Þá rann 12. vinnutími dagsins upp og ég er enn í fullu fjöri. Of mikill svefn er ofmetinn þótt hugtakið sem slíkt sé ekki til á meðan maður liggur undir hlýrri sæng og hlustar á leiðinlegt vekjarahljóð.
Vinnutörnin er dæmigerð vikan-fyrir-frí-törn sem felst í að ryðja frá sér eins miklu og mögulegt er. Ég held ég taki stuttan dag á fimmtudaginn ef ég næ öðrum eins vinnudegi á morgun. Sumarfrí fyrir sumarfríið.
Litli ljóshærði lærlingurinn minn virðist hafa gefið upp öndina sem er mikil synd og skömm. Vonandi lifnar aftur yfir með lækkandi haustsól.
Enn og aftur auglýsir vinnuveitandinn minn eftir fólki og þá sérstaklega verkfræðingum. Haldið endilega áfram að kaupa rándýrt bensín! Blaðsíða 3 (efri hluti) í þessu plaggi er æsispennandi ekki satt?!
Ætlar stýrivaxtavitleysan engan endi að taka á Íslandi? Ég sakna skýrt hugsandi hagfræðinga í íslenskri umræðu. Apakattaraðferðin Verðbólga fer upp > Stýrivextir hækka virðist ekki alveg að vera slá í gegn. Verst að maðurinn lifir ekki lengur en að jafnaði í 70 ár. Þá myndu e.t.v. einhverjir "muna" þá gömlu góðu daga þegar myntir voru á gullfæti og verðbólga var ekki til (nema sem dægursveiflur og á meðan ríkið eða bankar í skjóli þess voru ekki að þynna út myntir eða falsa inneignarnótur).
Íslandsfiðringur er örlítið byrjaður að segja til sín.
Þá náði "mannréttinda"umræðan loksins heilum hring í kringum sjálfa sig: Bannað að mismuna eftir vilja til að reykja! Nú er það auðvitað svo að enginn hefur "rétt" til að anda að sér reyk eða ekki anda að sér reyk. Hins vegar hafa allir rétt til að flytja sig frá einni landareign til annars og framfylgja þeim umgengisreglum sem eigendur viðkomandi landareigna setja gestum sínum. Þetta með rétt til þessa og hins í formi lögregluframfylgdrar tískusveiflu frá Alþingi eða Brussel hlaut að skjóta sig í fótinn fyrr eða síðar.
Jæja nú gerði ég mig bara reiðan. Best að hugsa um eitthvað annað til að lyfta lundinni (meðal annars).
Til sjúklings: BATNA!
Ljúkum þessu á hressandi tengli:
Hið yndislega frelsi - frá sköttum!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment