Helgin er hafin og sú verður hressandi.
Í dag:
Kaffihús - frændsystkynapartý - partý hjá Hlyn - partý í Þingholtunum? - bærinn (Barinn?).
Á morgun:
Mikill uppsetningardagur með systkynum og mömmu heima hjá mömmu - innflutningspartý - bærinn.
Á gamlársdag:
Borða hjá mömmu - brenna - horfa á flugelda - partý?.
Nýársdagur:
Matur hjá pabba.
Hljómar eflaust ekki mjög þétt planað í eyrum 300%-planaða fólksins en mér þykir nóg um. Lifrin verður kvödd með kveðjuathöfn í kvöld, kreditkortið nær líklega bræðslumarki og líkaminn allur sendur 50 ár fram í tímann.
Friday, December 29, 2006
Thursday, December 28, 2006
Tuðgáttin opnuð
Íslendingar eru ótrúlega duglegir við að sætta sig við eitthvað sem er klárlega ekki vilji þeirra. Fyrir ferðamanninn mig er þetta augljóst hvað varðar ótrúlega margt. Dæmi verða nú tekin:
Áfengisverð og fyrirkomulag áfengissölu
Enginn hefur sérstaklega fyrir því að verja fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi nema sjálf áfengisverslun ríkisins. Þeir sem beinlínis styðja fyrirkomulagið hafa verið þagaðir í hel og í raun bíða bara allir eftir því að ríkið drífi í lagabreytingu og komi áfengi á hillurnar við hlið annarra löglegra neysluvara.
Íslendingar sætta sig samt við ástandið. Þeir láta smala sér inn í þessar sérstöku áfengisverslanir og borga uppsett verð til að eignast vökvann góðan. Í staðinn skera Íslendingar óhikað niður í öðrum útgjaldaliðum, t.d. með því að ferðast minna, endurnýja fataskápinn hægar og borða ódýrar.
Fríhöfnin er svo önnur hlið á sama máli. Fullorðið fólk hlaupandi um og spurja hvað megi kaupa mikið áfengi og tóbak og fyllir rækilega upp í kvótann í hverri ferð. Af hverju leggur fólk þetta á sig og steinþegir svo um fáránleika kerfisins þegar heim er komið? Er þetta falið sjálfshjálparnámskeið fyrir Íslendinga - að láta þeim líða svo sérstökum af því þeir en ekki allir aðrir eiga líter af vodka sem fékkst á 1000 kr?
Opnunartímar skemmtistaða
Íslendingar hrósa sér gjarnan fyrir gott næturlíf, þá sérstaklega í Reykjavík. Opnunartímar á virkum dögum eru samt fyrir neðan allar hellur. Þeir eru beinlínis til þess fallnir að þjappa djamminu saman á tvö kvöld í vikunni (með tilheyrandi álagi á allt sem tilheyrir eftirliti og umsjón með næturlífinu), drepa niður löngun ferðamanna til að kíkja í bæinn utan álagstímanna um helgar (látið mig þekkja það!!!) og draga óþarflega úr viðskiptum við miðbæinn sem er varla það besta sem sá bæjarhluti þarf að þola.
Hrósið
Íslendingum til hróss má samt segja að þeir eru mjög kröfuharðir neytendur (a.m.k. í orði), nýjungagjarnir (a.m.k. í verki), alveg óhræddir við að hugsa stórt og ákaflega ánægðir með að vera þjóð vinnandi fólks en ekki samansafn sósíalista að heimta köku sem einhver annar bakaði.
Áfram Ísland!
Áfengisverð og fyrirkomulag áfengissölu
Enginn hefur sérstaklega fyrir því að verja fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi nema sjálf áfengisverslun ríkisins. Þeir sem beinlínis styðja fyrirkomulagið hafa verið þagaðir í hel og í raun bíða bara allir eftir því að ríkið drífi í lagabreytingu og komi áfengi á hillurnar við hlið annarra löglegra neysluvara.
Íslendingar sætta sig samt við ástandið. Þeir láta smala sér inn í þessar sérstöku áfengisverslanir og borga uppsett verð til að eignast vökvann góðan. Í staðinn skera Íslendingar óhikað niður í öðrum útgjaldaliðum, t.d. með því að ferðast minna, endurnýja fataskápinn hægar og borða ódýrar.
Fríhöfnin er svo önnur hlið á sama máli. Fullorðið fólk hlaupandi um og spurja hvað megi kaupa mikið áfengi og tóbak og fyllir rækilega upp í kvótann í hverri ferð. Af hverju leggur fólk þetta á sig og steinþegir svo um fáránleika kerfisins þegar heim er komið? Er þetta falið sjálfshjálparnámskeið fyrir Íslendinga - að láta þeim líða svo sérstökum af því þeir en ekki allir aðrir eiga líter af vodka sem fékkst á 1000 kr?
Opnunartímar skemmtistaða
Íslendingar hrósa sér gjarnan fyrir gott næturlíf, þá sérstaklega í Reykjavík. Opnunartímar á virkum dögum eru samt fyrir neðan allar hellur. Þeir eru beinlínis til þess fallnir að þjappa djamminu saman á tvö kvöld í vikunni (með tilheyrandi álagi á allt sem tilheyrir eftirliti og umsjón með næturlífinu), drepa niður löngun ferðamanna til að kíkja í bæinn utan álagstímanna um helgar (látið mig þekkja það!!!) og draga óþarflega úr viðskiptum við miðbæinn sem er varla það besta sem sá bæjarhluti þarf að þola.
Hrósið
Íslendingum til hróss má samt segja að þeir eru mjög kröfuharðir neytendur (a.m.k. í orði), nýjungagjarnir (a.m.k. í verki), alveg óhræddir við að hugsa stórt og ákaflega ánægðir með að vera þjóð vinnandi fólks en ekki samansafn sósíalista að heimta köku sem einhver annar bakaði.
Áfram Ísland!
Wednesday, December 27, 2006
Saturday, December 23, 2006
Ævintýri og afslappelsi
Þá er maður mættur á Klakann og það tók svolítið á. Ferðalagið hófst með sex klukkutíma seinkun á flugvélinni sem þýddi að ég var ekki lentur fyrr en klukkan sex á fimmtudagsmorgni (þá bæði ölvaður, þunnur, þreyttur og stirður). Fyrir vikið var ég hálfvindlaus í gær. Náði samt að afgreiða eitthvað í jólagjafadeildinni þökk sé honum bróður mínum. Um kvöldið tók við afslöppun með henni móður minni á meðan hávaðasamt rokið úti drap alla lyst til að fara í bæinn og sinna þar hinum mikla fjölda fólks sem var úti á lífinu. Ég er samt nokkuð viss um að það komi djamm eftir þetta djamm.
Í dag þarf ég bara að græja eina til þrjár jólagjafir, hafa uppi á einum svefnpoka, skreyta jólatré, hjálpa örlítið við tiltekt og drekka bjór á Laugarveginum í kvöld. Ekkert til að hafa áhyggjur af.
Í dag þarf ég bara að græja eina til þrjár jólagjafir, hafa uppi á einum svefnpoka, skreyta jólatré, hjálpa örlítið við tiltekt og drekka bjór á Laugarveginum í kvöld. Ekkert til að hafa áhyggjur af.
Thursday, December 21, 2006
Ísland nálgast
Nú styttist í flugið til Íslands. Lending rétt eftir miðnætti (í kringum hálf-eitt leytið). Sennilega er ekki skynsamlegt að plana eitthvað djamm sökum gríðarlega lélegra og lögbundinna lokunartíma í Reykjavík á virkum dögum og ég verð aldrei kominn á höfuðborgarsvæðið fyrr en um 1-2 leytið hvort eð er. Jæja það er í lagi.
Símanúmerið verður væntanlega hið gamla og góða 6948954. Ég held að ég hafi fundið rétt SIM-kort í morgun.
SJÁUMST!
Símanúmerið verður væntanlega hið gamla og góða 6948954. Ég held að ég hafi fundið rétt SIM-kort í morgun.
SJÁUMST!
Hrós dagsins
Eftirfarandi er ekki meint sem kaldhæðni á neinn hátt.
Hrós dagsins frá Daði og Fjóla fyrir mikla og góða gagnrýni á oft og tíðum bloggleg og yfirborðskennd skrif mín á þessa síðu. Aðhald er gott og það er svo sannarlega til staðar hér. Ég býst ekki við því að yfirborðskenndum pirringsskrifum fækki, en kannski ég fjölgi færslum sem eru aðeins efnislegri, ítarlegri og kjötmeiri, og verða kannski til þess að eitthvað gerist, en látum tímann leiða það í ljós.
Hrós dagsins frá Daði og Fjóla fyrir mikla og góða gagnrýni á oft og tíðum bloggleg og yfirborðskennd skrif mín á þessa síðu. Aðhald er gott og það er svo sannarlega til staðar hér. Ég býst ekki við því að yfirborðskenndum pirringsskrifum fækki, en kannski ég fjölgi færslum sem eru aðeins efnislegri, ítarlegri og kjötmeiri, og verða kannski til þess að eitthvað gerist, en látum tímann leiða það í ljós.
Aðgerð!
Innblásinn af rassskelli ætla ég að nefna dæmi um eitthvað sem mér þykir mikið þarfaþing að verði framkvæmt, og gera mitt besta til að útskýra það án þess að setjast í stól þingmanns sem þykist vita hvað er öllum fyrir bestu. Hendi þessu út og sé hvað gerist...
Núllun skatta á fyrirtæki og fjármagn
Um áramótin lækka skattar á vinnulaun á Íslandi, og persónuafslátturinn hækkar. Þetta kemur öllum launþegum til góða og er bara hið besta mál. En af tvennu illu, skattur á hagnað fyrirtækja og skattur á launatekjur einstaklinga, er mikilvægara að hið fyrrnefnda víki, nefninlega skattarnir á hagnað fyrirtækja og um leið á fjármagnstekjur af öllu tagi.
Ástæðurnar eru margar. Skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur er fé sem er dregið út úr þeim hluta hagkerfisins sem byggir upp fyrirtæki og gefur öðrum færi á að auka við sig hlutafé og byggja sig þannig upp. Fjárfestar, kapítalistarnir, eru þeir sem hafa sparifé til ráðstöfunar, og þeir vilja ávaxta það. Með því að skattleggja fjármuni þeirra, kapítalið, og hagnaðinn sem má vænta af fjárfestingum þeirra, er hætt við því að færri leggi út í að fjárfesta - færri vilja leggja fjármuni sína undir þegar skatturinn er hærri. Hið sama má segja um húsnæðisverð - það lækkar þegar eignaskattar eru orðnir hluti af fjárhagsáætluninni. Markaðurinn gefur eftir þegar ríkið sækir fram. Þetta gildir almennt.
Skattar á hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjur hafa með öðrum orðum þau áhrif að fé leitar síður inn á markaðinn, rennur síður í hlutafé í fyrirtækjum og síður í sparnað almennt. Það sem gerist er að fé leitar í skjól, fjárfestar reyna að verja fjármuni sína gegn skattlagningu. Sumir flytja það til útlanda, aðrir binda það í verðtryggð spariskirteini og hjálpa þannig ríkinu við að auka ráðstöfunarfé sitt og byggja enn eina brúna eða bora enn eitt gatið í fjallið eða dæla því í þær botnlausu hítir sem ríkisreksturinn heldur utan um, heilbrigðiskerfið þar fremst í flokki.
Skattar á fjármagnstekjur valda því með öðrum orðum að fé sem alla jafna myndi leita til fyrirtækja í formi hlutafjár minnkar, og það dregur úr þrótti markaðarins. Sprotafyrirtæki líða fyrst allra - þau reyna að draga til sín áhættufjárfesta sem vænta mikils ágóða í skiptum fyrir mikla áhættu. Stöndug fyrirtæki sem vilja í útrás og uppbyggingu þurfa að sætta sig við minna aðgengi hlutafjár sökum tregðu fjárfesta. Fyrirtæki reyna líka sjálf að minnka skattgreiðslur sínar með því að auka kostnað og þannig minnka hagnað - skjóta sig í fótinn með því að minnka fýsileika sinn sem fjárfestingar í augum fjárfesta, en reyna þó að skila hagnaði í samræmi við það sem það borgar sig miðað við kostnaðinn vegna skattgreiðsla af honum.
Skattar á fjármagnstekjur hafa líka skaðleg áhrif á hinn almenna launþega sem vill leggja fyrir. Ríkið býður núna upp á að leggja aukalega fyrir í séreignarlífeyrissjóð og draga framlagið frá skattstofni. Að leggja meira fyrir í lífeyrissjóð er samt bara ein leið af mörgum til að leggja fyrir, og með því að veita skattahlunnindi fyrir því en ekki öðru er orðin til neyslustýring - tilbúin leið til að laða fólk í sparnað. Þar að auki gefur þetta lífeyrissjóðum óþarflega mikið vald sökum þess hve mikið fé þeir fá í sjóði sína (því svo margir eru að reyna forðast skattlagningu á sparnað sinn). Í stað þess að einstaklingar fjárfesti í fyrirtækjum og geri kröfu um arðgreiðslur þá er þetta vald sett í hendur örfárra stórra lífeyrissjóða sem þannig verða stórir spilarar á hlutabréfamarkaði á meðan einstaklingar sitja heima og vona að sjóðirnir taki réttar ákvarðanir fyrir sína hönd. Ríki í ríkinu ef svo má segja. Ekki bætir úr skák að bankar hafa oft fjárfestingar lífeyrissjóða á sinni könnu og þannig eru orðin til hagsmunatengsl sem eru ekki endilega alltaf í hag lífeyrisþega.
Af þessum ástæðum og fleirum finnst mér ljóst að skattar á fjármagnstekjur og hagnað fyrirtækja séu lítið annað en neyslustýring sem letur fyrirtæki til að skila hagnaði, minnkar vald einstaklingsins á hlutabréfamarkaði, eykur vald lífeyrissjóða og banka, dregur úr fjárfestingum, veldur því að fjárfestar fjárfesti minna og skjóti fé sínu frekar undan skattayfirvöldum í staðinn, dregur úr möguleikum fyrirtækja til að afla sér hlutafjár, minnkar möguleika nýrra fyrirtækja á að laða til sín áhættufjármagn, minnkar samkeppni um fjármagn og þar með samkeppnina um að ávaxta það sem best, gerir stjórnmálamenn óþarflega stóra leikmenn á markaði því þeir eru jú þeir sem fá skattana til ráðstöfunar í samkeppnislausan ríkisreksturinn, minnkar vægi einstaklingsins á markaði og vald hans yfir eigin sparnaði og dregur úr hvata hans til að spara og fjárfesta, og síðast en ekki síst: Dregur úr þrótti hins frjálsa markaðar til að skapa auð, störf og bæta framlegð, og ver fyrirtæki fyrir því að þurfa berjast um takmarkað vinnuafl, og þar með hægir á hækkun launa sem annars myndi fylgja aukinni samkeppni um starfsfólk.
Það er seinasti punkturinn sem er sá mikilvægasti. Skattar á fjármagn og hagnað fyrirtækja veldur því að tækifærin sem við einstaklingarnir höfum til að láta fyrirtæki slást um okkur með hærri launum, bættum aðbúnaði og betri vinnu eru færri en ella. Með því að afnema skatta á fjármagn og hagnað fyrirtækja er verið að gera okkur einstaklingana verðmætari, og það hlýtur að vera eitthvað til að stefna að.
Núllun skatta á fyrirtæki og fjármagn
Um áramótin lækka skattar á vinnulaun á Íslandi, og persónuafslátturinn hækkar. Þetta kemur öllum launþegum til góða og er bara hið besta mál. En af tvennu illu, skattur á hagnað fyrirtækja og skattur á launatekjur einstaklinga, er mikilvægara að hið fyrrnefnda víki, nefninlega skattarnir á hagnað fyrirtækja og um leið á fjármagnstekjur af öllu tagi.
Ástæðurnar eru margar. Skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur er fé sem er dregið út úr þeim hluta hagkerfisins sem byggir upp fyrirtæki og gefur öðrum færi á að auka við sig hlutafé og byggja sig þannig upp. Fjárfestar, kapítalistarnir, eru þeir sem hafa sparifé til ráðstöfunar, og þeir vilja ávaxta það. Með því að skattleggja fjármuni þeirra, kapítalið, og hagnaðinn sem má vænta af fjárfestingum þeirra, er hætt við því að færri leggi út í að fjárfesta - færri vilja leggja fjármuni sína undir þegar skatturinn er hærri. Hið sama má segja um húsnæðisverð - það lækkar þegar eignaskattar eru orðnir hluti af fjárhagsáætluninni. Markaðurinn gefur eftir þegar ríkið sækir fram. Þetta gildir almennt.
Skattar á hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjur hafa með öðrum orðum þau áhrif að fé leitar síður inn á markaðinn, rennur síður í hlutafé í fyrirtækjum og síður í sparnað almennt. Það sem gerist er að fé leitar í skjól, fjárfestar reyna að verja fjármuni sína gegn skattlagningu. Sumir flytja það til útlanda, aðrir binda það í verðtryggð spariskirteini og hjálpa þannig ríkinu við að auka ráðstöfunarfé sitt og byggja enn eina brúna eða bora enn eitt gatið í fjallið eða dæla því í þær botnlausu hítir sem ríkisreksturinn heldur utan um, heilbrigðiskerfið þar fremst í flokki.
Skattar á fjármagnstekjur valda því með öðrum orðum að fé sem alla jafna myndi leita til fyrirtækja í formi hlutafjár minnkar, og það dregur úr þrótti markaðarins. Sprotafyrirtæki líða fyrst allra - þau reyna að draga til sín áhættufjárfesta sem vænta mikils ágóða í skiptum fyrir mikla áhættu. Stöndug fyrirtæki sem vilja í útrás og uppbyggingu þurfa að sætta sig við minna aðgengi hlutafjár sökum tregðu fjárfesta. Fyrirtæki reyna líka sjálf að minnka skattgreiðslur sínar með því að auka kostnað og þannig minnka hagnað - skjóta sig í fótinn með því að minnka fýsileika sinn sem fjárfestingar í augum fjárfesta, en reyna þó að skila hagnaði í samræmi við það sem það borgar sig miðað við kostnaðinn vegna skattgreiðsla af honum.
Skattar á fjármagnstekjur hafa líka skaðleg áhrif á hinn almenna launþega sem vill leggja fyrir. Ríkið býður núna upp á að leggja aukalega fyrir í séreignarlífeyrissjóð og draga framlagið frá skattstofni. Að leggja meira fyrir í lífeyrissjóð er samt bara ein leið af mörgum til að leggja fyrir, og með því að veita skattahlunnindi fyrir því en ekki öðru er orðin til neyslustýring - tilbúin leið til að laða fólk í sparnað. Þar að auki gefur þetta lífeyrissjóðum óþarflega mikið vald sökum þess hve mikið fé þeir fá í sjóði sína (því svo margir eru að reyna forðast skattlagningu á sparnað sinn). Í stað þess að einstaklingar fjárfesti í fyrirtækjum og geri kröfu um arðgreiðslur þá er þetta vald sett í hendur örfárra stórra lífeyrissjóða sem þannig verða stórir spilarar á hlutabréfamarkaði á meðan einstaklingar sitja heima og vona að sjóðirnir taki réttar ákvarðanir fyrir sína hönd. Ríki í ríkinu ef svo má segja. Ekki bætir úr skák að bankar hafa oft fjárfestingar lífeyrissjóða á sinni könnu og þannig eru orðin til hagsmunatengsl sem eru ekki endilega alltaf í hag lífeyrisþega.
Af þessum ástæðum og fleirum finnst mér ljóst að skattar á fjármagnstekjur og hagnað fyrirtækja séu lítið annað en neyslustýring sem letur fyrirtæki til að skila hagnaði, minnkar vald einstaklingsins á hlutabréfamarkaði, eykur vald lífeyrissjóða og banka, dregur úr fjárfestingum, veldur því að fjárfestar fjárfesti minna og skjóti fé sínu frekar undan skattayfirvöldum í staðinn, dregur úr möguleikum fyrirtækja til að afla sér hlutafjár, minnkar möguleika nýrra fyrirtækja á að laða til sín áhættufjármagn, minnkar samkeppni um fjármagn og þar með samkeppnina um að ávaxta það sem best, gerir stjórnmálamenn óþarflega stóra leikmenn á markaði því þeir eru jú þeir sem fá skattana til ráðstöfunar í samkeppnislausan ríkisreksturinn, minnkar vægi einstaklingsins á markaði og vald hans yfir eigin sparnaði og dregur úr hvata hans til að spara og fjárfesta, og síðast en ekki síst: Dregur úr þrótti hins frjálsa markaðar til að skapa auð, störf og bæta framlegð, og ver fyrirtæki fyrir því að þurfa berjast um takmarkað vinnuafl, og þar með hægir á hækkun launa sem annars myndi fylgja aukinni samkeppni um starfsfólk.
