Enn einn flutningurinn innan vinnustaðarins nú að mestu afstaðinn. Mér fer bráðum að líða eins og Milton í myndinni Office Space.
Kannski ég reyni að finna hlutastarf fyrir næstu 2-3ja vikna Íslandsdvöl. Ég held að mér finnist betra að vera í fríi FRÁ venjulega vinnustaðnum en að vera í algjöru aðgerðarleysi á daginn.
Mikil rigning í Danaveldi eins og við var að búast og meira að segja þrumuveður í gærdag.
Lítur út fyrir ágætt samansafn af ferðalöngum til Köben á þessu misseri. Fallegu Strákarnir mínir hafa (flestir) lofað sér í nóvember, Fjármálaráðgjafinn er settur á okt.-nóv. einhvern tímann og Doktor Valur lætur líklega sjá sig einhvern laugardaginn. Á óskalistanum eru margir, t.d. flestir þátttakendur Ölympíuleikanna 2006, fyrrum kattareigandinn (og núverandi fátæki námsmaðurinn) í Firðinum og vel valin skyldmenni.
Danir skiptast áberandi í tvennt þegar kemur að því að kunna meta sælgætið Þrist.
Ruslritið Orðið á götunni segir að Björn Bjarnason sé "andlegur leiðtogi frjálshyggjuaflanna", þá væntanlega í Sjálfstæðisflokknum. Hvaða vitleysa er það eiginlega?! Þótt ég sé enginn Sjalli þá get ég ekki varist því að segja: Áfram Heiðrún!
Dagurinn í dag hefur verið mikill eirðarleysisdagur. Ég get varla tekið að mér fleiri verkefni því rétt handan við hornið er flóðbylgja þeirra og í millitíðinni er bara að reyna dunda sér við vanrækt smáverkefni. Ég skrifa varla alla viðverutímana á mig í dag. Samviskan leyfir ekki slíkt.
Vel grunnt í veskinu eftir Íslandsför en samt ekki eins grunnt og verstu spár gerðu ráð fyrir. Húrra fyrir því.
Ég býst við að Danmörk þyngist um kvart-tonn í dag. Sjáum hvort landið nái að halda sér á floti eftir það.
Wednesday, August 30, 2006
Tuesday, August 29, 2006
Back to Baunaland
Þá er maður kominn aftur til vinnu eftir mjög svo ágætar tvær vikur á Íslandi. Þynnkan er að mestu horfin, t.d. þökk sé góðum mat í mötuneytinu í hádeginu og nú er bara að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.
Vinnuveitandi minn er geðveikur. 300 manna vinnustaður sem "søger op mod 50 nye medarbejdere" á einu bretti. Hvað á allt þetta fólk að gera?! Núna segja þeir að ef maður þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern, "så er det nu de skal prikkes på skulderen, og komme ud af busken!" Einhver til í tuskið?
Ég er yfirleitt seinastur með fréttirnar þegar kemur að því nýjasta og sniðugasta á netinu en mæli engu að síður með þessu (ef það virkar).
Á morgun lendir þungaflutningavél á Kastrup með tvær íturvaxnar íslenskar kjötbollur sem ætla að gista hjá mér í vikunni. Ég geri ráð fyrir léttum þrengslum en það er í lagi.
Þá Tyrkinn er byrjaður að ryksuga. Yfir og út.
Vinnuveitandi minn er geðveikur. 300 manna vinnustaður sem "søger op mod 50 nye medarbejdere" á einu bretti. Hvað á allt þetta fólk að gera?! Núna segja þeir að ef maður þekkir einhvern eða þekkir einhvern sem þekkir einhvern, "så er det nu de skal prikkes på skulderen, og komme ud af busken!" Einhver til í tuskið?
Ég er yfirleitt seinastur með fréttirnar þegar kemur að því nýjasta og sniðugasta á netinu en mæli engu að síður með þessu (ef það virkar).
Á morgun lendir þungaflutningavél á Kastrup með tvær íturvaxnar íslenskar kjötbollur sem ætla að gista hjá mér í vikunni. Ég geri ráð fyrir léttum þrengslum en það er í lagi.
Þá Tyrkinn er byrjaður að ryksuga. Yfir og út.
Wednesday, August 23, 2006
Breyttar áætlanir
Ferðaplanið er örlítið breytt. Ég verð fram á mánudag á Klakanum sem þýðir að ég næ Ölympics og er ákaflega glaður yfir því! Hlynur og vitaskuld Daði kóngur fá þakkir fyrir nauðsynlega hvatningu og góðmennsku, greiðamennsku og almenna fegursku (sem hér með er til sem nýtt orð í íslensku).
Þurrkurinn sem ég lofaði mér í seinustu færslu hefur haldið, maginn orðinn góður aftur og helgin handan við hornið. Allt eins og það á að vera.
Veðrið snarbatnaði skömmu eftir að breytt flugáætlun var ákveðin. Nema hvað.
Ég var búinn að gleyma því hvað pólitísk umræða á Íslandi er grunn, jafnvel grynnri en sú danska (þá er mikið sagt).
Megavika með megadrengjum kallar. Yfir og út.
Þurrkurinn sem ég lofaði mér í seinustu færslu hefur haldið, maginn orðinn góður aftur og helgin handan við hornið. Allt eins og það á að vera.
Veðrið snarbatnaði skömmu eftir að breytt flugáætlun var ákveðin. Nema hvað.
Ég var búinn að gleyma því hvað pólitísk umræða á Íslandi er grunn, jafnvel grynnri en sú danska (þá er mikið sagt).
Megavika með megadrengjum kallar. Yfir og út.
Monday, August 21, 2006
Stiklur
Ég verð víst að skrifa eitthvað hjá mér svona upp á minningavarðveisluna.
