Monday, December 05, 2005

Sumt er samt við sig

Hvað gerist þegar fjórir sæmilega rökrétt þenkjandi einstaklingar með ábyrgðarstöður í fyrirtækjum og hinar ýmsu gráður úr háskólum eða ígildi þeirra í reynslu sitja saman á bar?

Svar: Þeir tala saman um dónaskap, kynlíf, stjörnur og ýmsan viðbjóð, Íslendingunum á næsta borði til mikillar ánægju.

Hvað gerist þegar teymi verkfræðinga frá ýmsum heimshornum hittist til að ræða um verkefni upp á hundruð milljóna þar sem mikið er í húfi og jafnvel milljarðar og tugir af þeim þegar allt kemur til alls?

Svar: Þeir tala um kynlíf, kvenfólk og ýmislegt því tengt (a.m.k. endrum og sinnum).

3 comments:

Burkni said...

Aaaaaaaaaaaaaaaaágætt!

Ert það ekki bara þú sjálfur sem hefur þessi áhrif hvar sem þú ferð?

gaui said...

Til hamingju með afmælið í gær dónakall! :D

Geir said...

Þegar franskur verkfræðingur hjá einu stærsta fyrirtæki heims segir að í heimalandi sínu fái sumir borgað fyrir að fjölga sér á meðan aðrir sjá um að framleiða verðmætin að þá er tónninn gefinn.