagskrá enn einu sinni í þessu landi.
Í dag: Íbúð keypt á sjúklega dýrum fasteignamarkaði til að losna af leiðinlegum leigumarkaði. Lít samt ekki á íbúðina sem slíka sem eitthvað akkeri. Ég ætla að halda vinnunni á meðan ég fíla mig jafnvel í henni og ég geri. Íbúð í Köben hlýtur að teljast sæmileg fjárfesting eins og margt annað.
Hvað með framhaldið? Óráðið. Reikna með a.m.k. tveimur árum í Danmörku í viðbót. Aldrei að vita samt. Spái hreinlega ekki svo mikið í það. Sakna fólks og fjölskyldu, en ég er svo bjartsýnn að ég held að þegar til lengri tíma sé litið þá sé ekkert á því að tapa að taka útlanda-lífið út. Ísland togar alltaf og mun á endanum toga alveg, en það gerist þá bara þegar það gerist.
Yfir og út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Minnsta íbúð í heimi?
Næstum því. Sé samt fyrir mér að það sé hægt að pakka 10 manns í sófa og 3-4 í stóla. Plássfreku húsgögn seljanda voru.. plássfrek!
Togar Roskilde 2006?
Þú svindlar þér bara inn á Hróa, ekkert rugl!
Roskilde togar! Sé til með smyglið. Erfitt að reikna út hvernig þessi vika mun þróast.
Post a Comment