Líkaminn er í hakki núna og efast ég um að áfengi muni snerta mínar varir í dágóðan tíma (eða þar til ég er hættur að kúka á ca 3 klst fresti og búinn að hósta úr mér tjöruleðjunni í lungunum). Að sjálfsögðu var djamm á föstudaginn og að sjálfsögðu á menningarnóttina en lítill svefn (t.d. í sófa Gauta milli kl 8 og 11 á sunnudagsmorgun) og mikið þamb seinustu daga (t.d. miðviku- og fimmtudagskvöld) hefur nú loks tekið sinn toll.
Annars eru seinustu dagar búnir að vera ákaflega ágætir. Margt öðruvísi en planað, en ekkert við því að gera. Annað nýtt á planinu, og bara hægt að kalla það jákvætt. Nú er bara að einbeita sér að hvíld í sem ódrukknustum félagsskap á seinustu frídögunum svo maður byrji ekki vinnuvikuna á að óska sér hvíldar og frídags.
Líkaminn er í hakki núna og efast ég um að áfengi muni snerta mínar varir í dágóðan tíma (eða þar til ég er hættur að kúka á ca 3 klst fresti og búinn að hósta úr mér tjöruleðjunni í lungunum). Að sjálfsögðu var djamm á föstudaginn og að sjálfsögðu á menningarnóttina en lítill svefn (t.d. í sófa Gauta milli kl 8 og 11 á sunnudagsmorgun) og mikið þamb seinustu daga (t.d. miðviku- og fimmtudagskvöld) hefur nú loks tekið sinn toll.
Annars eru seinustu dagar búnir að vera ákaflega ágætir. Margt öðruvísi en planað, en ekkert við því að gera. Annað nýtt á planinu, og bara hægt að kalla það jákvætt. Nú er bara að einbeita sér að hvíld í sem ódrukknustum félagsskap á seinustu frídögunum svo maður byrji ekki vinnuvikuna á að óska sér hvíldar og frídags.
Wednesday, August 16, 2006
Ísland #1
Ísland er ekki búið að svíkja, hvorki fólkið né landið. Það er þá helst ég sem er búinn að svíkja en það angrar mig lítið í bili.
Ég skil ekki þetta kvart og kvein út af íslenska sumrinu - hér er búið að vera rjómablíða síðan ég lenti á föstudaginn! Undantekningin er örfáar skúrir og smá rok um daginn en ekkert til að æsa sig yfir.
Það er von fyrir Flokkinn, kannski!
Þótt Íslendingar rakki land sitt og landa mikið niður þá verð ég bara að segja eftirfarandi: Ísland er svalara og fallegra en Danmörk nokkurn tímann. Gallar Íslands tengjast því fyrst og fremst hvað það er fámennt sem hefur vissulega áhrif á hugarfar og einnig atvinnulífið. En Ísland er kúúúúl.
Kannski var ég að bjarga tölvu mömmu frá hægum dauða núna. Gott hjá mér. Hótel Mamma er frábært hótel. Getur einhver sagt mér af hverju ég flutti að heiman til að byrja með?
Ég skil ekki þetta kvart og kvein út af íslenska sumrinu - hér er búið að vera rjómablíða síðan ég lenti á föstudaginn! Undantekningin er örfáar skúrir og smá rok um daginn en ekkert til að æsa sig yfir.
Það er von fyrir Flokkinn, kannski!
Þótt Íslendingar rakki land sitt og landa mikið niður þá verð ég bara að segja eftirfarandi: Ísland er svalara og fallegra en Danmörk nokkurn tímann. Gallar Íslands tengjast því fyrst og fremst hvað það er fámennt sem hefur vissulega áhrif á hugarfar og einnig atvinnulífið. En Ísland er kúúúúl.
Kannski var ég að bjarga tölvu mömmu frá hægum dauða núna. Gott hjá mér. Hótel Mamma er frábært hótel. Getur einhver sagt mér af hverju ég flutti að heiman til að byrja með?
Tuesday, August 15, 2006
Thursday, August 10, 2006
Ísland á morgun
Þá er rétt tæpur sólarhringur þar til ég flýg af stað til Íslands. Lending kl 15:10 (ánægjulegt að græða 2 tíma og tapa þar með bara 1 klst í flug). Síminn verður (ef ég man eftir símakortinu) 6948954 eins og svo oft áður.
Sólin er enda búin að yfirgefa Danmörku í bili og orðin að rigningu, hlýindum og örlítilli golu.
Neisko, en ánægjulegt að vita til þess að eftir 20 ár af erfðabreytingu matvæla með tilheyrandi neyslu milljarða málsverða, "there is not a single documented case of injury to a person or disruption of an ecosystem". Genabreyttan mat á diskinn minn! Dylgjur eru ekki skjalfesting eða staðfesting á neinu.
Stjóri stjóra (og þar með minn stjóri) á alveg yndislega myndarlega dóttur. Hún ætti að vera bönnuð.
Lagt hefur verið til að makaval verði ríkisvætt. Þetta er hið besta mál. Núna á ég "rétt" á kvenmanni gædd hinum og þessum kostum. Geri hér með kröfu á "sjálfsögð mannréttindi" mín: Útungunarvél sem heldur sér alltaf í toppformi og toppástandi ásamt því að segja bara krúttlega hluti, og þá aðeins að á hana sé yrt.
Jæja nóg af fjasi. Næsta fjas verður á Klakanum.
Sólin er enda búin að yfirgefa Danmörku í bili og orðin að rigningu, hlýindum og örlítilli golu.
Neisko, en ánægjulegt að vita til þess að eftir 20 ár af erfðabreytingu matvæla með tilheyrandi neyslu milljarða málsverða, "there is not a single documented case of injury to a person or disruption of an ecosystem". Genabreyttan mat á diskinn minn! Dylgjur eru ekki skjalfesting eða staðfesting á neinu.
Stjóri stjóra (og þar með minn stjóri) á alveg yndislega myndarlega dóttur. Hún ætti að vera bönnuð.
