Á síðustu dögum hafa ýmsar skemmtilegar pælingar heyrst og hugsanir komið upp sem gætu haft þónokkur áhrif á þróun næstu ára hjá mér.
Í fyrsta lagi hef ég ákveðið að gerast einstæður faðir. Þetta kemur til af því að ég fæ klígju ofan í maga við tilhugsunina að búa aftur saman með konu/kærustu, en hef engu að síður ákaflega góða tilfinningu fyrir föðurhlutverkinu. Nú er bara að finna eitthvert leigulegið til að kýla á þetta.
Í öðru lagi er vel hugsanlegt að ég taki einhverja lengri skorpu á Íslandi í náinni framtíð. Nei ég er ekki að tala um að flytja "heim", heldur að taka kannski hálfs árs leyfi frá vinnunni úti og vinna á Íslandi á meðan. Kannski næstu Alþingiskosningar verði hafðar í huga þar ef eitthvað hressandi kemur fram á sjónarsviðið þar.
Í þriðja lagi er Ísland alveg eins og ég mundi eftir því, en aðeins betra ef eitthvað er. Fólkið er ennþá fallegt (fallegra er eitthvað er), veðrið er skítur eins og það á að vera og verðlag er himinhátt og yrði við lengri dvöl á skerinu líklegt til þess að gera mig bæði óháðan nikótíni og áfengi. Note to self: Græja smyglara við lengri dvöl á Íslandi. Tek við leynilegum ábendingum á hvaða formi sem er.
Í fjórða lagi hefur DV á morgun verið fyllt með nokkrum orðum um skattsvik, og Fréttablaðspistill verður vonandi skrifaður og prentaður fyrir brottför til DK 3. janúar.
Fleira var það ekki í bili.
Wednesday, December 28, 2005
Friday, December 23, 2005
Þriðji í Íslandi
Uppskeran í "tax free" var ágæt að þessu sinni. 1750 cl af vodka, 26 pakkar af sígarettum, 2 kippur af öli og eins og einn hlutur sem kostar yfir þeirri upphæð sem hlutur má kosta áður en skatturinn krefst sitt af andvirði hans.
Fallega fólkið (og Daða) hefur verið gaman að hitta og vonandi heldur það áfram. Ísland er svo ágætt.
Fallega fólkið (og Daða) hefur verið gaman að hitta og vonandi heldur það áfram. Ísland er svo ágætt.
Wednesday, December 21, 2005
Ísland nálgast
Ég fann SIM-kortið mitt fyrir númerið 694 8954, svo það verður númerið mitt á Íslandi næstu tvær vikur. Ekki reikna með að ég sé búinn að skrifa númerið þitt inn (er með mörg SIM-kort og marga lista yfir símanúmer og hef enga stjórn á þessu, en þú ert að sjálfsögðu sú manneskja sem ég vildi helst hafa á skrá hjá mér svo ekki taka það neitt nærri þér). Skrifaðu undir ef þú sendir SMS, og kynntu þig ef þú hringir. Þá ert falleg manneskja.
Monday, December 19, 2005
Jólagjöfin í ár...
..er kapítalismi.
Að hugsa sér að vinstrimenn séu nú að mótmæla misbeitingu pólitísks valds (sem er eitthvað sem fylgir pólitísku valdi) og hvetja einkaframtakið í góðgerðarstarfsemi áfram (án þess að heimta ríkisafskipti í leiðinni). Er hægrisveifla í gangi?
Að hugsa sér að vinstrimenn séu nú að mótmæla misbeitingu pólitísks valds (sem er eitthvað sem fylgir pólitísku valdi) og hvetja einkaframtakið í góðgerðarstarfsemi áfram (án þess að heimta ríkisafskipti í leiðinni). Er hægrisveifla í gangi?
Hjálp!
Nú hef ég lagt mikið upp úr því að reyna lesa allan fjárann um meinta hitnun jarðar og áhrif mannsins á hana, en samt tekst dönskum dagblöðum í sífellu að slá mig utan undir með einhverju sem "allir" vita en ég hef aldrei heyrt um. Dæmi:
Hjálp óskast til að skýra þessi töfrabrögð út.
