Já, fluttur í litlu holuna mína. Umkringdur kössum að sníkja veikt netsamband af einhverju þráðlausu neti í nágrenninu og vona það haldist eitthvað.
Seinustu tveir sólarhringar hafa farið í alveg gríðarlega úthreinsunar- og hreingerningarvinnu. Ég finn fyrir mörgum vöðvum sem ég hef ekki fundið fyrir síðan í leikfimi í menntaskóla. Ég er líka klístraður af svita (sturtan var þvegin í gær og því ekkert um að fara í sturtu eftir langan dag í gær og hvað þá í dag á skiladegi íbúðarinnar). Ég fæ því að prófa sturtuaðstöðu íbúðarholu minnar innan skamms. Gott það.
Ég sé svolítið eftir því að hafa ekki skrásett úthreinsunarferlið því ég hef aldrei lent í öðru eins. 180 fermetra íbúð sem hefur verið útleigð herbergi fyrir herbergi í a.m.k. 10 ár og margir fletir hennar höfðu greinilega ekki verið snertir síðan þeir voru settir upp eða málaðir í fornöld. Aldrei aftur!
Nýju svalirnar mínar ná sólinni frá morgni til kvölds virðist vera. Gott mál. Enn ólíft þar fyrir hita kl 19 að kveldi til.
Bjór, kæfa og jógúrt komið í ísskápinn eftir stutta búðarferð áðan. Sömuleiðis áfengið í hilluna, klósettrúlla á sínum stað og skúffurnar hans Baldurs smellpassa undir rúmið. Þetta mjakast.
Ég kann ekki að innrétta. Ég veit bara að mig vantar svefnsófa. Hitt hlýtur þá að koma náttúrulega af sjálfu sér.
Lýkur þá Innlit-útlit tímabili þessarar síðu hér með.
Hróaskelda með Hauki á morgun. Jess! Ég verð í glasi hálftíma frá því ég vakna á morgun og hananú!
Spakorð dagsins: Ef tveir valkostir standa til boða, og annar er mun flóknari, dýrari, tímafrekari og meiri erfiðleikum bundinn en hinn, þá mun kvenmaðurinn alltaf velja hann.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Til hamingju með að vera fluttur, gott að gekk vel.
Ég er ósammála því að við konur veljum alltaf dýrari og flóknari valkostinn - HALLÓ varstu ekki í Berlín með mér.......
Við fórum alltaf auðveldu leiðina þar, þá leið sem við nutum lífsins til botns og þurftum lítið að hafa fyrir hlutinum - ENDA VAR FERÐIN ÆÐI Í ALLA STAÐI.
Fjóla þú skilur þig frá meðal-manninum (kk eða kvk) á svo ótal marga vegu að ég veit ekki hvar ég á að byrja! Berlín er mér í fersku minni.
Hæ Geir!
Ég gúgglaði þig.. og fann þig:)(eins og sjá má svo sem)Gaman að komast á sporið hjá þér. Til hamingju með nýju íbúðina og vonandi hefur þú það sem best.
Kisskiss!
Björg... þú manst eftir mér er það ekki?:)
Bannað að kommenta svona án þess að gefa mér færi á að hafa samband til baka, t.d. via e-mail!
Hehe, bjorgpals@yahoo.com :)
Post a Comment