Lagt hefur verið til að makaval verði ríkisvætt. Þetta er hið besta mál. Núna á ég "rétt" á kvenmanni gædd hinum og þessum kostum. Geri hér með kröfu á "sjálfsögð mannréttindi" mín: Útungunarvél sem heldur sér alltaf í toppformi og toppástandi ásamt því að segja bara krúttlega hluti, og þá aðeins að á hana sé yrt.
Jæja nóg af fjasi. Næsta fjas verður á Klakanum.
Wednesday, August 09, 2006
Vítahringur sambandsins
Eftirfarandi félagsfræðikenning er hér með opin fyrir rýni lesenda.
Kenningin um sambönd, sambúð og aðrar samvistir:
Barnæskan er laus við allar áhyggjur af ástarlífi og samböndum. Þetta breytist u.þ.b. þegar gagnfræðiskólinn tekur við. Í gaggó þykir ekkert fínna en að vera "í sambandi" og "eiga kærasta/kærustu".
Menntaskólinn tekur við og lítið breytist. Voðalega fínt að vera í sambandi og tala um kærustu eða kærasta.
Háskólinn snýr þessu á haus. Nýtt fólk, félagslíf og kæfandi námsálag. Sambönd í háskóla eru ríðusambönd eða fjárhagsleg skynsemi. Þetta hugarfar heldur út þrítugsaldurinn. Málið er að vera laus og liðugur, skemmta sér eftir töpuð sambandsár í menntaskóla og tapað félagslíf í skóla. Vinna og djamm er mottó tuttugu-og-eitthvað-ára.
En svo slær árið 30 (stundum 35) og þá breytist allt aftur. Nú byrjar fólk að hugsa fram í tímann; börn, hús með garði, lífeyrir, ábyrgð, fullorðinsár. Núna er gengið út frá því að maður sé í sambandi ef ekki hreinlega kominn í hnapphelduna og börnin eiga beinlínis að vera fædd.
Örlítill viðsnúningur tekur við í kringum 45-55 árin. Karlmenn fá gráan fiðring og konur sofa hjá án þess að kaupa sér sportbíl eða nýtt golfkylfusett. Þetta líður samt hjá þegar eignaskipti og forræðisdeilur hóta að verða mikið vesen og þegar óttinn um að vera einn/ein í ellinni skýtur upp kollinum.
Gift fólk og fólk í löngum samböndum er aftur orðið hið sjálfsagða.
Ellin er svo lokaskrefið. Fólk er saman þar til makinn fellur frá og loks manneskjan sjálf.
Endir.
Kenningin um sambönd, sambúð og aðrar samvistir:
Barnæskan er laus við allar áhyggjur af ástarlífi og samböndum. Þetta breytist u.þ.b. þegar gagnfræðiskólinn tekur við. Í gaggó þykir ekkert fínna en að vera "í sambandi" og "eiga kærasta/kærustu".
Menntaskólinn tekur við og lítið breytist. Voðalega fínt að vera í sambandi og tala um kærustu eða kærasta.
Háskólinn snýr þessu á haus. Nýtt fólk, félagslíf og kæfandi námsálag. Sambönd í háskóla eru ríðusambönd eða fjárhagsleg skynsemi. Þetta hugarfar heldur út þrítugsaldurinn. Málið er að vera laus og liðugur, skemmta sér eftir töpuð sambandsár í menntaskóla og tapað félagslíf í skóla. Vinna og djamm er mottó tuttugu-og-eitthvað-ára.
En svo slær árið 30 (stundum 35) og þá breytist allt aftur. Nú byrjar fólk að hugsa fram í tímann; börn, hús með garði, lífeyrir, ábyrgð, fullorðinsár. Núna er gengið út frá því að maður sé í sambandi ef ekki hreinlega kominn í hnapphelduna og börnin eiga beinlínis að vera fædd.
Örlítill viðsnúningur tekur við í kringum 45-55 árin. Karlmenn fá gráan fiðring og konur sofa hjá án þess að kaupa sér sportbíl eða nýtt golfkylfusett. Þetta líður samt hjá þegar eignaskipti og forræðisdeilur hóta að verða mikið vesen og þegar óttinn um að vera einn/ein í ellinni skýtur upp kollinum.
Gift fólk og fólk í löngum samböndum er aftur orðið hið sjálfsagða.
Ellin er svo lokaskrefið. Fólk er saman þar til makinn fellur frá og loks manneskjan sjálf.
Endir.
Tuesday, August 08, 2006
Island: 3 døgn
Þá rann 12. vinnutími dagsins upp og ég er enn í fullu fjöri. Of mikill svefn er ofmetinn þótt hugtakið sem slíkt sé ekki til á meðan maður liggur undir hlýrri sæng og hlustar á leiðinlegt vekjarahljóð.
Vinnutörnin er dæmigerð vikan-fyrir-frí-törn sem felst í að ryðja frá sér eins miklu og mögulegt er. Ég held ég taki stuttan dag á fimmtudaginn ef ég næ öðrum eins vinnudegi á morgun. Sumarfrí fyrir sumarfríið.
Litli ljóshærði lærlingurinn minn virðist hafa gefið upp öndina sem er mikil synd og skömm. Vonandi lifnar aftur yfir með lækkandi haustsól.
Enn og aftur auglýsir vinnuveitandinn minn eftir fólki og þá sérstaklega verkfræðingum. Haldið endilega áfram að kaupa rándýrt bensín! Blaðsíða 3 (efri hluti) í þessu plaggi er æsispennandi ekki satt?!
Ætlar stýrivaxtavitleysan engan endi að taka á Íslandi? Ég sakna skýrt hugsandi hagfræðinga í íslenskri umræðu. Apakattaraðferðin Verðbólga fer upp > Stýrivextir hækka virðist ekki alveg að vera slá í gegn. Verst að maðurinn lifir ekki lengur en að jafnaði í 70 ár. Þá myndu e.t.v. einhverjir "muna" þá gömlu góðu daga þegar myntir voru á gullfæti og verðbólga var ekki til (nema sem dægursveiflur og á meðan ríkið eða bankar í skjóli þess voru ekki að þynna út myntir eða falsa inneignarnótur).
