Eftirfarandi félagsfræðikenning er hér með opin fyrir rýni lesenda.
Kenningin um sambönd, sambúð og aðrar samvistir:
Barnæskan er laus við allar áhyggjur af ástarlífi og samböndum. Þetta breytist u.þ.b. þegar gagnfræðiskólinn tekur við. Í gaggó þykir ekkert fínna en að vera "í sambandi" og "eiga kærasta/kærustu".
Menntaskólinn tekur við og lítið breytist. Voðalega fínt að vera í sambandi og tala um kærustu eða kærasta.
Háskólinn snýr þessu á haus. Nýtt fólk, félagslíf og kæfandi námsálag. Sambönd í háskóla eru ríðusambönd eða fjárhagsleg skynsemi. Þetta hugarfar heldur út þrítugsaldurinn. Málið er að vera laus og liðugur, skemmta sér eftir töpuð sambandsár í menntaskóla og tapað félagslíf í skóla. Vinna og djamm er mottó tuttugu-og-eitthvað-ára.
En svo slær árið 30 (stundum 35) og þá breytist allt aftur. Nú byrjar fólk að hugsa fram í tímann; börn, hús með garði, lífeyrir, ábyrgð, fullorðinsár. Núna er gengið út frá því að maður sé í sambandi ef ekki hreinlega kominn í hnapphelduna og börnin eiga beinlínis að vera fædd.
Örlítill viðsnúningur tekur við í kringum 45-55 árin. Karlmenn fá gráan fiðring og konur sofa hjá án þess að kaupa sér sportbíl eða nýtt golfkylfusett. Þetta líður samt hjá þegar eignaskipti og forræðisdeilur hóta að verða mikið vesen og þegar óttinn um að vera einn/ein í ellinni skýtur upp kollinum.
Gift fólk og fólk í löngum samböndum er aftur orðið hið sjálfsagða.
Ellin er svo lokaskrefið. Fólk er saman þar til makinn fellur frá og loks manneskjan sjálf.
Endir.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Hlakka til að hitta þig á laugardag í bröllopinu! :)
Í stórum dráttum rétt, nema hvað að þetta byrjar ekki þegar gaggó tekur við, heldur frekar í 9-10 bekk, þ.e. við lok hans.
Þetta er líka svolítið séð útfrá kk sem fer í langskólanám.
Annað mynstur er líklega hjá þeim sem hætta eftir stúdent.
Hjá stelpum er þetta stundum ein allsherjar samanburðarkeppni sem sést oft í s.k. "saumaklúbbum". "Saumó" hefst um 18 ára aldurinn og hættir aldrei. Þar bera þær saman eigin stöðu og stöðu á maka.
Gleymdi að undirrita síðasta komment. (Kannski óþarft, hvort eð er?)
Þrándur
Á ekki að einkavæða neitt í þessari kenningu???
Ingigerður: Sömuleisss!
Þrándur:
Kenningin er sprottin upp úr bæði eigin reynslu og margra í svipaðri stöðu vissulega. Ég held samt hún eigi ekki eingöngu við karlmenn.
Burkni:
Enn sem komið er er lítið um ríkisforsjá af makavali einstaklinga nema e.t.v. skattaleg og eitthvað varðandi leyfi til að ættleiða. Svo nei Burkni, engin einkavæðing hér!
Er ekki kominn tími til að ríkisvæða makavalið? Markaðurinn er klárlega ekki að sjá um þetta nægilega vel ;)
Ég má ekkert vera að því að skrifa komment um þetta.
Post a Comment