Flutningar eru eitt það leiðinlegasta sem ég geri. Ég kemst ekki í gang. Þó búinn að kaupa kassa undir fábreytta búslóð mína.
Kaupmannahöfn hefur nú fengið vítamíngjöf í æð með nokkrum góðum piltum frá Íslandi. Það er minn eini hvati til að ná að pakka einhverju. Jú, og sá að Þóra er orðin óþolinmóð eftir hillum. Svoleiðis hvati er samt mun léttvægari en tilhugsunin um ölþamb með verkfræðilingum.
Hróaskeldustaðan er enn óviss. Miðinn fellur af himnum ef hann gerir það. Myndi mæta seint á svæðið hvað sem öðru líður.
Ég tók smá vinnu með mér heim og tókst, mér að óvörum, að leysa það sem leysa þurfti. Góð tilhugsun það.
Lítil grein er tilbúin í ofninum (þótt aðal-yfirlesarinn sé fjarri góðu gamni). Hvaða prentmiðill er í mestri þörf fyrir tilbreytingu frá vinstriskrifum? Mér sýnist Fréttablaðið vera í sæmilegum málum. Hvað með Blaðið eða Moggann?
Jæja, ég hlýt að geta pakkað í einn kassa. Yfir og út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Nú ef allt annað bregst þá mætir þú bara með mér á sunnudaginn :)
Sorry Geir minn yfirlestrar-leti mína - það er bara svo erfitt að vera fyllibytta!!!!
FYI. Engir midar voru seldir a lestarstodinni i Roskilde i gaer.
Thrandur
Kem á sunnudaginn með Hauki. Engin leið að flýta því (þótt ég ætti miða). Sjáumst þá Roskilde-fólk!
Post a Comment