Tuesday, December 19, 2006

Handahófskenndar hugleiðingar í amstri dagsins

Mánudagur:

Í dag er pappírsvinnudagur mikill í vinnunni. Þreyta og pappírsvinna er ekki góður kokkteill.

Lýðskrum dagsins?

Nú virðist "félagsmiðstöðin" Ungdomshuset í Kaupmannahöfn endanlega hafa tapað því almenningsáliti sem það hafði eftir ofbeldisfull og eyðileggjandi mótmæli á laugardaginn. Mjög gott.

Nú leitar atvinnuveitandi minn að nýrri manneskju í móttökuna. Ég býð mig kannski fram í ráðningarnefndina. Mitt mottó yrði þá: Allt nema fagleg ráðning!

Hvor hópurinn fær fleiri og hærri styrki: Sá sem baular í kór með stjórnmálamönnum, eða hinn sem gerir það ekki?

Heimasíða dagsins: IceAgeNow.com, upphafið að næstu maðurinn-er-að-breyta-loftslagi-Jarðar-hrinu fjölmiðla. Ég bíð vægast sagt spenntur.

Þá er kannski að koma tími fyrir smá aktion í Kaupmannahöfn.

Alzheimer er viðurstyggilegur sjúkdómur.

Átakið "Gera Ole stressaðan" virðist vera nálgast markmið sitt: Að gera Ole stressaðan.

Forritarar í iðnaði sveigjanlegra röra (e. flexible pipes) eru ekki mjög frumlegir þegar kemur að nafngift. Á mínum vinnustað er notast við forritin Flexcom, Orcaflex, Bflex (þar sem einn af undirhlutunum kallast Pflex), Pipeflex, Eflex og aðstoðarforritið Scypeflex. Mikið flex í gangi sem sagt, en minni kynþokki.

Þá hafa eftirlegukindurnar á vinnustaðnum, ég meðtalinn, pantað pizzu sem ætti að koma von bráðar. Ljómandi, hvetjandi, nærandi og seðjandi allt í senn. Framleiðni hefur samt verið af gríðarlega skornum skammti í dag, að hluta vegna eðlis verkefna og hluta vegna lítils nætursvefns, en nú tekur galsinn við!

Þriðjudagur:

Það er nú meira hvað sumar vefsíður eru hægar, og fara íslensku fréttasíðurnar þar fremstar (aftastar réttara sagt) í flokki.

Litli pirraði stuttbuxnastrákurinn í mér fer núna í smá ham...
Einstaklingar slást. Ríkisstjórnir fara í stríð.
Einstaklingar stunda frjáls viðskipti. Ríkisstjórnir skattleggja.
Einstaklingar semja sín á milli. Ríkisstjórnir setja lög og reglur.
Einstaklingar veita aðstoð. Ríkisstjórnir stofnanavæða vandamál.
Einstaklingar hafa réttindi sem takmarkast eingöngu af athafnafrelsi og eignarétti annarra einstaklinga. Ríkisstjórnir búa ekki við slíkar takmarkanir.

Mikið í gangi á skrifstofunni í dag. Allt að farast úr stressi og álagi en samt ræður jólaskapið ríkjum. Skemmtileg blanda sem hugsanlega skýrist af flóðbylgju piparhneta (pebernødder), piparkaka, sælgætis og ávaxta, auk jólaskrauts og kertaljóss (þó ekki í mínu nágrenni!).

"Ertu búinn að fitna?" var spurning sem ég fékk um daginn. Já vetrarforðinn er kominn á. Hið besta mál segi ég.

Hvernig veit maður að ákveðinn einstaklingur á a.m.k. þrekvaxna kærustu?
Fyrsta vísbending: Þegar saga sem hann segir, og hefur kærustuna sem aðalsöguhetju, inniheldur setninguna, "..og svo pantaði hún bara stærsta borgarann eins og venjulega...".
Önnur vísbending: Sjálfur einstaklingurinn telst seint með grennri mönnum.

Jæja heimferð nú eftir þokkalega framlegð í dag.

No comments: