Núna er bara rétt rúm vika í Íslandsför. Mikið verður gott að gera ekkert í tvær vikur.
Í tilefni nýafstaðinnar Ólafsvöku í Færeyjum þar sem herramenn eins og Barbapabbi og Fjármálaráðgjafinn voru meðal gesta verður nú boðið upp á hressandi leik á þessari síðu: Farø Fun. Gleðilega keyrslu yfir færeyskt sauðfé!
Þá er sæta stelpan með kynþokkafullu röddina farin heim í dag og ég er því að hugsa um að gera það sama. Stemming næsta hálftíma ræður samt framhaldinu.
Úbbs nei hún situr hér enn. Ég fer ekki fet.
Ég fyrirlít kerfið sem við þurfum að nota til að skrá tímana okkar í. Fyrir vikið er ég vel á eftir í að skrá í það sem veldur mér svolitlum áhyggjum en ekki nægum til að ég leggi í skráningu.
Núna er sumarsstarfsmaðurinn og Tyrkinn í deildinni minni kominn í einhverja heljarinnar landkynningu með myndasýningum og öðru eins. Hann talar líka mikið. Ef ekki við mig þá við sjálfan sig. Spes.
Ég nenni heldur ekki að bíða í danskri símabiðröð í dag.
Mæðgur mínar (hæ mamma!) eru alveg hreint yndislegar stúlkur. Þess vegna er þeim fyrirgefið fyrir að halda að ég hafi verið að panta (í heimsendingu) kennslubók í eðlisfræði handa mér frá Bóksölu stúdenta.
Þetta með að vera berfættur í vinnunni er snilld.
Ég kann ekki lengur að spjalla á MSN eftir alla netfjarveruna.
....og svo byrjar pólitíska tuðið:
Ég má til með að hrósa mér fyrir frábæran punkt: Stríð eru bara dæmi um ríkisafskipti og þeir sem eru hlynntir umsvifamiklu ríki en segjast vera á móti hernaðarbrölti ættu að athuga stöðuna á mótsagnarmælinum gaumgæfilega.
Múrinn af alkunnri andúð á Bandaríkjunum og öllu sem bandarískt er (nema heimildamyndum sem boða tortímingu heimsins og afvopnun almennings) segir í dag: "Bandarískir sjónvarpsframleiðendur moka efni sínu til annarra landa á afsláttarkjörum og við þau geta framleiðendur frá smærri og fátækari samfélögum ekki keppt." Eitthvað er þetta í mótsögn við það sem ég las einhvers staðar um að 365 fjölmiðlar séu farnir að borga svo vel fyrir vinsæla bandaríska sjónvarpsefnið að RÚV eigi orðið ekki séns í það. Líka gaman að sjá Múrsmenn benda á að "fátækari" samfélög eigi erfitt með að keppa við framleiðsluna frá Bandaríkjunum. Ætli Múrsmönnum detti næst í hug að til að geta framleitt eitthvað þurfi framleiðendur, og að eftir því sem þeir eru fleiri því meiri líkur séu á að einhver finnist til að fjármagna hugmyndir manns, og að í slíku umhverfi sé líklegt að sem fjölbreyttast efni verði til (þótt vitaskuld muni það ná mestri útbreiðslu sem hefur hvað lægstan samnefnara)? Múrsmenn ættu að íhuga að skipta yfir í málstað auðsköpunar og frelsis í stað þess að grenja endalaust eftir því að stjórnmálamenn ræni og rupli til að fjármagna frístundaruppfyllingu sína.
Múrinn segir: "Rekstur sjónvarps er ekki eins og hver annar stórmarkaðsrekstur heldur er sjónvarp menningarmiðill og það er verkefni samfélagsins að tryggja að íslensk sjónvarpsmenning standi undir nafni." Ætli Múrsmenn dæmi mig þá ómenningarlegan fyrir að hafa ekkert sjónvarp á mínu heimili? Múrsmenn ættu að finna gjafmilda fjárfesta til að slá í púkk og dæla fé í sjónvarpsefni sem kemur aldrei til með að borga sig. Það væri örlítið kurteisari leið til að afls sér glápefnis en að siga lögreglunni á þá sem hafa aðrar hugmyndir um hvernig á að eyða launum sínum og frítíma. Pirr!
Auk þess efast ég um að allt leiðinlega "vandaða" breska draslið sem BBC fjöldaframleiðir á reikning breskra launþega kosti svo mikið. Múrsmenn ættu að fá sér fjölvarpið eða vera duglegri við að kaupa sér DVD í gegnum netið.
Yfir og út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Maður þarf hreinlega að berja þetta kvenfólk frá sér stundum.
Post a Comment