Undanfarna daga hefur alveg stórmyndarleg stúlka sést á göngum vinnustaðarins og oftar en ekki í félagsskap yfirmanns deildarinnar minnar. Sögur herma að þar sé dóttir hans á ferð. Vinnustaðagreddan þurfti svo sannarlega ekki á þessari kyndingu að halda. Hversu svalt væri að komast yfir dóttur stjóra?
Dönsk dagblöð vilja nú siga ríkisvaldinu á hið enn óútgefna danska systurblað Fréttablaðsins og tala um "marga möguleika á samkeppnisröskunum" (eða í álíka stíl). Allt sem heitir samkeppnisyfirvöld ætti að heita samkeppniseyðingarvöld. Ríkisafskipti í nafni samkeppni eru alveg jafnslæm og ríkisafskipti í nafni verndarstefnu og sérhagsmunagæslu, ef ekki bara nákvæmlega sami hluturinn.
Svo seldist upp á Hróaskeldu. Ég hafði lofað mér að kaupa ekki miða fyrr en ég væri viss um að vera með þak yfir höfuðið í júlí, sem er ekki ennþá orðið 100% öruggt. Maður þarf því víst að byrja á einhverjum fjárans miðareddingum ef þakið staðfestist fljótlega. Nú eða panik vegna húsnæðisleysis af það staðfestist ekki.
Danir skiptast í tvo hópa: Annar er sá sem samanstendur af þeim sem ganga um götur landsins og er hægt að hitta og sjá. Hinn er sá sem skrifar í blöðin.
Dönsk blöð eru troðfull af væli um stress, gróðurhúsaáhrif, ofnotkun fólks á vatni í hitanum, lélegum starfsskilyrðum, miklu álagi á vinnustöðum, versnandi heilsu og holdafari, og svona má lengi telja. Hinn almenni Dani er vissulega með vel bókaða dagskrá bæði heima og á vinnustaðnum, en hann kvartar ekki yfir því nema í undantekningartilvikum (a.m.k. ef marka má reynslu mína af þremur mismunandi vinnustöðum í Baunaveldi - sem verkamaður, póstberi og loks verkfræðingur).
Ég er að hugsa um að fagna hverjum föstudegi með því að vera í "enjoy capitalism"-bolnum mínum. Eingöngu ríku markaðssamfélögin geta starfað og haldið uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir að þorri vinnandi manna og kvenna taki sér tvo frídaga í hverri viku. Föstudagur hér með umskírður Uppskerudagur kapítalismans.
Þrír tímar í föstudagsbjórinn heyri ég sjálfan mig hugsa.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
þú ert fyndinn :-)
Hvernig standa miðamál ef staðfesting húsnæðis (af/á) fæst ekki fyrr en í júlí?
Þrándur.
Kemur mun fyrr í ljós en það! Fréttir væntanlegar
Post a Comment