Íslandsfiðringur er örlítið byrjaður að segja til sín.
Þá náði "mannréttinda"umræðan loksins heilum hring í kringum sjálfa sig: Bannað að mismuna eftir vilja til að reykja! Nú er það auðvitað svo að enginn hefur "rétt" til að anda að sér reyk eða ekki anda að sér reyk. Hins vegar hafa allir rétt til að flytja sig frá einni landareign til annars og framfylgja þeim umgengisreglum sem eigendur viðkomandi landareigna setja gestum sínum. Þetta með rétt til þessa og hins í formi lögregluframfylgdrar tískusveiflu frá Alþingi eða Brussel hlaut að skjóta sig í fótinn fyrr eða síðar.
Jæja nú gerði ég mig bara reiðan. Best að hugsa um eitthvað annað til að lyfta lundinni (meðal annars).
Til sjúklings: BATNA!
Ljúkum þessu á hressandi tengli:
Hið yndislega frelsi - frá sköttum!
Vinnutörnin er dæmigerð vikan-fyrir-frí-törn sem felst í að ryðja frá sér eins miklu og mögulegt er. Ég held ég taki stuttan dag á fimmtudaginn ef ég næ öðrum eins vinnudegi á morgun. Sumarfrí fyrir sumarfríið.
Litli ljóshærði lærlingurinn minn virðist hafa gefið upp öndina sem er mikil synd og skömm. Vonandi lifnar aftur yfir með lækkandi haustsól.
Enn og aftur auglýsir vinnuveitandinn minn eftir fólki og þá sérstaklega verkfræðingum. Haldið endilega áfram að kaupa rándýrt bensín! Blaðsíða 3 (efri hluti) í þessu plaggi er æsispennandi ekki satt?!
Ætlar stýrivaxtavitleysan engan endi að taka á Íslandi? Ég sakna skýrt hugsandi hagfræðinga í íslenskri umræðu. Apakattaraðferðin Verðbólga fer upp > Stýrivextir hækka virðist ekki alveg að vera slá í gegn. Verst að maðurinn lifir ekki lengur en að jafnaði í 70 ár. Þá myndu e.t.v. einhverjir "muna" þá gömlu góðu daga þegar myntir voru á gullfæti og verðbólga var ekki til (nema sem dægursveiflur og á meðan ríkið eða bankar í skjóli þess voru ekki að þynna út myntir eða falsa inneignarnótur).
Íslandsfiðringur er örlítið byrjaður að segja til sín.
Þá náði "mannréttinda"umræðan loksins heilum hring í kringum sjálfa sig: Bannað að mismuna eftir vilja til að reykja! Nú er það auðvitað svo að enginn hefur "rétt" til að anda að sér reyk eða ekki anda að sér reyk. Hins vegar hafa allir rétt til að flytja sig frá einni landareign til annars og framfylgja þeim umgengisreglum sem eigendur viðkomandi landareigna setja gestum sínum. Þetta með rétt til þessa og hins í formi lögregluframfylgdrar tískusveiflu frá Alþingi eða Brussel hlaut að skjóta sig í fótinn fyrr eða síðar.
Jæja nú gerði ég mig bara reiðan. Best að hugsa um eitthvað annað til að lyfta lundinni (meðal annars).
Til sjúklings: BATNA!
Ljúkum þessu á hressandi tengli:
Hið yndislega frelsi - frá sköttum!
Monday, August 07, 2006
Stiklur (með pólitísku ívafi)
Helgarmolar: Símtal úr Eyjum, sötur með Ingimar, MR-ingar á Strikinu, mikill svefn. Með öðrum orðum alveg ljómandi.
Mánudagur í steikjandi sól. Danskar svokallaðar "kundeservice" (þjónusta-við-viðskiptavini) sanna enn og aftur vanhæfi sitt. Ég verð líklega netlaus út þennan mánuð og hugsanlega fram í miðjan september. Ég hlífi lesendum við langri sögu en fussa og sveia í staðinn. Lexían: Það er alltaf auðveldara að skrá sig í eitthvað í Danmörku en að skrá sig úr einhverju.
Gamalkunnug ræða: "..nálega fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna eru ótryggðar fyrir veikindum og slysum." Þetta er vægast sagt villandi. Hið rétta er: Á hverjum tímapunkti eru nálega 50 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistryggingar. Mæli maður aftur þremur mánuðum seinna kemur í ljós að meirihluti hópsins eru aðrir einstakingar en þeir í hópnum þremur mánuðum fyrr. Þorvaldur fer ekki með rangt mál, en hann er ónákvæmur.
Frakkatuð dagsins...
Í gær las ég grein sem endurvakti trú mína á frönsku þjóðinni. Sú mynd sem við fáum af mótmælandi vinstrisinnuðum óeirðarseggjum er villandi. Einkageirinn í Frakklandi er einn sá framleiðnasti í heimi og frönsk fyrirtæki eru fremst í flokki þegar kemur að útrás og þátttöku í alþjóðavæðingunni (þó örlítið minna þegar kemur að uppkaupum útlendinga á frönskum fyrirtækjum). Þökk sé franska einkageiranum geta menn eins og Þorvaldur Gylfason flaggað framleiðni Frakka til að sýna fram á óágæti Bandaríkjanna.
Misskilningur dagsins:
"It was Friedman who knocked the stuffing out of Keynesianism - the postwar consensus shared by almost all economists, that governments could guarantee stable growth through cheap credit and a few tweaks to the tax system."
Ég efast um að það sé skemmtilegt að ausa vatni yfir hvíta hvalinn en þá er bara um að gera og finna sér eitthvað annað til dundurs.