Það er seinasti punkturinn sem er sá mikilvægasti. Skattar á fjármagn og hagnað fyrirtækja veldur því að tækifærin sem við einstaklingarnir höfum til að láta fyrirtæki slást um okkur með hærri launum, bættum aðbúnaði og betri vinnu eru færri en ella. Með því að afnema skatta á fjármagn og hagnað fyrirtækja er verið að gera okkur einstaklingana verðmætari, og það hlýtur að vera eitthvað til að stefna að.
Wednesday, December 20, 2006
Fjas út í eitt
George W. Bush var kjörinn forseti árið 2000 og fram á árið 2004 jókst útblástur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum um 2,1%. Á sama tíma jókst útblásturinn um 4,5% í Evrópusambandsríkjunum 15. Það væri gaman að heyra hvað vinstripressan í Evrópu kallar Evrópusambandsríkin nú þegar það liggur fyrir að þau hafa aukið útblásturinn tvöfalt meira en Bush. Þetta gerðist þrátt fyrir meiri hagvöxt og tvöfalt meiri fólksfjölgun í Bandaríkjunum en Evrópu á þessum tíma. (#)Alltaf gaman að geta slengt fram tölum sem ganga þvert á goðsagnir umræðunnar en að sama skapi alveg innihaldslaust. Menn geta jú valið og hafnað tölum. Tölurnar sem ég valdi núna hefðu t.d. ekki birst hérna ef þær hefðu verið á hinn veginn. Þá væri goðsögnin sönn og ekkert gaman.
Ýmsir mælikvarðar efnahagslegs frelsis (1 2 3) væru sömuleiðis vopn í höndum vinstris frekar en hægris ef hægt væri að sýna fram á að líf lengjast og batna þegar efnahagsfrelsi er traðkað niður af ríkinu. Vinstrimenn reyna í staðinn bara að labba í kringum þá neikvæðu mynd sem ákveðin tegund tölfræði sýnir hugmyndafræði þeirra í ,t.d. með því að blanda saman hugtökunum "fátækt" og "jöfnuður" með því að nefna Gini-stuðulinn sem einhvers konar mælikvarða á lífskjör og velsæld). Einnig að misskilja t.d. það sem raun og veru er mælt þegar reynt er að troða efnahagsfrelsi inn í tölulegan kvarða. Dæmi:
Land A er með galopið hagkerfi, engar viðskiptahömlur, engar reglur, enga opinbera staðla, engar opinberar kröfur á eitt né neitt í viðskiptum, sterkt dómsvald, vel varinn eignarrétt. Fær fullt hús stiga á mælikvarða efnahagsfrelsis hvað þetta varðar. Leggur hins vegar 99% skatt á öll fyrirtæki og fær botneinkunn þar.
Land B er með víggirt landamæri. Ekkert fer inn eða út, hvorki fjármagn né varningur. Allt sem er framleitt innan landamæranna er háð ströngustu skilyrðum og er umvafið miklu skrifræði. Fær lélegustu einkunn hvað þetta varðar. Hins vegar er 0% skattur á fyrirtæki. Toppeinkunn þar.
Hvernig ætla menn sér að bera þessi tvö lönd saman og fá einhverja skynsamlega niðurstöðu? Það er ekki hægt. Samt er það gert. Vegna þess að það er gert trúa sumir að skattbyrði Svíþjóðar sé ekki til vandræða fyrir hagkerfið þar, af því efnahagsfrelsi "mælist" þar mikið. Einnig eru þeir margir sem skilja ekkert í því af hverju Danmörk og Ísland "mælast" of með svipað mikið efnahagsfrelsi þegar svo margt skilur hagkerfi landanna að. Það er vegna þess að Ísland skorar hærra en Danmörk í skattbyrði en lægra í frelsi til viðskipta við útlönd og þannig útjafnast munurinn. Svo er verið að bera þessi lönd saman með einni tölu!
Sveiattan segi ég. Meira segi ég samt ekki í bili.
Tuesday, December 19, 2006
Ertu sleipur í dönsku?
http://www.liberator.dk/art-detail.asp?A_Id=797
Hressandi lesning. Ég kalla mig meðhöfund en lengra nær það ekki.
Hressandi lesning. Ég kalla mig meðhöfund en lengra nær það ekki.
Handahófskenndar hugleiðingar í amstri dagsins
Mánudagur:
Í dag er pappírsvinnudagur mikill í vinnunni. Þreyta og pappírsvinna er ekki góður kokkteill.
Lýðskrum dagsins?
Nú virðist "félagsmiðstöðin" Ungdomshuset í Kaupmannahöfn endanlega hafa tapað því almenningsáliti sem það hafði eftir ofbeldisfull og eyðileggjandi mótmæli á laugardaginn. Mjög gott.
Nú leitar atvinnuveitandi minn að nýrri manneskju í móttökuna. Ég býð mig kannski fram í ráðningarnefndina. Mitt mottó yrði þá: Allt nema fagleg ráðning!
Hvor hópurinn fær fleiri og hærri styrki: Sá sem baular í kór með stjórnmálamönnum, eða hinn sem gerir það ekki?
Heimasíða dagsins: IceAgeNow.com, upphafið að næstu maðurinn-er-að-breyta-loftslagi-Jarðar-hrinu fjölmiðla. Ég bíð vægast sagt spenntur.
Þá er kannski að koma tími fyrir smá aktion í Kaupmannahöfn.
Alzheimer er viðurstyggilegur sjúkdómur.
Átakið "Gera Ole stressaðan" virðist vera nálgast markmið sitt: Að gera Ole stressaðan.
Forritarar í iðnaði sveigjanlegra röra (e. flexible pipes) eru ekki mjög frumlegir þegar kemur að nafngift. Á mínum vinnustað er notast við forritin Flexcom, Orcaflex, Bflex (þar sem einn af undirhlutunum kallast Pflex), Pipeflex, Eflex og aðstoðarforritið Scypeflex. Mikið flex í gangi sem sagt, en minni kynþokki.
Þá hafa eftirlegukindurnar á vinnustaðnum, ég meðtalinn, pantað pizzu sem ætti að koma von bráðar. Ljómandi, hvetjandi, nærandi og seðjandi allt í senn. Framleiðni hefur samt verið af gríðarlega skornum skammti í dag, að hluta vegna eðlis verkefna og hluta vegna lítils nætursvefns, en nú tekur galsinn við!
Þriðjudagur:
Það er nú meira hvað sumar vefsíður eru hægar, og fara íslensku fréttasíðurnar þar fremstar (aftastar réttara sagt) í flokki.
Litli pirraði stuttbuxnastrákurinn í mér fer núna í smá ham...
Einstaklingar slást. Ríkisstjórnir fara í stríð.
Einstaklingar stunda frjáls viðskipti. Ríkisstjórnir skattleggja.
Einstaklingar semja sín á milli. Ríkisstjórnir setja lög og reglur.
Einstaklingar veita aðstoð. Ríkisstjórnir stofnanavæða vandamál.
Einstaklingar hafa réttindi sem takmarkast eingöngu af athafnafrelsi og eignarétti annarra einstaklinga. Ríkisstjórnir búa ekki við slíkar takmarkanir.
Mikið í gangi á skrifstofunni í dag. Allt að farast úr stressi og álagi en samt ræður jólaskapið ríkjum. Skemmtileg blanda sem hugsanlega skýrist af flóðbylgju piparhneta (pebernødder), piparkaka, sælgætis og ávaxta, auk jólaskrauts og kertaljóss (þó ekki í mínu nágrenni!).