Der er bred enighed blandt forskerne om, at 2/3 dele af den globale opvarmning er menneskeskabt, mens den sidste tredjedel er skabt af naturen selv. (#)Sumsé, "almennt samkomulag" um að maðurinn er valdur af 2/3 af hitnun jarðar, en afgangurinn er náttúran sjálf að verki. Nú tekst varla að mæla þessa hitnun og hvað þá greina hitasveiflur í andrúmsloftinu á síðustu 30 árum frá þeim sem hafa átt sér stað á síðustu 100, 500 og 1000 árum. Hvernig fara menn þá að því að skipta meintri varla mælanlegri hitnun síðustu 30 ára upp í þrjá hluta og úthluta náttúrunni einum en manninum tveimur?
Hjálp óskast til að skýra þessi töfrabrögð út.
Svo nálægt, en einnig svo fjarlægt
Ísland á miðvikudaginn. Ótrúlega stuttur tími á dagatalinu. Ótrúlega langur tími miðað við það sem þarf að klárast áður en ég sit í flugvél á leið á Klakann.
Julefrokost með vinnunni á föstudaginn var ánægjulegur viðburður og ölvaður svo ekki sé meira sagt. Þökk sé kerfinu sem var notað til að blanda fólki saman á borðin (svo klíkumyndun sé í lágmarki) þá lenti ég við hliðina á stjórnarformanni fyrirtækjasamsteypunnar sem á helminginn í fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Ég held ég hafi sloppið nokkuð skrámulaus frá þeim samskiptum.
Er ekki ljóst að allir sem partýi geta valdið munu halda partý á tímabilinu 22.des-2.jan.?
Julefrokost með vinnunni á föstudaginn var ánægjulegur viðburður og ölvaður svo ekki sé meira sagt. Þökk sé kerfinu sem var notað til að blanda fólki saman á borðin (svo klíkumyndun sé í lágmarki) þá lenti ég við hliðina á stjórnarformanni fyrirtækjasamsteypunnar sem á helminginn í fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Ég held ég hafi sloppið nokkuð skrámulaus frá þeim samskiptum.
Er ekki ljóst að allir sem partýi geta valdið munu halda partý á tímabilinu 22.des-2.jan.?
Spurning?
Halda þessar ágætu konur, sem skrifuðu þetta litla bréf í Fréttablað dagsins..
..að Unnur Birna hefði orðið Ungfrú Heimur ef hún væri ljót? Jú hæfileikarík og menntuð og það allt er hún eða er það vafalaust, en hún er fyrst og fremst að sigra á útlitinu og þannig er það, og mikið rosalega fer það í taugarnar á femínasistum Íslands.
..að Unnur Birna hefði orðið Ungfrú Heimur ef hún væri ljót? Jú hæfileikarík og menntuð og það allt er hún eða er það vafalaust, en hún er fyrst og fremst að sigra á útlitinu og þannig er það, og mikið rosalega fer það í taugarnar á femínasistum Íslands.
Friday, December 16, 2005
Kókaín
Voðalega eru rokklög sem heita "Kókaín" (á máli flytjenda) góð.
Nú eru allir á vinnustaðnum í frekar háum gír. Fyrir utan föstudagsfiðringinn vikulega er tilhlökkun til julefrokost í kvöld orðin áþreifanleg. Hann mun kosta um milljón danskra króna (heyrði ég útundan mér) og þátttakendur verða tæplega 100 talsins. Ekki slæmt hlutfall ef rétt reynist. Tíu sinnum lægri fjárhæð væri heldur ekki slæm.
Gróft plan næstu daga: Þynnka á morgun, vinna sunnudag, mánudag, þriðjudag, jólagjafakaup á miðvikudag og flug til Íslands um kvöldið. Mjögott.
Nú eru allir á vinnustaðnum í frekar háum gír. Fyrir utan föstudagsfiðringinn vikulega er tilhlökkun til julefrokost í kvöld orðin áþreifanleg. Hann mun kosta um milljón danskra króna (heyrði ég útundan mér) og þátttakendur verða tæplega 100 talsins. Ekki slæmt hlutfall ef rétt reynist. Tíu sinnum lægri fjárhæð væri heldur ekki slæm.
Gróft plan næstu daga: Þynnka á morgun, vinna sunnudag, mánudag, þriðjudag, jólagjafakaup á miðvikudag og flug til Íslands um kvöldið. Mjögott.
Thursday, December 15, 2005
Tilvitnun dagsins
Aldrei þessu vant stóð eitthvað skynsamlegt í dönsku dagblaði:
Frihed er en illusion, som du skal betale 25 procent moms af.
Frihed er en illusion, som du skal betale 25 procent moms af.
Wednesday, December 14, 2005
Kennum okkur um!
TCS Daily: The Trade Traps in Hong Kong: "The sad irony here is that people in developing nations will gain the most if their own countries will simply reduce trade barriers -- on average three times as high as the barriers of developed nations -- no matter what the rich countries do."
Ég verð samt að viðurkenna að það er auðveldara að kenna frönskum bændum um fátækt í þróunarríkjunum frekar en að kenna sósíalískum stjórnendum þróunarríkjanna sjálfra um. Frakkar eða afrískir sósíalistar - eðlismunur eða -stigs?
Ég verð samt að viðurkenna að það er auðveldara að kenna frönskum bændum um fátækt í þróunarríkjunum frekar en að kenna sósíalískum stjórnendum þróunarríkjanna sjálfra um. Frakkar eða afrískir sósíalistar - eðlismunur eða -stigs?
Monday, December 12, 2005
Múrbrot dagsins
Múrinn segir:: Hong Kong var einu sinni hrein.Hong Kong var líka einu sinni fátækt bændasamfélag skammlífra betlara. Fátækir bændur menga minna.
Hvað kemur næst?
Til umhugsunar á meðan hádegismaturinn sest í maganum:
Ef samþykkt verður að ríkið megi banna mönnum að reykja á opinberum stöðum, þá er eðlilegt að spyrja að því hvað kemur næst, því að enginn þarf að efast um að forsjárhyggjufólkið mun alltaf vilja taka eitt skref í viðbót. Það verður aldrei þannig að það segi einfaldlega: „Jæja, nú er búið að banna reykingar á opinberum stöðum, það er best að láta nú af frekari afskiptum ríkisins af reykingamönnum.“ Nei, talsmenn forsjárhyggjunnar og bakdyrasósíalismans munu alltaf vilja fleiri skref. Næsta skref á eftir reykingabanni á opinberum stöðum gæti verið algert reykingabann. Nú eða að minnsta kosti að bannað væri að reykja í íbúðum þar sem börn byggju eða ættu leið um. Það eru áreiðanlega margir reiðubúnir að styðja slíkar reglur. Svo mætti setja á sykurskatt og fituskatt. Ef einhverjum tekst að sýna fram á að tengsl séu á milli ofáts á próteini má í framhaldinu setja á próteinskatt og þannig má áfram telja. Ekkert af þessu er fráleitt miðað við umræðuna eða þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til. (#)Spurningin sem eftir stendur: Á ég að hætta óhollri neyslu og berja af mér fíkn á skaðlegum efnum, eða halda því áfram á meðan ég löglega get og sjá svo til með hversu erfitt verður að svíkja yfirvofandi lagasetningar?
Til hamingju!
Til hamingju Ungfrú heimur! Íslendingar hafa nú loks endurheimt sinn réttmæta titil sem handhafar titilsins Ungfrú heimur. Þessu ber að fagna með viðeigandi tilvitnun:
Annars er það helst í fréttum að ég er þunnur, haltur og slappur en jafnframt ánægður og í góðu skapi eftir helgina.
Fegurðarsamkeppnir hlutgera konur, gera þær að sýningargripum. (#)Heyr heyr!
Annars er það helst í fréttum að ég er þunnur, haltur og slappur en jafnframt ánægður og í góðu skapi eftir helgina.
Friday, December 09, 2005
Gullkorn
Tilvitnun dagsins:
Vinnan býður upp á tímastjórnunarnámskeið en ég er hræddur um að ég komist ekki því ég hef ekki skipulagt tíma minn nægilega vel.Höfundur veit hver hann er og þeir sem vilja vita hver mælti þessa miklu speki og snilld.
Úff
Svei mér. Ef ég hefði viljað vinna við að hlaupa á milli manna og skrifstofa í æðiskasti og stressi þá hefði ég byrjað að æfa hlaup með Burkna og sleppt þessari háskólavitleysu.