Mikil skemmtun að berast mér í gegnum SMS skilaboð núna. Að hlægja upphátt á dauðaþöglum næstum tómum vinnustað fær höfuð til að snúa við.
Excel lét segjast. Gott.
Svíþjóð er eitt frjálsasta markaðshagkerfi heims þótt við þekkjum landið e.t.v. best fyrir það sem dregur úr mætti landsins: Háa skatta, umsvifamikið ríkisvald og afskiptasemi af áfengisneyslu. Steingrímur J. vill apa upp hið slæma (falsaðar atvinnuleysistölur og risavaxið embættismannabatterí) en ekki hið góða (vaxandi einkarekstur í mennta- og heilbrigðiskerfi, til dæmis).
Nóg fjas. Yfir og út.
Mánudagur í steikjandi sól. Danskar svokallaðar "kundeservice" (þjónusta-við-viðskiptavini) sanna enn og aftur vanhæfi sitt. Ég verð líklega netlaus út þennan mánuð og hugsanlega fram í miðjan september. Ég hlífi lesendum við langri sögu en fussa og sveia í staðinn. Lexían: Það er alltaf auðveldara að skrá sig í eitthvað í Danmörku en að skrá sig úr einhverju.
Gamalkunnug ræða: "..nálega fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna eru ótryggðar fyrir veikindum og slysum." Þetta er vægast sagt villandi. Hið rétta er: Á hverjum tímapunkti eru nálega 50 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistryggingar. Mæli maður aftur þremur mánuðum seinna kemur í ljós að meirihluti hópsins eru aðrir einstakingar en þeir í hópnum þremur mánuðum fyrr. Þorvaldur fer ekki með rangt mál, en hann er ónákvæmur.
Frakkatuð dagsins...
Í gær las ég grein sem endurvakti trú mína á frönsku þjóðinni. Sú mynd sem við fáum af mótmælandi vinstrisinnuðum óeirðarseggjum er villandi. Einkageirinn í Frakklandi er einn sá framleiðnasti í heimi og frönsk fyrirtæki eru fremst í flokki þegar kemur að útrás og þátttöku í alþjóðavæðingunni (þó örlítið minna þegar kemur að uppkaupum útlendinga á frönskum fyrirtækjum). Þökk sé franska einkageiranum geta menn eins og Þorvaldur Gylfason flaggað framleiðni Frakka til að sýna fram á óágæti Bandaríkjanna.
Misskilningur dagsins:
"It was Friedman who knocked the stuffing out of Keynesianism - the postwar consensus shared by almost all economists, that governments could guarantee stable growth through cheap credit and a few tweaks to the tax system."
Ég efast um að það sé skemmtilegt að ausa vatni yfir hvíta hvalinn en þá er bara um að gera og finna sér eitthvað annað til dundurs.
Mikil skemmtun að berast mér í gegnum SMS skilaboð núna. Að hlægja upphátt á dauðaþöglum næstum tómum vinnustað fær höfuð til að snúa við.
Excel lét segjast. Gott.
Svíþjóð er eitt frjálsasta markaðshagkerfi heims þótt við þekkjum landið e.t.v. best fyrir það sem dregur úr mætti landsins: Háa skatta, umsvifamikið ríkisvald og afskiptasemi af áfengisneyslu. Steingrímur J. vill apa upp hið slæma (falsaðar atvinnuleysistölur og risavaxið embættismannabatterí) en ekki hið góða (vaxandi einkarekstur í mennta- og heilbrigðiskerfi, til dæmis).
Nóg fjas. Yfir og út.
Friday, August 04, 2006
Fjas á föstudegi
Morgunstund gefur gull í mund svo sannarlega. Var sofnaður fyrir kl 21 í gærkvöldi og mættur til vinnu rétt um kl 7 í morgun og ekki vottur af þreytu í mér. Ég verð hreinlega að taka fleiri svona daga. Hætta snemma, eyða síðdeginu í eitthvað afslappandi (t.d. kaupa ryksugu, fara í bankann, kíkja til sjóntækjafræðings og drekka bjór).
Orðið "deit" (óháð stafsetningu) er hér með gert útlægt sökum hátíðleika.
Kannski ég mæti til vinnu á morgun. Það var svo friðsælt hérna seinast þegar ég mætti á laugardegi og gerði það að verkum að vikan varð örlítið afslappaðri með örlítið grynnri verkefnabunka.
Til að útskýra Frakka-óþol mitt: Ég er meira og minna fastur í verkefni hjá hálf-frönskum viðskiptavin (verktaki) sem aftur er viðskiptavinur fransks fyrirtækis (olíufélag). Frakkarnir hjá þessum fyrirtækjum eru í miklum slag þessa mánuðina sem aðallega snýst um að halda aftur af upplýsingum sem hinum vantar og krefjast þess að skýrslur og skjöl komi út í ákveðinni röð sem er síðan gerð ómöguleg því ef skýrslu A vantar upplýsingar en skýrslu B ekki þá getur skýrsla B ekki komið út ef kúnninn vill fyrst fá að lesa skýrslu A.
Frakkar elska skrifræði og ég þoli það ekki. Þeim er í sjálfu sér sama hvaða vandamál koma upp eða hvaða flækjum þarf að greiða úr; þeir vilja bara fá skýrslu A áður en þeir fá skýrslu B.
Ég gæti haldið endalaust áfram en niðurstaðan er sú að Frakkar eru búnir að sýna mér í verki hvers vegna þeir eru búnir að eyðileggja efnahag sinn og samfélag (ef franskir verkfræðingar eru eins og ég hef upplifað þá kemur mér ekki á óvart að Frakkar almennt séu 10x verri).
Fyrir forvitna um "vísinda"umræðu gróðurhúsaáhrifanna vil ég endilega benda á þessa lesningu og þessa (osfrv osfrv) og endurtaka eftirfarandi orð áhrifamikils maðurinn-er-að-hita-jörðina-fræðings: ""We have 25 or so years invested in the work. Why should I make the data available to you, when your aim is to try and find something wrong with it?"
Allt lesefni sem ég bendi á er af sömu síðu en það ætti bara að gera lesninguna enn fróðlegri fyrir þá sem treysta á fjölmiðla til að segja sér fréttir af gróðurhúsavaldandi áhrifum mannsins.
Núna verð ég eiginlega að drífa mig af vinnustaðnum áður en stjóri leggur enn eitt verkefnið á borðið mitt áður en hann fer sjálfur í frí. God weekend!
Orðið "deit" (óháð stafsetningu) er hér með gert útlægt sökum hátíðleika.
Kannski ég mæti til vinnu á morgun. Það var svo friðsælt hérna seinast þegar ég mætti á laugardegi og gerði það að verkum að vikan varð örlítið afslappaðri með örlítið grynnri verkefnabunka.
Til að útskýra Frakka-óþol mitt: Ég er meira og minna fastur í verkefni hjá hálf-frönskum viðskiptavin (verktaki) sem aftur er viðskiptavinur fransks fyrirtækis (olíufélag). Frakkarnir hjá þessum fyrirtækjum eru í miklum slag þessa mánuðina sem aðallega snýst um að halda aftur af upplýsingum sem hinum vantar og krefjast þess að skýrslur og skjöl komi út í ákveðinni röð sem er síðan gerð ómöguleg því ef skýrslu A vantar upplýsingar en skýrslu B ekki þá getur skýrsla B ekki komið út ef kúnninn vill fyrst fá að lesa skýrslu A.
Frakkar elska skrifræði og ég þoli það ekki. Þeim er í sjálfu sér sama hvaða vandamál koma upp eða hvaða flækjum þarf að greiða úr; þeir vilja bara fá skýrslu A áður en þeir fá skýrslu B.
Ég gæti haldið endalaust áfram en niðurstaðan er sú að Frakkar eru búnir að sýna mér í verki hvers vegna þeir eru búnir að eyðileggja efnahag sinn og samfélag (ef franskir verkfræðingar eru eins og ég hef upplifað þá kemur mér ekki á óvart að Frakkar almennt séu 10x verri).
Fyrir forvitna um "vísinda"umræðu gróðurhúsaáhrifanna vil ég endilega benda á þessa lesningu og þessa (osfrv osfrv) og endurtaka eftirfarandi orð áhrifamikils maðurinn-er-að-hita-jörðina-fræðings: ""We have 25 or so years invested in the work. Why should I make the data available to you, when your aim is to try and find something wrong with it?"
Allt lesefni sem ég bendi á er af sömu síðu en það ætti bara að gera lesninguna enn fróðlegri fyrir þá sem treysta á fjölmiðla til að segja sér fréttir af gróðurhúsavaldandi áhrifum mannsins.
Núna verð ég eiginlega að drífa mig af vinnustaðnum áður en stjóri leggur enn eitt verkefnið á borðið mitt áður en hann fer sjálfur í frí. God weekend!
Wednesday, August 02, 2006
Bara úglenskir stafir
Net-thorstinn tok yfirhøndina i kvøld og thad auk gods hvata leiddi mig inn a netkaffihus. Eg kann samt ekkert ad sitja a svona stad lengur. Vonlaust ad sitja fyrir fram tølvuna i buxum og finnast einhvern veginn timinn alltaf vera renna ut. Eg kann ekki ad sørfa undir pressu.
Rakst tho a magnada tilvitnun: "Hægrimenn virðast einhverra hluta vegna vera mun vantrúaðri á gróðurhúsaáhrifin en vinstrimenn. Þetta er einkennilegt þar sem um hreina vísindaspurningu er að ræða." Ef umrædan væri bara svona einføld ad hrein visindi hefdu alltaf yfirhøndina. Tha væri t.d. buid ad utryma sosialisma og felagshyggju og fullyrdingum um ad kapitalismi hafi valdid "alvarlegum afleiðingum fyrir verkafólk" i neikvædri merkingu (alvarlegri lifskjarabætingu vissulega). Veldur madur afleidingum?
Deit med Ingimar um helgina komid a blad. Goooooott. Ef eg næ ad henda einni Ósk og einum Óla med tha væri thad ekki verra.
Pandora.com er yndislegt internet"utvarp". Jafnvel betra en nokkurt diskasafn. Postnumer i USA er reyndar krafa en 90210 svinvirkar svo um ad gera og nota thad.
Island nalgast. Liklega liggja 50-60 vinnutimar a milli min og hreinnar samvisku fyrir ferdalag en vaninn er nu sa ad fara i fríid med ohreina samvisku og eg byst ekki vid neinum breytingum a thvi ad thessu sinni.
Hrós dagsins fær Arnar fyrir ad vera ákaflega heilsteyptur og vandadur madur.
Diss dagsins fá Frakkar, aftur, fyrir ad vera skítugir lúsablesar.
Rakst tho a magnada tilvitnun: "Hægrimenn virðast einhverra hluta vegna vera mun vantrúaðri á gróðurhúsaáhrifin en vinstrimenn. Þetta er einkennilegt þar sem um hreina vísindaspurningu er að ræða." Ef umrædan væri bara svona einføld ad hrein visindi hefdu alltaf yfirhøndina. Tha væri t.d. buid ad utryma sosialisma og felagshyggju og fullyrdingum um ad kapitalismi hafi valdid "alvarlegum afleiðingum fyrir verkafólk" i neikvædri merkingu (alvarlegri lifskjarabætingu vissulega). Veldur madur afleidingum?
Deit med Ingimar um helgina komid a blad. Goooooott. Ef eg næ ad henda einni Ósk og einum Óla med tha væri thad ekki verra.
Pandora.com er yndislegt internet"utvarp". Jafnvel betra en nokkurt diskasafn. Postnumer i USA er reyndar krafa en 90210 svinvirkar svo um ad gera og nota thad.
Island nalgast. Liklega liggja 50-60 vinnutimar a milli min og hreinnar samvisku fyrir ferdalag en vaninn er nu sa ad fara i fríid med ohreina samvisku og eg byst ekki vid neinum breytingum a thvi ad thessu sinni.
Hrós dagsins fær Arnar fyrir ad vera ákaflega heilsteyptur og vandadur madur.
Diss dagsins fá Frakkar, aftur, fyrir ad vera skítugir lúsablesar.
Magnaður Múr í dag
Múr dagsins: "Á sama tíma voru Kúbumenn iðnir við að styrkja byltingarhreyfingar í Afríku, ekki síst í Angola. Þar unnu Kúbumenn frækinn sigur á skæruliðum sem gerðir voru út af stjórn Suður-Afríku. Telja þeir sig með nokkrum rétti hafa grafið undan apartheidkerfinu."
Er í lagi að standa í stríðsbrölti í erlendu landi ef það er gert í nafni blóðlitaðs fána sósíalismans?
Múrsmenn hafa í gegnum tíðina eytt miklu púðri í að gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir nákvæmlega sömu tilhneigingu til að styrkja baráttu gegn eða berjast sjálfir gegn hinum ýmsu "ógnum" og "óréttlæti" um víða veröld. Kúbumenn vinna "frækinn sigur" í baráttu málaliða þeirra í erlendu landi gegn erlendum ógnum eða óvinum á meðan Bandaríkjamenn eru sagðir stunda árásarstríð og styrkja glæpamenn, einræðisherra og hryðjuverkastarfsemi.
Múrinn dettur hér með á svarta listann þar til ég fyrirgef honum þessa argandi mótsögn við sjálfan sig.
Er í lagi að standa í stríðsbrölti í erlendu landi ef það er gert í nafni blóðlitaðs fána sósíalismans?
Múrsmenn hafa í gegnum tíðina eytt miklu púðri í að gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir nákvæmlega sömu tilhneigingu til að styrkja baráttu gegn eða berjast sjálfir gegn hinum ýmsu "ógnum" og "óréttlæti" um víða veröld. Kúbumenn vinna "frækinn sigur" í baráttu málaliða þeirra í erlendu landi gegn erlendum ógnum eða óvinum á meðan Bandaríkjamenn eru sagðir stunda árásarstríð og styrkja glæpamenn, einræðisherra og hryðjuverkastarfsemi.
Múrinn dettur hér með á svarta listann þar til ég fyrirgef honum þessa argandi mótsögn við sjálfan sig.
Tuesday, August 01, 2006
Niðurtalningin er hafin
Núna er bara rétt rúm vika í Íslandsför. Mikið verður gott að gera ekkert í tvær vikur.
Í tilefni nýafstaðinnar Ólafsvöku í Færeyjum þar sem herramenn eins og Barbapabbi og Fjármálaráðgjafinn voru meðal gesta verður nú boðið upp á hressandi leik á þessari síðu: Farø Fun. Gleðilega keyrslu yfir færeyskt sauðfé!
Þá er sæta stelpan með kynþokkafullu röddina farin heim í dag og ég er því að hugsa um að gera það sama. Stemming næsta hálftíma ræður samt framhaldinu.
Úbbs nei hún situr hér enn. Ég fer ekki fet.
Ég fyrirlít kerfið sem við þurfum að nota til að skrá tímana okkar í. Fyrir vikið er ég vel á eftir í að skrá í það sem veldur mér svolitlum áhyggjum en ekki nægum til að ég leggi í skráningu.
Núna er sumarsstarfsmaðurinn og Tyrkinn í deildinni minni kominn í einhverja heljarinnar landkynningu með myndasýningum og öðru eins. Hann talar líka mikið. Ef ekki við mig þá við sjálfan sig. Spes.
Ég nenni heldur ekki að bíða í danskri símabiðröð í dag.
Mæðgur mínar (hæ mamma!) eru alveg hreint yndislegar stúlkur. Þess vegna er þeim fyrirgefið fyrir að halda að ég hafi verið að panta (í heimsendingu) kennslubók í eðlisfræði handa mér frá Bóksölu stúdenta.
Þetta með að vera berfættur í vinnunni er snilld.
Ég kann ekki lengur að spjalla á MSN eftir alla netfjarveruna.
....og svo byrjar pólitíska tuðið:
Ég má til með að hrósa mér fyrir frábæran punkt: Stríð eru bara dæmi um ríkisafskipti og þeir sem eru hlynntir umsvifamiklu ríki en segjast vera á móti hernaðarbrölti ættu að athuga stöðuna á mótsagnarmælinum gaumgæfilega.
Múrinn af alkunnri andúð á Bandaríkjunum og öllu sem bandarískt er (nema heimildamyndum sem boða tortímingu heimsins og afvopnun almennings) segir í dag: "Bandarískir sjónvarpsframleiðendur moka efni sínu til annarra landa á afsláttarkjörum og við þau geta framleiðendur frá smærri og fátækari samfélögum ekki keppt." Eitthvað er þetta í mótsögn við það sem ég las einhvers staðar um að 365 fjölmiðlar séu farnir að borga svo vel fyrir vinsæla bandaríska sjónvarpsefnið að RÚV eigi orðið ekki séns í það. Líka gaman að sjá Múrsmenn benda á að "fátækari" samfélög eigi erfitt með að keppa við framleiðsluna frá Bandaríkjunum. Ætli Múrsmönnum detti næst í hug að til að geta framleitt eitthvað þurfi framleiðendur, og að eftir því sem þeir eru fleiri því meiri líkur séu á að einhver finnist til að fjármagna hugmyndir manns, og að í slíku umhverfi sé líklegt að sem fjölbreyttast efni verði til (þótt vitaskuld muni það ná mestri útbreiðslu sem hefur hvað lægstan samnefnara)? Múrsmenn ættu að íhuga að skipta yfir í málstað auðsköpunar og frelsis í stað þess að grenja endalaust eftir því að stjórnmálamenn ræni og rupli til að fjármagna frístundaruppfyllingu sína.
Múrinn segir: "Rekstur sjónvarps er ekki eins og hver annar stórmarkaðsrekstur heldur er sjónvarp menningarmiðill og það er verkefni samfélagsins að tryggja að íslensk sjónvarpsmenning standi undir nafni." Ætli Múrsmenn dæmi mig þá ómenningarlegan fyrir að hafa ekkert sjónvarp á mínu heimili? Múrsmenn ættu að finna gjafmilda fjárfesta til að slá í púkk og dæla fé í sjónvarpsefni sem kemur aldrei til með að borga sig. Það væri örlítið kurteisari leið til að afls sér glápefnis en að siga lögreglunni á þá sem hafa aðrar hugmyndir um hvernig á að eyða launum sínum og frítíma. Pirr!
Auk þess efast ég um að allt leiðinlega "vandaða" breska draslið sem BBC fjöldaframleiðir á reikning breskra launþega kosti svo mikið. Múrsmenn ættu að fá sér fjölvarpið eða vera duglegri við að kaupa sér DVD í gegnum netið.
Yfir og út.
Í tilefni nýafstaðinnar Ólafsvöku í Færeyjum þar sem herramenn eins og Barbapabbi og Fjármálaráðgjafinn voru meðal gesta verður nú boðið upp á hressandi leik á þessari síðu: Farø Fun. Gleðilega keyrslu yfir færeyskt sauðfé!
Þá er sæta stelpan með kynþokkafullu röddina farin heim í dag og ég er því að hugsa um að gera það sama. Stemming næsta hálftíma ræður samt framhaldinu.
Úbbs nei hún situr hér enn. Ég fer ekki fet.
Ég fyrirlít kerfið sem við þurfum að nota til að skrá tímana okkar í. Fyrir vikið er ég vel á eftir í að skrá í það sem veldur mér svolitlum áhyggjum en ekki nægum til að ég leggi í skráningu.
Núna er sumarsstarfsmaðurinn og Tyrkinn í deildinni minni kominn í einhverja heljarinnar landkynningu með myndasýningum og öðru eins. Hann talar líka mikið. Ef ekki við mig þá við sjálfan sig. Spes.
Ég nenni heldur ekki að bíða í danskri símabiðröð í dag.
Mæðgur mínar (hæ mamma!) eru alveg hreint yndislegar stúlkur. Þess vegna er þeim fyrirgefið fyrir að halda að ég hafi verið að panta (í heimsendingu) kennslubók í eðlisfræði handa mér frá Bóksölu stúdenta.
Þetta með að vera berfættur í vinnunni er snilld.
Ég kann ekki lengur að spjalla á MSN eftir alla netfjarveruna.
....og svo byrjar pólitíska tuðið:
Ég má til með að hrósa mér fyrir frábæran punkt: Stríð eru bara dæmi um ríkisafskipti og þeir sem eru hlynntir umsvifamiklu ríki en segjast vera á móti hernaðarbrölti ættu að athuga stöðuna á mótsagnarmælinum gaumgæfilega.
Múrinn af alkunnri andúð á Bandaríkjunum og öllu sem bandarískt er (nema heimildamyndum sem boða tortímingu heimsins og afvopnun almennings) segir í dag: "Bandarískir sjónvarpsframleiðendur moka efni sínu til annarra landa á afsláttarkjörum og við þau geta framleiðendur frá smærri og fátækari samfélögum ekki keppt." Eitthvað er þetta í mótsögn við það sem ég las einhvers staðar um að 365 fjölmiðlar séu farnir að borga svo vel fyrir vinsæla bandaríska sjónvarpsefnið að RÚV eigi orðið ekki séns í það. Líka gaman að sjá Múrsmenn benda á að "fátækari" samfélög eigi erfitt með að keppa við framleiðsluna frá Bandaríkjunum. Ætli Múrsmönnum detti næst í hug að til að geta framleitt eitthvað þurfi framleiðendur, og að eftir því sem þeir eru fleiri því meiri líkur séu á að einhver finnist til að fjármagna hugmyndir manns, og að í slíku umhverfi sé líklegt að sem fjölbreyttast efni verði til (þótt vitaskuld muni það ná mestri útbreiðslu sem hefur hvað lægstan samnefnara)? Múrsmenn ættu að íhuga að skipta yfir í málstað auðsköpunar og frelsis í stað þess að grenja endalaust eftir því að stjórnmálamenn ræni og rupli til að fjármagna frístundaruppfyllingu sína.
Múrinn segir: "Rekstur sjónvarps er ekki eins og hver annar stórmarkaðsrekstur heldur er sjónvarp menningarmiðill og það er verkefni samfélagsins að tryggja að íslensk sjónvarpsmenning standi undir nafni." Ætli Múrsmenn dæmi mig þá ómenningarlegan fyrir að hafa ekkert sjónvarp á mínu heimili? Múrsmenn ættu að finna gjafmilda fjárfesta til að slá í púkk og dæla fé í sjónvarpsefni sem kemur aldrei til með að borga sig. Það væri örlítið kurteisari leið til að afls sér glápefnis en að siga lögreglunni á þá sem hafa aðrar hugmyndir um hvernig á að eyða launum sínum og frítíma. Pirr!
Auk þess efast ég um að allt leiðinlega "vandaða" breska draslið sem BBC fjöldaframleiðir á reikning breskra launþega kosti svo mikið. Múrsmenn ættu að fá sér fjölvarpið eða vera duglegri við að kaupa sér DVD í gegnum netið.
Yfir og út.
Subscribe to:
Posts (Atom)