Þá er ljómandi helgi senn á enda og um að gera og taka saman einhverja punkta um hana.
Ingi Gauti kíkti í bæinn og vermdi svefnsófann góða í tvær nætur. Hann var hress alla helgina. Annað verður ekki sagt.
Burkni og Unnur eru í bænum og því fylgdi að sjálfsögðu snæðingur á veitingahúsi, Tívolíferð með töluverðri glöggdrykkju, SBS eftirhermur og yfirleitt mikill hressleiki. Ég þakka fyrir að hafa verið píndur í ýmis tæki sem almennt virka ekki mjög heillandi á mig. Styrmir og Anna voru einnig hress. Barbarnir voru hressir. Richard var hress. Hver var ekki hress segi ég nú bara?
Svarið: Ég, daginn eftir. 14 tíma svefn náði þó að bjarga því sem bjargað verður.
Nöfn frá djamminu: Maria á Pilegården og Søren frá Brewpub.
Próflokadjamm með háskólanemum 21. desember, daginn sem ég lendi á Íslandi (reyndar seint um kvöldið). Ég ætla út á lífið það kvöld. Gildir hið sama ekki um alla?
Á morgun verður tekinn stuttur dagur og öldrykkja hafin óvenjusnemma, en endar líka snemma.
Móður minni óska ég til hamingju með daginn og sjálfum óska ég mér til hamingju með morgundaginn (sem er reyndar hafinn núna).
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Til hamingju með afmælið elsku stúfur. orvar
Til hamingju með afmælið :)
Blogg kveðja kemur í kvöld.....
Til hamingju með afmælið :-)
Djamm já... hver veit nema ég verði í stuði :-)
Kv/Soffía
Post a Comment