Samt stuð.
Samt stuð.
Thursday, December 08, 2005
Ellimerki
Það tók þá tvo til þrjá daga að losna við þynnkuna að þessu sinni. Ellin stimplaði sig því formlega inn á sunnudaginn.
Hvað gefur maður múttu sinni í jóla+afmælisgjöf?
Ég er að hugsa um að hætta lesa dönsk dagblöð. Íhaldssemin og hjarðhyggjan er slík að ég fer í vont skap við að lesa um hana. Á þessum 15 mánuðum sem ég hef verið vinnandi maður í Danmörku kemur mér alltaf svo stórkostlega á óvart að sjá Dani heimta hærri skatta, meiri forsjárhyggju, fleiri ríkisrekin átaksverkefni og feitari félagslegar ávísanir í dagblöðunum, en þegar á vinnustaðinn er komið virðist fólk almennt skilja hvað raunveruleikinn gengur út á (sem ég, að sjálfsögðu, tel mig hafa fullan skilning á). Gildir þá voðalega litlu hvort um hreingerningar-, póstburðar- eða verkfræðifyrirtæki er að ræða. En svo klúðra þeir þessu auðvitað í kosningum og 15% Dana kjósa flokka sem hafa þjóðnýtingu framleiðslutækjanna enn á stefnuskránni.
Julefrokost á laugardaginn verður hressandi flótti frá sósíaldemókratískri hjarðhyggju Danans.
Food!
Hvað gefur maður múttu sinni í jóla+afmælisgjöf?
Ég er að hugsa um að hætta lesa dönsk dagblöð. Íhaldssemin og hjarðhyggjan er slík að ég fer í vont skap við að lesa um hana. Á þessum 15 mánuðum sem ég hef verið vinnandi maður í Danmörku kemur mér alltaf svo stórkostlega á óvart að sjá Dani heimta hærri skatta, meiri forsjárhyggju, fleiri ríkisrekin átaksverkefni og feitari félagslegar ávísanir í dagblöðunum, en þegar á vinnustaðinn er komið virðist fólk almennt skilja hvað raunveruleikinn gengur út á (sem ég, að sjálfsögðu, tel mig hafa fullan skilning á). Gildir þá voðalega litlu hvort um hreingerningar-, póstburðar- eða verkfræðifyrirtæki er að ræða. En svo klúðra þeir þessu auðvitað í kosningum og 15% Dana kjósa flokka sem hafa þjóðnýtingu framleiðslutækjanna enn á stefnuskránni.
Julefrokost á laugardaginn verður hressandi flótti frá sósíaldemókratískri hjarðhyggju Danans.
Food!
Peningar kaupa pólitískar umbætur
Growing Wealth Crowds Out Oppression: "In other words, if countries are rich, ifs difficult for their governments to remain oppressive, and if governments are oppressive, it is difficult for those countries to prosper. At some point the Chinese government will confront the choice of achieving even greater wealth and economic status, or maintaining its oppressive rule. Experience shows that, absent a lot of oil in the ground, it is just about impossible to do both."
Hver segir svo að peningar lækni ekki flest mein?
Hver segir svo að peningar lækni ekki flest mein?
Wednesday, December 07, 2005
Óvanalegur skilningur
Múrinn er bara alveg óvenjulega skilningsríkur á ofurafli ríkisvaldsins í dag:
Hætt er við að venjulegum Íslendingum svelgdist nokkuð á við að sjá olíu til sölu á þessu verði. Meðalverð á lítra af olíu í Bandaríkjunum var í kringum 40 krónur hinn 20. nóvember síðastliðinn þannig að þeir sem fá ódýra kyndingarolíu frá Venezúela greiða væntanlega um 24 krónur fyrir lítrann. Hér á landi er verðið vel yfir 100 krónum á hverri einustu bensínstöð.Þarna er útskýrt hver er munurinn á lítið skattlagðri olíu (í boði manns sem heldur þegnum sínum fast í klóm fátæktar og ömurlegra lífsskilyrða) og olíu sem er okrað á í nafni almenningsvagna, mengunarverndar og andúðar á einkabílnum. En Múrinn dregur ekki mörkin þarna:
En þótt það geti verið gaman að hafa fleiri perur í kringum sig og það í ýmsum litum þá er rétt að hafa eitt hugfast. Þótt það hafi verið ríkisstjórnin sem kveikti á aukaperunum þá borgum við rafmagnið fyrir þær allar.Þarna kemur hinn óvenjulegi skilningur í ljós hjá Múrs-manni að eyðsla ríkisins á skattfé er greidd af - nei, ekki þeim "ríku" eða "efnuðu" - heldur mér og þér. Tónlistarhúsið er í boði þín. Sendiráðið í Japan var greitt af þér. Lambakjötið sem þú borðar og risarækjurnar sem þú borðar ekki eru í boði þín. Að Múrinn sé að fatta svona lagað eru stórtíðindi í íslenskri stjórnmálaumræðu.
