Wednesday, August 02, 2006

Magnaður Múr í dag

Múr dagsins: "Á sama tíma voru Kúbumenn iðnir við að styrkja byltingarhreyfingar í Afríku, ekki síst í Angola. Þar unnu Kúbumenn frækinn sigur á skæruliðum sem gerðir voru út af stjórn Suður-Afríku. Telja þeir sig með nokkrum rétti hafa grafið undan apartheidkerfinu."

Er í lagi að standa í stríðsbrölti í erlendu landi ef það er gert í nafni blóðlitaðs fána sósíalismans?

Múrsmenn hafa í gegnum tíðina eytt miklu púðri í að gagnrýna Bandaríkjamenn fyrir nákvæmlega sömu tilhneigingu til að styrkja baráttu gegn eða berjast sjálfir gegn hinum ýmsu "ógnum" og "óréttlæti" um víða veröld. Kúbumenn vinna "frækinn sigur" í baráttu málaliða þeirra í erlendu landi gegn erlendum ógnum eða óvinum á meðan Bandaríkjamenn eru sagðir stunda árásarstríð og styrkja glæpamenn, einræðisherra og hryðjuverkastarfsemi.

Múrinn dettur hér með á svarta listann þar til ég fyrirgef honum þessa argandi mótsögn við sjálfan sig.

2 comments:

Anonymous said...

Það er allt í lagi að berjast fyrir góðan málstað en harðbannað að berjast fyrir vondum og ómanneskjulegum málstað.

Geir said...

Útbreiðsla sósíalisma hlýtur að flokkast undir hið síðarnefnda (þótt hliðarafleiðing hafi verið veiking á aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku).