Ísland um helgina var hressandi ævintýri með stuttum aðdraganda. Tilgangurinn var vitaskuld sá að taka þátt í Ölympics og skemmti ég mér hið prýðilegasta þótt "daginn eftir"-lýsingar keppnis- og partýhaldara séu vægast sagt hrollvekjandi. Sem betur fer get ég útilokað mig sem ælupúka teitisins en minningar eru að öðru leyti mjög fáar og langt á milli.
Ragga og Önnu þakka ég fyrir að höndla óvinnandi verk eins og það hafi verið vinnanlegt.
Örvari þakka ég fyrir að hleypa mér inn á heimili sitt og bjóða sig fram í hlutverk bílstjóra. Fátt er betra en skotheldur vinur!
Daða þakka ég fyrir að gera helgi mína að Íslandi að veruleika með útsjónarsemi og hvetjandi orðum og aðgerðum!
Góðum gestum/klappstýrum þakka ég fyrir viðlitið á keppni laugardagsins. Í þeim hópi eru meðal annars Fjóla, mamma og litli bróðir og litla systir var að sjálfsögðu meðal keppenda. Lítið ættarmót í gangi þar! Arnari þakka ég hreinlega fyrir að vera hann sjálfur, alltaf!
Ég er með stíflað nef og líkaminn er ekki alveg kominn í gegnum afeitrun eftir alveg óbærilega mikla áfengisneyslu um helgina þar sem þynnku var mætt með bjór. Áfengi mun ekki snerta mínar varir aftur (innan næstu 48 tíma)!
Svei mér þá ef næsta helgi lítur ekki ágætlega út líka.
Núna eru öll skrifborð í kringum mig tæmd af fólki. Þreytan er að segja mér að drulla mér heim en ég hlýt nú að þrauka í klukkutíma í viðbót eins og kveðið er á um í verksmiðju-vinnu-skipulaginu.
LÍN er með stæla núna. Note to self: Ekki treysta á pappírspóstinn þegar mikið liggur við!
Nú er það síðasti labbitúr dagsins um verksmiðjuna og gláp á útskipun á stærsta verkefni vinnuveitanda míns nokkru sinni. Mjög margir verða mjög glaðir þegar því er lokið!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Virkilega gaman að hitta þig þó stopp mitt hafi verið stutt og þið að nálgast hápunkt drykkjunnar.
Hey mættirðu á Ölympics!!! Djöfulsins hetja ertu :)
Verst að missa af þessu!!!!
Soffía
Og þakka þér fyrir að vera rödd skynseminar á laugardeginum...
Í miklum hressleika, styður þú þér við mig til að halda þér lóðréttum og segir af speki og stóískri ró: "Ég held þú ættir að fara koma fólkinu út. Mér líst ekkert á hvernig er verið að fara með íbúðina"...
Þetta var 22:00, heilum klukkutíma áður en ég sá hversu slæmt ástandið var og lét verða af orðum þínum...
Takk náttúrulega líka fyrir komuna til Reykjavíkur og þátttökuna...
Post a Comment