Tuesday, December 06, 2005
Takk fyrir mig!
Ég vil þakka mjög svo ágætu fólki fyrir mjög svo ágæta helgi. Ágæti helgarinnar mælast t.d. í því að í dag á þriðjudagssíðdegi er ennþá mjög sterkur vottur af þynnkueinkennum og slappleika eftir í skrokknum og ég er ennþá að brosa upp úr þurru yfir ýmsum atvikum sem áttu sér stað. Leiðinlegt þó með fótmeiðsli verðandi Fjónarfélaga míns.
Stikkorð fyrir eigin minningavarðveislu: Kofafyllerí heima (bannað að reykja í stofunni), Austurgata, Tívolí er snilld og jólaálfar eru perrar, glögg, taka Arnarinn á þetta, leigubílar (margir), Pizza Vesuvio mötuneytið, re-fill á minibarinn, The Ultimate Guide to...,
Í kvöld er svo leitin að hinum fullkomna sambýling og örlítil knattspyrna. Vonandi skolast þynnkan niður.
Stikkorð fyrir eigin minningavarðveislu: Kofafyllerí heima (bannað að reykja í stofunni), Austurgata, Tívolí er snilld og jólaálfar eru perrar, glögg, taka Arnarinn á þetta, leigubílar (margir), Pizza Vesuvio mötuneytið, re-fill á minibarinn, The Ultimate Guide to...,
Í kvöld er svo leitin að hinum fullkomna sambýling og örlítil knattspyrna. Vonandi skolast þynnkan niður.
Monday, December 05, 2005
Sumt er samt við sig
Hvað gerist þegar fjórir sæmilega rökrétt þenkjandi einstaklingar með ábyrgðarstöður í fyrirtækjum og hinar ýmsu gráður úr háskólum eða ígildi þeirra í reynslu sitja saman á bar?
Svar: Þeir tala saman um dónaskap, kynlíf, stjörnur og ýmsan viðbjóð, Íslendingunum á næsta borði til mikillar ánægju.
Hvað gerist þegar teymi verkfræðinga frá ýmsum heimshornum hittist til að ræða um verkefni upp á hundruð milljóna þar sem mikið er í húfi og jafnvel milljarðar og tugir af þeim þegar allt kemur til alls?
Svar: Þeir tala um kynlíf, kvenfólk og ýmislegt því tengt (a.m.k. endrum og sinnum).
Svar: Þeir tala saman um dónaskap, kynlíf, stjörnur og ýmsan viðbjóð, Íslendingunum á næsta borði til mikillar ánægju.
Hvað gerist þegar teymi verkfræðinga frá ýmsum heimshornum hittist til að ræða um verkefni upp á hundruð milljóna þar sem mikið er í húfi og jafnvel milljarðar og tugir af þeim þegar allt kemur til alls?
Svar: Þeir tala um kynlíf, kvenfólk og ýmislegt því tengt (a.m.k. endrum og sinnum).
Friday, December 02, 2005
Thursday, December 01, 2005
Fjórar!
Í dag byrja hvorki fleiri né færri en fjórir kvenmenn á vinnustaðnum, og ein virðist í fljótu bragði ætla komast í stafrófið mitt. Til leiks er kynntur Kvenmaður D, sem í raun ætti samt að fá bókstafinn B ef fyrsta "glimpse" lýgur ekki að mér.
Subscribe to:
Posts (Atom)