"Ertu búinn að fitna?" var spurning sem ég fékk um daginn. Já vetrarforðinn er kominn á. Hið besta mál segi ég.
Hvernig veit maður að ákveðinn einstaklingur á a.m.k. þrekvaxna kærustu?
Fyrsta vísbending: Þegar saga sem hann segir, og hefur kærustuna sem aðalsöguhetju, inniheldur setninguna, "..og svo pantaði hún bara stærsta borgarann eins og venjulega...".
Önnur vísbending: Sjálfur einstaklingurinn telst seint með grennri mönnum.
Jæja heimferð nú eftir þokkalega framlegð í dag.
Í dag er pappírsvinnudagur mikill í vinnunni. Þreyta og pappírsvinna er ekki góður kokkteill.
Lýðskrum dagsins?
Nú virðist "félagsmiðstöðin" Ungdomshuset í Kaupmannahöfn endanlega hafa tapað því almenningsáliti sem það hafði eftir ofbeldisfull og eyðileggjandi mótmæli á laugardaginn. Mjög gott.
Nú leitar atvinnuveitandi minn að nýrri manneskju í móttökuna. Ég býð mig kannski fram í ráðningarnefndina. Mitt mottó yrði þá: Allt nema fagleg ráðning!
Hvor hópurinn fær fleiri og hærri styrki: Sá sem baular í kór með stjórnmálamönnum, eða hinn sem gerir það ekki?
Heimasíða dagsins: IceAgeNow.com, upphafið að næstu maðurinn-er-að-breyta-loftslagi-Jarðar-hrinu fjölmiðla. Ég bíð vægast sagt spenntur.
Þá er kannski að koma tími fyrir smá aktion í Kaupmannahöfn.
Alzheimer er viðurstyggilegur sjúkdómur.
Átakið "Gera Ole stressaðan" virðist vera nálgast markmið sitt: Að gera Ole stressaðan.
Forritarar í iðnaði sveigjanlegra röra (e. flexible pipes) eru ekki mjög frumlegir þegar kemur að nafngift. Á mínum vinnustað er notast við forritin Flexcom, Orcaflex, Bflex (þar sem einn af undirhlutunum kallast Pflex), Pipeflex, Eflex og aðstoðarforritið Scypeflex. Mikið flex í gangi sem sagt, en minni kynþokki.
Þá hafa eftirlegukindurnar á vinnustaðnum, ég meðtalinn, pantað pizzu sem ætti að koma von bráðar. Ljómandi, hvetjandi, nærandi og seðjandi allt í senn. Framleiðni hefur samt verið af gríðarlega skornum skammti í dag, að hluta vegna eðlis verkefna og hluta vegna lítils nætursvefns, en nú tekur galsinn við!
Þriðjudagur:
Það er nú meira hvað sumar vefsíður eru hægar, og fara íslensku fréttasíðurnar þar fremstar (aftastar réttara sagt) í flokki.
Litli pirraði stuttbuxnastrákurinn í mér fer núna í smá ham...
Einstaklingar slást. Ríkisstjórnir fara í stríð.
Einstaklingar stunda frjáls viðskipti. Ríkisstjórnir skattleggja.
Einstaklingar semja sín á milli. Ríkisstjórnir setja lög og reglur.
Einstaklingar veita aðstoð. Ríkisstjórnir stofnanavæða vandamál.
Einstaklingar hafa réttindi sem takmarkast eingöngu af athafnafrelsi og eignarétti annarra einstaklinga. Ríkisstjórnir búa ekki við slíkar takmarkanir.
Mikið í gangi á skrifstofunni í dag. Allt að farast úr stressi og álagi en samt ræður jólaskapið ríkjum. Skemmtileg blanda sem hugsanlega skýrist af flóðbylgju piparhneta (pebernødder), piparkaka, sælgætis og ávaxta, auk jólaskrauts og kertaljóss (þó ekki í mínu nágrenni!).
"Ertu búinn að fitna?" var spurning sem ég fékk um daginn. Já vetrarforðinn er kominn á. Hið besta mál segi ég.
Hvernig veit maður að ákveðinn einstaklingur á a.m.k. þrekvaxna kærustu?
Fyrsta vísbending: Þegar saga sem hann segir, og hefur kærustuna sem aðalsöguhetju, inniheldur setninguna, "..og svo pantaði hún bara stærsta borgarann eins og venjulega...".
Önnur vísbending: Sjálfur einstaklingurinn telst seint með grennri mönnum.
Jæja heimferð nú eftir þokkalega framlegð í dag.
Sunday, December 17, 2006
Hverju missti ég af?
Síðan hvenær eru Stalín, Maó, Kastró, Hitler, Frankó, Tító og Mussólíní ekki alræmdustu einræðisherrar samtímans? Pinochet er vissulega meðlimur þessa ófrýnilega hóps en efstastiginu nær hann varla.
Fjasað á sunnudegi
Það er svo óendanlega margt sem hægt er að fjasa yfir. Og út af fyrir sig er ekkert við slíku fjasi að segja, það er oft skiljanlegt og líklega taka allir þátt í því upp að vissu marki. Hins vegar verður fjasið að töluvert alvarlegu vandamáli þegar menn láta sér ekki nægja að fjasa, eða kvarta, eða jafnvel að samþykkja eitthvað á húsfélagsfundum. Þegar skortur á umburðarlyndi er orðinn svo alger að menn eiga sér þá ósk heitasta að lögum verði breytt til að þeir geti gengið á rétt annarra og bannað þeim að reykja, sjóða skötu, setja á sig ilmvatn, eða hvað það nú er sem mönnum dettur í hug, þá er rétt að fara að vara sig. (#)Heyr heyr! Annars á ég nú eitthvað örlítið fjas á bls 12 í Fréttablaðinu í dag - sjá hér (vefblað) eða hér (bara greinin). Gríðarlega ósexý skrif (og mynd!) en líka fyrst og fremst ætlað einum lesanda.
Neisko, var atvinnulaust ungt fólk sem hefur til í ákveðnu húsi (ranglega nefnt "félagsmiðstöð") í Kaupmannahöfn með vesen í nótt? Vitaskuld með tilheyrandi yfirgangi lögreglu sem vill ekki að rúður séu brotnar og almenningi ógnað. Mikið er erfitt að vera atvinnulaus iðjuleysingi núorðið.
Helgarplön mín voru ekki mikil og merkileg. Aðallega að sofa út og gera lítið. Náði að láta rýja á mér kollinn í gær (og ekki var klipparinn að spara skærin!) og lít á það sem gott dagsverk. Í dag ætlaði ég kannski að skreppa í búðir eftir jólagjöfum eða uppí vinnu en ég held ég geri hvorugt. Reyni kannski að taka til! Já, kannski það. Nægur verður hasarinn samt í vikunni þar til ég flýg á Klakann á fimmtudagskvöld, sama hvað ég geri í dag. Því er um að gera að gera ekkert á meðan ég get.
