Þá er maður mættur á Klakann og það tók svolítið á. Ferðalagið hófst með sex klukkutíma seinkun á flugvélinni sem þýddi að ég var ekki lentur fyrr en klukkan sex á fimmtudagsmorgni (þá bæði ölvaður, þunnur, þreyttur og stirður). Fyrir vikið var ég hálfvindlaus í gær. Náði samt að afgreiða eitthvað í jólagjafadeildinni þökk sé honum bróður mínum. Um kvöldið tók við afslöppun með henni móður minni á meðan hávaðasamt rokið úti drap alla lyst til að fara í bæinn og sinna þar hinum mikla fjölda fólks sem var úti á lífinu. Ég er samt nokkuð viss um að það komi djamm eftir þetta djamm.
Í dag þarf ég bara að græja eina til þrjár jólagjafir, hafa uppi á einum svefnpoka, skreyta jólatré, hjálpa örlítið við tiltekt og drekka bjór á Laugarveginum í kvöld. Ekkert til að hafa áhyggjur af.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment