Það er svo óendanlega margt sem hægt er að fjasa yfir. Og út af fyrir sig er ekkert við slíku fjasi að segja, það er oft skiljanlegt og líklega taka allir þátt í því upp að vissu marki. Hins vegar verður fjasið að töluvert alvarlegu vandamáli þegar menn láta sér ekki nægja að fjasa, eða kvarta, eða jafnvel að samþykkja eitthvað á húsfélagsfundum. Þegar skortur á umburðarlyndi er orðinn svo alger að menn eiga sér þá ósk heitasta að lögum verði breytt til að þeir geti gengið á rétt annarra og bannað þeim að reykja, sjóða skötu, setja á sig ilmvatn, eða hvað það nú er sem mönnum dettur í hug, þá er rétt að fara að vara sig. (#)Heyr heyr! Annars á ég nú eitthvað örlítið fjas á bls 12 í Fréttablaðinu í dag - sjá hér (vefblað) eða hér (bara greinin). Gríðarlega ósexý skrif (og mynd!) en líka fyrst og fremst ætlað einum lesanda.
Neisko, var atvinnulaust ungt fólk sem hefur til í ákveðnu húsi (ranglega nefnt "félagsmiðstöð") í Kaupmannahöfn með vesen í nótt? Vitaskuld með tilheyrandi yfirgangi lögreglu sem vill ekki að rúður séu brotnar og almenningi ógnað. Mikið er erfitt að vera atvinnulaus iðjuleysingi núorðið.
Helgarplön mín voru ekki mikil og merkileg. Aðallega að sofa út og gera lítið. Náði að láta rýja á mér kollinn í gær (og ekki var klipparinn að spara skærin!) og lít á það sem gott dagsverk. Í dag ætlaði ég kannski að skreppa í búðir eftir jólagjöfum eða uppí vinnu en ég held ég geri hvorugt. Reyni kannski að taka til! Já, kannski það. Nægur verður hasarinn samt í vikunni þar til ég flýg á Klakann á fimmtudagskvöld, sama hvað ég geri í dag. Því er um að gera að gera ekkert á meðan ég get.
Núna lítur loksins út fyrir að veturinn sé að koma til Kaupmannahafnar með lækkandi hitastigi og hugsanlega einhverjum snjó. Þótt ekki væri nema til að drepa daglegar "fréttir" í blöðunum um nýútkomnar skýrslur um loftlagsbreytingar af mannavöldum verður það gríðarlegur léttir. Ég fæ þá líka fleiri tækifæri til að vera í ógurlega þykku stormúlpunni minni án þess að hreinlega svitna í henni. Já og kasta snjóbolta inn um opnar svalir nágranna sem spila háa tekknótónlist á kvöldin. Gott mál í alla staði.
En sem sagt, ég lendi á Íslandi á fimmtudagskvöldinu (réttara sagt aðfararnótt föstudags kl 00:20+seinkun!) og í augnablikinu er planið að fara á djammið fljótlega eftir það. Verður eitthvað annað í gangi en próflokaball háskólanema á Hótel Íslandi með Sálinni?
2 comments:
Hvaða notendanafn hefur þú í heimabankanum þínum? Mig vantar bara það því ég er búinn að uppgötva lykilorðið.
Ekki var það nú lykilorðið sem þú komst, en með notkun lausnarorðsins og nægum tilraunum þá er ég viss um að þú kemst að lykilorðinu.
Post a Comment