Núna lítur loksins út fyrir að veturinn sé að koma til Kaupmannahafnar með lækkandi hitastigi og hugsanlega einhverjum snjó. Þótt ekki væri nema til að drepa daglegar "fréttir" í blöðunum um nýútkomnar skýrslur um loftlagsbreytingar af mannavöldum verður það gríðarlegur léttir. Ég fæ þá líka fleiri tækifæri til að vera í ógurlega þykku stormúlpunni minni án þess að hreinlega svitna í henni. Já og kasta snjóbolta inn um opnar svalir nágranna sem spila háa tekknótónlist á kvöldin. Gott mál í alla staði.
En sem sagt, ég lendi á Íslandi á fimmtudagskvöldinu (réttara sagt aðfararnótt föstudags kl 00:20+seinkun!) og í augnablikinu er planið að fara á djammið fljótlega eftir það. Verður eitthvað annað í gangi en próflokaball háskólanema á Hótel Íslandi með Sálinni?
Wednesday, December 13, 2006
Milton Friedman snýtir sér í íslenskum vinstrimönnum
Tuesday, December 12, 2006
Úr aðsendri grein í Nyhedsavisen
Kampen for de fattige har ført til lige så mange uretfærdigheder som kampen for at beholde status quo. Pinochet stod bag en række koncentrationslejre, men det gjorde Che Guevara - helten på millioner af t-shirts og plakater verden over - også.Hvað ætli þessir pjakkar segi við svona tali um hetjuna sína Che?
Update: Let's find out!
Monday, December 11, 2006
Langblogg á mánudagskveldi
Daninn er að rækta úr mér Íslendinginn í stórum stíl núna. Ég er byrjaður að fara heim á skikkanlegum tíma og samviskulaust "sulta" mörg verkefni sem margir bíða eftir að verði leyst af því ég er búinn að vinna mína tíma þann daginn. Hræðilegt ástand satt að segja! Verð að taka mig saman í andlitinu (þarna fengu margir brandara í hausinn) og byrja vinna yfir mig aftur. Annað er auðvitað bara rugl.
Jæja, þá fór maður loksins yfirum með mörgum orðum, tenglaregni og harðorðum fullyrðingum. Tíminn mun leiða í ljós hver viðbrögðin verða.
Að allt öðru...
Nú vita allir Íslendingar að Baugur og félagar helltu sér út í dagblaðastríðið í Danmörku. Færri vita líklega að viðskiptahugmynd Fréttablaðins - að dreifast í hús endurgjaldslaust á hverjum morgni - tók Danina með buxurnar gjörsamlega niðrum sig. Tvö blöð spruttu upp úr þurru þegar þetta fréttist og Fréttablað Danmerkur (Nyhedsavisen) byrjaði því tilvist sína í bullandi samkeppnisumhverfi. Áhrifin hafa verið stórkostleg. Áður fyrr stóð valið á milli tveggja "götublaða" (sem er bara dreift í strætó og á lestarstöðvum), bæði troðfull af endursögnum frá fréttaskáldsögufyrirtækinu Ritzau. Í raun tvö blöð með sömu fréttirnar (þó örlítið mismunandi áherslur á mikilvægi þeirra og örlítið mismunandi sérflokkar innan þeirra). Núna hafa fæðst þrjú ný blöð sem vilja í raun og veru finna eitthvað fréttnæmt sjálf og skrifa sínar eigin fréttir. Ég hef blaðað í þeim öllum og finnst þau öll vera töluvert betri en götublöðin. Fyrir hægrisinnaðan pjakk eins og mig finnst mér Fréttablað Danmerkur þó standa upp úr. Þeir eru gagnrýnir og kokgleypa ekki alveg jafnhratt því sem læðist úr munni stjórnmálamanna. Enginn er fullkominn en Fréttablað Danmerkur er að mínu mati nær því en þessi vinstrisinnaða leðja sem flæðir út úr snípsleikjum Ritzau. Þá er það skjalfest.
Orðin "krútt" og "yndi" streyma núna inn á athugasemdir á þessari síðu. Ég krefst þess að þessi orð séu hundsuð og að ég verði áfram þessi ofursvali og harði nagli sem allir vita að ég er.
Ný matmálsstefna í hádeginu: Hætta að drekka vatn í miklum mæli.
Jólagjöf vinnunnar var færð okkur í dag. Valið stóð á milli þriggja gjafa og ég valdi þá sem samanstendur af 6x66cl Blue Mountain Stout auk einhvers trékassa undir þá (merkjavara, að sjálfsögðu). Þetta fjáraustur í jólagjafir er auðvitað eitthvað sem telst til frádráttar af bæði mínum launum og hagnaði fyrirtækisins, en ef þeir halda að svona gjafaregn haldi í starfsmenn og laði aðra að þá þeir um það. Fyrir mitt leyti held ég ekki. Vonandi fengu þeir a.m.k. vænan afslátt af bjórnum í skiptum fyrir auglýsingagildið, þótt ég hafi ekki hugmynd um hvar ég ætti að kaupa fleiri ef ég ánetjaðist bragðinu (og 6,6% styrkleikanum).
Voðalega hljómaði þetta samt neikvætt og nöldurslegt? Það var kannski ekki ætlunin. Jú, að vissu leyti samt. Jæja, engin niðurstaða hér og nú.
Dexter þáttur 11 dottinn inn og sængin kallar. Yfir og út!
Jæja, þá fór maður loksins yfirum með mörgum orðum, tenglaregni og harðorðum fullyrðingum. Tíminn mun leiða í ljós hver viðbrögðin verða.
Að allt öðru...
Nú vita allir Íslendingar að Baugur og félagar helltu sér út í dagblaðastríðið í Danmörku. Færri vita líklega að viðskiptahugmynd Fréttablaðins - að dreifast í hús endurgjaldslaust á hverjum morgni - tók Danina með buxurnar gjörsamlega niðrum sig. Tvö blöð spruttu upp úr þurru þegar þetta fréttist og Fréttablað Danmerkur (Nyhedsavisen) byrjaði því tilvist sína í bullandi samkeppnisumhverfi. Áhrifin hafa verið stórkostleg. Áður fyrr stóð valið á milli tveggja "götublaða" (sem er bara dreift í strætó og á lestarstöðvum), bæði troðfull af endursögnum frá fréttaskáldsögufyrirtækinu Ritzau. Í raun tvö blöð með sömu fréttirnar (þó örlítið mismunandi áherslur á mikilvægi þeirra og örlítið mismunandi sérflokkar innan þeirra). Núna hafa fæðst þrjú ný blöð sem vilja í raun og veru finna eitthvað fréttnæmt sjálf og skrifa sínar eigin fréttir. Ég hef blaðað í þeim öllum og finnst þau öll vera töluvert betri en götublöðin. Fyrir hægrisinnaðan pjakk eins og mig finnst mér Fréttablað Danmerkur þó standa upp úr. Þeir eru gagnrýnir og kokgleypa ekki alveg jafnhratt því sem læðist úr munni stjórnmálamanna. Enginn er fullkominn en Fréttablað Danmerkur er að mínu mati nær því en þessi vinstrisinnaða leðja sem flæðir út úr snípsleikjum Ritzau. Þá er það skjalfest.
Orðin "krútt" og "yndi" streyma núna inn á athugasemdir á þessari síðu. Ég krefst þess að þessi orð séu hundsuð og að ég verði áfram þessi ofursvali og harði nagli sem allir vita að ég er.
Ný matmálsstefna í hádeginu: Hætta að drekka vatn í miklum mæli.
Jólagjöf vinnunnar var færð okkur í dag. Valið stóð á milli þriggja gjafa og ég valdi þá sem samanstendur af 6x66cl Blue Mountain Stout auk einhvers trékassa undir þá (merkjavara, að sjálfsögðu). Þetta fjáraustur í jólagjafir er auðvitað eitthvað sem telst til frádráttar af bæði mínum launum og hagnaði fyrirtækisins, en ef þeir halda að svona gjafaregn haldi í starfsmenn og laði aðra að þá þeir um það. Fyrir mitt leyti held ég ekki. Vonandi fengu þeir a.m.k. vænan afslátt af bjórnum í skiptum fyrir auglýsingagildið, þótt ég hafi ekki hugmynd um hvar ég ætti að kaupa fleiri ef ég ánetjaðist bragðinu (og 6,6% styrkleikanum).
Voðalega hljómaði þetta samt neikvætt og nöldurslegt? Það var kannski ekki ætlunin. Jú, að vissu leyti samt. Jæja, engin niðurstaða hér og nú.
Dexter þáttur 11 dottinn inn og sængin kallar. Yfir og út!
Helgi nú á enda er
Gríðargóð helgi nú að baki. Hún verður að hluta tekin í stikkorðum:
Ingimar er ómótstæðilegur, Ósk sömuleiðis, Stebbi er sífallegur (nýyrði dagsins), Tívolí er svo ágætur staður, julefrokost var með eindæmum skemmtilegur (gylltur kjóll á Document Controller já takk), Signe og Ole og ölvun og Wall Street, Danir drekka lítið og hægt en verða mjög fullir og hressir, engin Kolla Solla, sunnudags-Moose er ágætur, fallega fólkinu fjölgar senn.
Nóg af þessu.
Mikið var ég að koma mér í leiðinlega aðstöðu millimannsins um helgina, en sumt verður samt að gerast og gerast með minni hjálp, með fullu samþykki mínu eða ekki.
Önnur og mun ánægjulegri hjálp var þegin af mér rétt í þessu. Sumu fólki er bara hrein ánægja að gera greiða. Jafnvel svo að það að ég megi gera greiðann er greiðasemi við mig.
Framundan er löng vinnuvika og næsta helgi verður þurr segi ég.
Klipping nálgast.
Nóttin er komin. Bless í bili.
Ingimar er ómótstæðilegur, Ósk sömuleiðis, Stebbi er sífallegur (nýyrði dagsins), Tívolí er svo ágætur staður, julefrokost var með eindæmum skemmtilegur (gylltur kjóll á Document Controller já takk), Signe og Ole og ölvun og Wall Street, Danir drekka lítið og hægt en verða mjög fullir og hressir, engin Kolla Solla, sunnudags-Moose er ágætur, fallega fólkinu fjölgar senn.
Nóg af þessu.
Mikið var ég að koma mér í leiðinlega aðstöðu millimannsins um helgina, en sumt verður samt að gerast og gerast með minni hjálp, með fullu samþykki mínu eða ekki.
Önnur og mun ánægjulegri hjálp var þegin af mér rétt í þessu. Sumu fólki er bara hrein ánægja að gera greiða. Jafnvel svo að það að ég megi gera greiðann er greiðasemi við mig.
Framundan er löng vinnuvika og næsta helgi verður þurr segi ég.
Klipping nálgast.
Nóttin er komin. Bless í bili.
Wednesday, December 06, 2006
Gula slangan
Tuesday, December 05, 2006
Þriðjudagur til þreytu
Í dag er greinilega dagur sem á að fara í taugarnar á mér. Samstarfsfélagar eru síkjaftandi í kringum mig, stundum um stress, stundum um eitthvað vinnutengt, stundum um eitthvað úr einkalífinu, stundum sín á milli og stundum í síma. Þökk sé háværri tónlist í heyrnatólum tekst að útiloka lætin en gallinn er sá að það er alltaf einhver að reyna segja mér eitthvað og heldur að ég heyri. Hef þó leiðrétt það hér með.
Mér sýnist í fljótu bragði að hvorki meira né minna en þrír mismunandi menn vilji ákveða hvað ég eigi að gera í vinnunni, og allt á sama tíma helst. Þá er nú gott að vita hver af þeim ræður formlega og bara salta óskir hinna. Gott fyrir taugarnar en ekki samviskuna.
Núna er ég virkilega byrjaður að hlakka til að ákveðinn samstarfsmaður fari heim. Hann er búinn að fjasa í öðrum samstarfsaðila í klukkutíma samfleytt um hvað virkar og hvað virkar ekki innan fyrirtækisins án þess að hugleiða þann möguleika að það fari einfaldlega of mikill tími í að velta því fyrir sér af hverju ekkert gerist og of lítill í að gera eitthvað í því.
Danir eru hér með úrskurðaðir lausir við allt sem heitir skilningur á hagfræði. Lesendabréf í einu sorpblaðanna í dag spyr, "hvor viljum við skattalækkanir eða bætta þjónustu í heilbrigðiskerfinu?", eins og ekkert sé sjálfsagðara! Ef fjáraustur væri lausnin þá væru hundruð Dana ekki að deyja á biðlistum hins opinbera á hverju ári. Ef háir skattar væru ávísun á háar skatttekjur þá væru Danir líklega með ríki sem gæti stundað fjáraustur á öllum sviðum, en ekki bara þeim sem það stundar fjáraustur á í dag.
Umræður á Íslandi eru nú oft á lágu plani líka, með eða án minnar þátttöku.
Jólahlaðborð vinnunnar er á föstudaginn og menn að orðnir ansi heitir fyrir því. Í fyrra var gríðarlegt fjör enda hefur ótakmarkað magn af bjórum, skotum og víni í 6-7 klukkutíma oft góð áhrif á stemminguna.
3 milljónir danskra króna á metra. Það er metið.
Heildarútblástur koldíoxíðs í Bretlandi á ári svarar til þess sem útblástur koldíoxíðs eykst um í Kína - á ári! Að lesa um "nauðsyn" þess að Bretland ausi reglum og grænum sköttum yfir sjálfa sig til að minnka orkunotkun (og skerða lífskjör) er broslegt í því samhengi. Nær væri að snarauka framboð olíu á heimsmarkaði og gera hana aftur samkeppnishæfa við skítugu brúnkolin sem Kínverjar eru sífellt að auka notkunina á til að knýja orkuver sín.
Armed Gays Don't Get Bashed.
Offshore!
Ég heyrði fyndna sögu um daginn: Sovéskir embættismenn ákváðu einhvern tímann, á verðlagsstjórnarfundi, að barnamatur væri góður og ætti þar með að vera ódýr en vodka væri vondur og ætti þess vegna að vera dýr. Niðurstaðan? Hvergi barnamat að fá, og vodki á boðstólnum alls staðar! Lexían? Hugsi nú hver fyrir sig, en biðlistar á sjúkrahúsum versus allt morandi í lúxusbílum og jeppum á Íslandi ættu að vera gagnleg vangavelta til að hafa í huga.
