Helgarmolar: Símtal úr Eyjum, sötur með Ingimar, MR-ingar á Strikinu, mikill svefn. Með öðrum orðum alveg ljómandi.
Mánudagur í steikjandi sól. Danskar svokallaðar "kundeservice" (þjónusta-við-viðskiptavini) sanna enn og aftur vanhæfi sitt. Ég verð líklega netlaus út þennan mánuð og hugsanlega fram í miðjan september. Ég hlífi lesendum við langri sögu en fussa og sveia í staðinn. Lexían: Það er alltaf auðveldara að skrá sig í eitthvað í Danmörku en að skrá sig úr einhverju.
Gamalkunnug ræða: "..nálega fimmtíu milljónir Bandaríkjamanna eru ótryggðar fyrir veikindum og slysum." Þetta er vægast sagt villandi. Hið rétta er: Á hverjum tímapunkti eru nálega 50 milljónir Bandaríkjamanna án heilbrigðistryggingar. Mæli maður aftur þremur mánuðum seinna kemur í ljós að meirihluti hópsins eru aðrir einstakingar en þeir í hópnum þremur mánuðum fyrr. Þorvaldur fer ekki með rangt mál, en hann er ónákvæmur.
Frakkatuð dagsins...
Í gær las ég grein sem endurvakti trú mína á frönsku þjóðinni. Sú mynd sem við fáum af mótmælandi vinstrisinnuðum óeirðarseggjum er villandi. Einkageirinn í Frakklandi er einn sá framleiðnasti í heimi og frönsk fyrirtæki eru fremst í flokki þegar kemur að útrás og þátttöku í alþjóðavæðingunni (þó örlítið minna þegar kemur að uppkaupum útlendinga á frönskum fyrirtækjum). Þökk sé franska einkageiranum geta menn eins og Þorvaldur Gylfason flaggað framleiðni Frakka til að sýna fram á óágæti Bandaríkjanna.
Misskilningur dagsins:
"It was Friedman who knocked the stuffing out of Keynesianism - the postwar consensus shared by almost all economists, that governments could guarantee stable growth through cheap credit and a few tweaks to the tax system."
Ég efast um að það sé skemmtilegt að ausa vatni yfir hvíta hvalinn en þá er bara um að gera og finna sér eitthvað annað til dundurs.
Mikil skemmtun að berast mér í gegnum SMS skilaboð núna. Að hlægja upphátt á dauðaþöglum næstum tómum vinnustað fær höfuð til að snúa við.
Excel lét segjast. Gott.
Svíþjóð er eitt frjálsasta markaðshagkerfi heims þótt við þekkjum landið e.t.v. best fyrir það sem dregur úr mætti landsins: Háa skatta, umsvifamikið ríkisvald og afskiptasemi af áfengisneyslu. Steingrímur J. vill apa upp hið slæma (falsaðar atvinnuleysistölur og risavaxið embættismannabatterí) en ekki hið góða (vaxandi einkarekstur í mennta- og heilbrigðiskerfi, til dæmis).
Nóg fjas. Yfir og út.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment