Þessi færsla verður tilraun með uppsetningu. Hún er skipt í tvo hluta - þann pólitíska og þann ópólitíska. Ef þessi breyting mælist vel fyrir er hugsanlegt að ég nenni að endurtaka hana - kannski!
Ópólitíski hlutinn:
Eiturhressandi partý á laugardaginn sem skildi eftir sig hálfgerða veikindaþynnku í gær og jafnvel í dag. Vonandi að gestgjafinn jafni sig eftir að ég setti (óvart) málningu á ferðavél hennar og hellti Jägermeister ofan í partýóða danska gesti hennar, m.a. með hjálp mjög ágætra reglna (auk viðbótarreglna).
Ellen, ef þú lest þetta - hentu svörtu bjórdósunum sem ég kom með. Smyglað áfengi frá Nørrebro er verðlaust í danska endurvinnslukerfinu.
Í dag er næstsíðasti mánudagur minn sem póstberi. Á morgun er síðasti þriðjudagur póstberaferils míns. Á miðvikudaginn í næstu viku verð ég kominn í skrifstofuvinnu verkfræðigeirans. Gott.
Bráðum þarf ég að fara huga að húsnæðisleit. Er það íbúð eða herbergi? Stúdíóíbúð hljómar vel í bili. Hvað með að flytja inn í kollektiv? Verst að ég hef ekki hugmynd um hvað ég mun fá útborgað í nýju vinnunni þótt ég viti nákvæmlega hvað ég er með í grunnlaun. Fljótt á litið og við frumstæðan útreikning: 2000 DKK meira útborgað sem verkfræðingur en sem póstberi. Átsj.
Pólitíski hlutinn:
Ósýnilega höndin er í boði mín í dag. Húrra.
Í kvöld er stefnt á hressandi "rökræðu"fund hjá SFU (Socialistisk Folkepartis Ungdom) sem ber yfirskriftina "Kyoto - hvað svo?". Vonin stendur til að fyllast af heilaþvætti úr sorptunnu sósíalista og taka samviskusamlega niður punkta sem síðar verða notaðir til að ráðast gegn vinstrimennsku á forsendum vinstrimennskunnar. Ég fékk svo mikið efni á síðasta sósíalistafundi sem ég fór á að ég veit ekki hvar ég á að byrja skrifa!
Pólitísk vika heldur svo áfram á morgun með fundi með frjálshyggjumönnum sem eru að stofna sinn eigin flokk í landi Bauna, og á miðvikudaginn er "einkakennsla" í samfélagsfræði, heimspeki og stjórnmálum (þar sem ég kenni vel á minnst). Nú vantar bara eitthvað á fimmtudaginn. Hjálp?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Tvískipt færsla = já
Post a Comment