Monday, June 05, 2006

Mánudagsmolar

Þungur dagur í dag (fyrst og fremst líkamlega). Tók mig t.d. 6 klukkutíma að fá mér eitthvað að borða. Ætlaði að vinna eitthvað í dag en tókst að svíkja mig um það. Einhvern veginn er svo margt að gerast í einu að ég missi alla einbeitingu gagnvart einhverju einu. Tókst þó að taka til í herberginu þannig að það sé hægt að komast að með ryksugu, og þvoði meira að segja smá.

Var að horfa á frjálshyggjumyndina I, Robot og held hún sé bara ágæt hugleiðing um hættuna á bak við að telja sig vita hvað er öðrum fyrir bestu.

Í vikunni kemur væntanlega í ljós hvort ég sé orðinn íbúðareigandi eða ekki. Ekki laust við að smá spenna fylgi því. Ef íbúðin verður mín þá er vitaskuld Hróaskeldu-miði næstur á innkaupalistanum. Ef ekki tekur við að bjarga sér frá því að lenda á götunni í júlí. Til hvers að tefla ef ekki á að tefla djarft?

Þóra nokkur Jensdóttir flytur til Danmerkur á morgun með allt sitt hafurtask og það er hressandi tilhugsun. Maður er jú allur í því að vera leiðsögumaður og annað eins í Kaupmannahafnarborg, og ekkert sjálfsagðara en að gera flutning til borgarinnar að eins mjúku ferli og frekast er unnt.

Mig vantar nafn á "online"-hluta MSN-listans núna. Er eiginkonan að stela tíma frá mér núna?

Tónlistarþursinn ég er núna að reyna byggja upp þekkingu á stærstu nöfnum Roskilde ef ske kynni að sú hátíð komist á dagskrá hjá mér. Tool brýtur ísinn. Hverjir eru næstir? Nei, ekkert útnára gringó-rokk frá Fjarskanistan takk. Bara alvöru.

3 comments:

Sunna said...

ég þakka ísbjarnar-urlið.. made me feel a lot better :)
Góðar stundir.

Anonymous said...

Deftones...

Þrándur

Anonymous said...

Ég hef leyfi til þess að stela frá þér tíma einstaka sinnum.