Jæja nóg fjas. Heim vil ek!
Mér sýnist í fljótu bragði að hvorki meira né minna en þrír mismunandi menn vilji ákveða hvað ég eigi að gera í vinnunni, og allt á sama tíma helst. Þá er nú gott að vita hver af þeim ræður formlega og bara salta óskir hinna. Gott fyrir taugarnar en ekki samviskuna.
Núna er ég virkilega byrjaður að hlakka til að ákveðinn samstarfsmaður fari heim. Hann er búinn að fjasa í öðrum samstarfsaðila í klukkutíma samfleytt um hvað virkar og hvað virkar ekki innan fyrirtækisins án þess að hugleiða þann möguleika að það fari einfaldlega of mikill tími í að velta því fyrir sér af hverju ekkert gerist og of lítill í að gera eitthvað í því.
Danir eru hér með úrskurðaðir lausir við allt sem heitir skilningur á hagfræði. Lesendabréf í einu sorpblaðanna í dag spyr, "hvor viljum við skattalækkanir eða bætta þjónustu í heilbrigðiskerfinu?", eins og ekkert sé sjálfsagðara! Ef fjáraustur væri lausnin þá væru hundruð Dana ekki að deyja á biðlistum hins opinbera á hverju ári. Ef háir skattar væru ávísun á háar skatttekjur þá væru Danir líklega með ríki sem gæti stundað fjáraustur á öllum sviðum, en ekki bara þeim sem það stundar fjáraustur á í dag.
Umræður á Íslandi eru nú oft á lágu plani líka, með eða án minnar þátttöku.
Jólahlaðborð vinnunnar er á föstudaginn og menn að orðnir ansi heitir fyrir því. Í fyrra var gríðarlegt fjör enda hefur ótakmarkað magn af bjórum, skotum og víni í 6-7 klukkutíma oft góð áhrif á stemminguna.
3 milljónir danskra króna á metra. Það er metið.
Heildarútblástur koldíoxíðs í Bretlandi á ári svarar til þess sem útblástur koldíoxíðs eykst um í Kína - á ári! Að lesa um "nauðsyn" þess að Bretland ausi reglum og grænum sköttum yfir sjálfa sig til að minnka orkunotkun (og skerða lífskjör) er broslegt í því samhengi. Nær væri að snarauka framboð olíu á heimsmarkaði og gera hana aftur samkeppnishæfa við skítugu brúnkolin sem Kínverjar eru sífellt að auka notkunina á til að knýja orkuver sín.
Armed Gays Don't Get Bashed.
Offshore!
Ég heyrði fyndna sögu um daginn: Sovéskir embættismenn ákváðu einhvern tímann, á verðlagsstjórnarfundi, að barnamatur væri góður og ætti þar með að vera ódýr en vodka væri vondur og ætti þess vegna að vera dýr. Niðurstaðan? Hvergi barnamat að fá, og vodki á boðstólnum alls staðar! Lexían? Hugsi nú hver fyrir sig, en biðlistar á sjúkrahúsum versus allt morandi í lúxusbílum og jeppum á Íslandi ættu að vera gagnleg vangavelta til að hafa í huga.
Jæja nóg fjas. Heim vil ek!
Monday, December 04, 2006
Helgarannállinn
Þá er ljómandi helgi senn á enda og um að gera og taka saman einhverja punkta um hana.
Ingi Gauti kíkti í bæinn og vermdi svefnsófann góða í tvær nætur. Hann var hress alla helgina. Annað verður ekki sagt.
Burkni og Unnur eru í bænum og því fylgdi að sjálfsögðu snæðingur á veitingahúsi, Tívolíferð með töluverðri glöggdrykkju, SBS eftirhermur og yfirleitt mikill hressleiki. Ég þakka fyrir að hafa verið píndur í ýmis tæki sem almennt virka ekki mjög heillandi á mig. Styrmir og Anna voru einnig hress. Barbarnir voru hressir. Richard var hress. Hver var ekki hress segi ég nú bara?
Svarið: Ég, daginn eftir. 14 tíma svefn náði þó að bjarga því sem bjargað verður.
Nöfn frá djamminu: Maria á Pilegården og Søren frá Brewpub.
Próflokadjamm með háskólanemum 21. desember, daginn sem ég lendi á Íslandi (reyndar seint um kvöldið). Ég ætla út á lífið það kvöld. Gildir hið sama ekki um alla?
Á morgun verður tekinn stuttur dagur og öldrykkja hafin óvenjusnemma, en endar líka snemma.
Móður minni óska ég til hamingju með daginn og sjálfum óska ég mér til hamingju með morgundaginn (sem er reyndar hafinn núna).
Ingi Gauti kíkti í bæinn og vermdi svefnsófann góða í tvær nætur. Hann var hress alla helgina. Annað verður ekki sagt.
Burkni og Unnur eru í bænum og því fylgdi að sjálfsögðu snæðingur á veitingahúsi, Tívolíferð með töluverðri glöggdrykkju, SBS eftirhermur og yfirleitt mikill hressleiki. Ég þakka fyrir að hafa verið píndur í ýmis tæki sem almennt virka ekki mjög heillandi á mig. Styrmir og Anna voru einnig hress. Barbarnir voru hressir. Richard var hress. Hver var ekki hress segi ég nú bara?
Svarið: Ég, daginn eftir. 14 tíma svefn náði þó að bjarga því sem bjargað verður.
Nöfn frá djamminu: Maria á Pilegården og Søren frá Brewpub.
Próflokadjamm með háskólanemum 21. desember, daginn sem ég lendi á Íslandi (reyndar seint um kvöldið). Ég ætla út á lífið það kvöld. Gildir hið sama ekki um alla?
Á morgun verður tekinn stuttur dagur og öldrykkja hafin óvenjusnemma, en endar líka snemma.
Móður minni óska ég til hamingju með daginn og sjálfum óska ég mér til hamingju með morgundaginn (sem er reyndar hafinn núna).
Friday, December 01, 2006
MacDonals = kommúnismi?
Samstarfsmaður minn í dag mælti eftirfarandi snilldarathugasemd:
"Jeg synes MacDonalds er en slags kommunisme, alle har råd til at spise dårlig mad."
Fyrir dönskuþursa útleggst þetta nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:
Mér sýnist MacDonals vera einhvers konar form á kommúnisma, allir hafa efni á lélegum mat.
Hressandi og opnar augu mín á ýmsu sem viðgekkst í Sovétríkjunum þar sem allir höfðu jafnan aðgang að því sem við köllum lélegt og vont í frjálsu markaðssamfélagi.
"Jeg synes MacDonalds er en slags kommunisme, alle har råd til at spise dårlig mad."
Fyrir dönskuþursa útleggst þetta nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:
Mér sýnist MacDonals vera einhvers konar form á kommúnisma, allir hafa efni á lélegum mat.
Hressandi og opnar augu mín á ýmsu sem viðgekkst í Sovétríkjunum þar sem allir höfðu jafnan aðgang að því sem við köllum lélegt og vont í frjálsu markaðssamfélagi.
Subscribe to:
Posts (Atom)